Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 12

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 12
við öflugasta hliðarsprotann, þá er að 12 mánuðum liðnum kominn nýr klasi, þroskaður til uppskeru. Á þennan hátt koma máske um 40 bjúgaldinpálmar upp af sömu rót, hver eftir annan. Bjúgaldinin eru tekin rétt áður en þau eru fullþMskuð, og í hinu hlýja, rakasama loftslagi, ríður á að koma þeim sem allra fyrst af stað. Maður sá er vel- ur klasana til uppskeru, verð- ur að vera sér- fræðingur í sinni grein, hann lifir alla sína æfi á ekrunniogþekkir hverja jurt á sinu svæðigrandgæfi- lega. Það er aldrei skoriðuppáfyrir- fram ákveðnum tíma. En þegar loftskeytin flytja þá fregn að eitt af hvítu gufu- skipunum komi næsta sólarhring, kemur heldur en ekki fjör í fólkið, því skipið verður að fá farm af nýuppskornum ávöxtum. Áður en hinir gulgrænu blúgaldinklasar eru fluttir út í skip, eru þeir nákvæmlega skoðaðir, og þeir einir sem dæmast verulega góðir eru látnir fara. Útskípun- in fer fram á annan hátt en hér þekkist. Klasarnir eru lagðir, einn eftir annan, á endalausar breiðar flutn- ingareimar er liggja út í skipin, eru þær knúðar með vélum og halda altaf áfram með jöfnum hraða. Á þennan hátt eru skipin fermd með upp undir 100.000 klasa á fáum tímum, og leggja af stað samstundis og hleðslu er lokið, þangað sem bjúgaldinin eiga áð notast. En í lestarrúmum þeirra skipa sem ferðast í hitabeltinu verður hitinn svo mikill að bjúgaldinin yrðu ekki aðeins fullþroskuð, heldur grotnuðu ni ur löngu áður en þau kæmust á ákvörðunarstaðinn, ef þessi skip hefðu ekki kælivélar, það er því dælt köldu loíti niður í farmrýmin dag og nótt og leitt eftir þeim til þess að halda loftinu jafnsvölu. Þar sem bjúg- aldinum er skip- að upp, taka þroskunarstöðv- arnar við ávöxt- unum, þar eru þeir látnir þrosk- ast til fulls við tilbúið hitabeltis- loftslag, en þá verður að gæta þess að hafa mátulegan hita og sagga. Óðara en þeir eru mátu- lega þroskaðir eru þeir sendír í verzlanirnar til að seljast. Það er ómaksins vert að gera bjúgaldinin svo góð sem unnt er. Það má hafa hugfast að þessi ávöxtur hefir að geyma mikið af auðmeltum, hollum næringarefnum sem þar að auki eru mjög ljúffeng;auk þess er hann »umbúinn« frá náttúrunnar hendi, svo hvorki þarf að óttast orma né gerla. En þó er mest í varið að þessi aldini eru svo rík af bœtiefnum sem eru líkamanum svo nauðsynleg til þess að halda heilsu og kröftum. Eitt bjúgaldini með glasi af mjólk er tuttugu sinn- um auðugra af bæti efnum en máltíð af hafragraut, og þar að auki auðmeltara. Lauslega þýtt. 5EDBRR UIHLLHCE: f"""* RHDERÍD Edgar Wallace er nú talinn mest lesni höfundurinn i Evrópu. Eru bækur hans orðnar svo margar og mikið lesnar að fullyrt er að fjórða hver skáldsaga sem seld er í Englandi, sé eftir hann. Wallace var áður blaðamaður og dvaldi þá um hríð í ný- lendum Breta í Afríku. í þessari bók segir hann frá lífinu í einni af nýlendum þessum. Bókin er því ekki skáldsaga, heldur lýsing á sönnum atburðum skráð í söguformi á blaðamannavísu. Er henni skift í marga kafla, og er hver þeirra bráðskemmtilegur, og fróðleikur mikill í bókinni þar sem lýst er hugsunarhætti, siðum og venjum svertingja. Og þar eru líka frásagnir um töfra þeirra, sem eru flestum hvítum mönnum óskiljanlegir, og um þá hæfiieika þeirra, sem þeir hafa fram yfir hvíta menn, og kallast »sjötta skilningarvitið«. Bókin kostar þrjár krónur og fæst hjá öllum bóksölum. RRFREL SHBHTIHI: ■ RRBBRRl Saga um stríð, ást og ættahatur. Fæst hjá öllum bóksölum. Verð þrjár krónur. RRRFREL SRBRTINI: f ^ 5T1H 5IBRFlK Sórlega skemmtileg og spennandi saga. Fæst i öllum bóka- verzluuum og kostar þrjár krónur.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.