Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 14

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 14
14 JÓLAHARPAN 1929 vel slöngur virðast móttækilegar fyrir slík vináttubönd, að minsta kosti er það að sjá af myndinni, sem er frá Indlandi, þar er hvolpur og slanga að leika sér í sólskininu. Þannig mætti lengi telja upp, þar sem dýr af óskyld- um flokkum bynd- ast vináttu böndum, og býst ég við að lesendurnir geti séð eitthvað þessu líkt, ef þeir taka vel eftir að minsta kosti sá ég fyrir fáum dögum lamb, sem var orðið svo hænt að hesti, að það elti hann hvert Það voru einusinni bláfátæk hjón, sem áttu aðeins eina kú; hún var aleiga þeirra, og hana voru þau nauðbeygð til að selja, til þess að geta staðið í skil- um. Á leiðníni til bæjarins, þar sem bóndinn ætlaði að selja kúna, mætti hann gömlum manni, sem bar stóra krukku í hendinni; var hún mjög einkennileg útfits. Bóndinn stanzaði, og maðurinn spurði hann hvert hann ætlaði með kúna. Hann sagði aðkomumanninum allt af létta um ástæð- ur sínar, að hann yrði að selja kúna vegna fátæktar, þó þeim hjónum væri það sárnauðugt. »Seldu mér hana«, sagði gamli maðurinn, »ég skal láta þig fá þessa krukku í staðinn«. »Nei, það geri ég ekki«, sagði bóndinn. »Mér virð- ist það lítill búbætir að láta kúna fyrir krukkuna þína«. »Og þó mun það verða þér til hamingju, ef þú skiftir við mig«, sagði ókunni maðurinn. »Þú munt brátt verða þess var, að krukkan ber þér meiri arð en kýrin hefir gert«. Bóndinn hugsaði sig um. Honum leizt nú vel á krukkuna; en hvort sem þeir ræddu það lengur eða skemur, þá fóru svo leikar, að hann fór heim með krukkuna, þó hann grunaði, að kona hans mundi ekki verða honum þakklát fyrir viðskiftin. Honum skjátlaðist heldur ekki, því þegar kona hans sá krukkuna, og heyrði hvað heimskuleg kaup hann hafði gert, varð hún svo reið, að hún sparkáði krukk- unni langt inn undir rúm, og það fremur harkalega, því hún ætlaðist til að hún brotnaði strax; en það varð þó ekki; krukkan þoldi. sem hann fór, væri hann rekinn, kom lambið hlaup- andi á eftir. Hvorugt var komið á gjöf, svo ekki átti samstaða í húsi þátt í því. Þorst. Finnbogason. Loks gengu hjónin til hvílu, þó ekki væru þau sem bezt sátt. Þegar þau voru komin á fætur næsta morgun, konr krukkan valtrandi fram undan rúminu og mælti: »Nú fer ég af stað!« »Já, farðu bara«, sagði konan, sem enn var æf af reiði; »því fyr sem þú kemst út úr mínum húsum, því betra.« Krukkan heyrði ekki hvað hún sagði, því hún var þegar komin út úr húsdyrunum og áleiðis til mylin- unnar. Þar stóðu tvær stúlkur og möluðu korn. Þegar þær voru búnar, sagði önnur þeirra: »Nei,. nú höfum við gleymt íláti undir mélið!« »Sko, þarna stendur krukka fyrir utan,« sagði hin„ »við getum notað hana.« Og það gerðu þær. En þegar þær voru búnar að fylla krukkuna af méli, sagði hún: »Nú fer ég af stað!« Og samstundis var hún komin út úr dyrunum, og þó stúlkurnar hrópuðu á eftir henni, og hlypu eins og þær gátu, höfðu þær ekkert við krukkunni, því áður en þær vissu af var hún horfin. Þegar krukkan kom heim til kerlingar, full af méli, fór henni smám saman að renna reiðin. Hún fór strax að hnoða deig . og baka brauð, og um kvöldið ýtti hún ekki krukkunni eins harkalega inn undir rúmið eins og kvöldið áður; hún hélt nú, að verið gæti að hún hefði gert henni órétt. Næsta morgun valtraði krukkan fram undan rúm- inu, ems og áður, og mælti: »Nú fer ég af stað!« »Já, farðu bara, veslingur,« sagði konan. Þann dag fór krukkan rakleiðis til bakarans, sem var nýbúinn að baka ylmandi smákökur. Hann var

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.