Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 7

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 7
1929 JÓLAH ARPAN 7 Hreinlœti er þarft og notalegt. Fílum, og reyndar fjölda villidýra, pýkir mjög gott að baða sig, vaða þeir þá venjulega nokkuð djúpt, sjúga ranann fullann af vatni, og blása því svo út aftur yfir sjálfa sig, eða hver á annan. Myndin er af tömdum fílum austur á Indlandi. Eru þeir altaf baðaðir og burstaðir einu sinni á dag. lét nú nokkra dropa renna um varir Jóhanns litla Áhrifin voru undraverð. Hann opnaði samstundis aug-- un og leit undrandi í kring um sig. Georg sagði hon- um nú í fám orðum, hvað við hefði borið, og að hann ætti litla dvergnum líf sitt að launa. Jóhann litli þakkaði honum svo innilega og kurteis- lega lífgjöfina, og dvergurinn hlustaði á þá með ánægju. »Þið eruð mjög vel upp aldir drengir,« sagði hann, »eigið þið fleiri systkini?« »Við erum sex,« svöruðu þeir. »Þið eruð þá nógu mörg til þess að halda skemti- leg jól saman,« sagði dvergurinn. »Við getum ekki haldið nein jól,« sagði Georg sorg- bitinn, »því við erum svo fátæk.« Sagði hann svo dvergnum allt af létta um hagi sína. »Þá er víst bezt að ég bjóði ykkur í jólaveizluna okkar,« sagði hann. Komið hingað að rústunum á að- fangadagskvöldið með öll litlu systkinin ykkar, — og flýtið ykkur nú heim, því foreldrar ykkar eru víst farin að undrast um ykkur.« Drengirnir þökkuðu fyrir boðið og ætluðu nú að halda af stað, en gáfu ekki bifað sleðanum. Þá hló dvergurinn. »Setjist bara á sleðann,« sagði hann, »svo skal ég sjá um að koma honum áfram.« Drengirnir hlýddu, og í sama vetfangi gripu hundruð smádverga í sleðann og þutu með hann eins og ör- skot eftir frosnum snjónum. Þegar þeir komu heim að húsinu, hurfu dvergarnir á augabragði. »Hvað hafið þið verið að gera svona lengi, dreng- ir?« sagði faðir þeirra. »Mamma ykkar hefir verið svo hrædd um ykkur, og nú bíður hún með matinn.« En drengirnir gátu ekki borðað fyr en þeir höfðu sagt frá hinu undraverða æfintýri, er þeir höfðu lent í, og heimboði dverganna á aðfangadagskvöldið, en skóarinn hristi bara höfuðið. »Eg vissi vel, að dvergarnir áttu heima í hallar- rústunum,« sagði hann, »en ég hefi aldrei séð þá né heyrt neitt til þeirra. En Georg er sunnudagsbarn, og þau sjá stundum fleira en við hinir.« »Pabbi og mamma, megum við ekki fara?« spurði Jóhann. »Megum við ekki fara í jólaveizluna?« sögðu öll litlu börnin. En pabbi og mamma litu hvort á annað. »Ég held það væri rétt að lofa þeim að fara,« sagði mamma loks. »Það er gott að eiga dvergana að vinum, en illt að eiga þá fyrir óvini.« »Það held ég líka,« sagði maður hennar.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.