Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 17

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 17
1929 JÓLAHARPAN 17 marmara, heldur granit, eða einhverri algengri bergtegund), og öðru skrauti, og byggði klaust- ur úr steini handa bræðrunum« (munkunum). Skömmu síðar eignaðist Hróarskeldukirkja mjög helgan dóm, nfl. höfuðskel Luciusar páfa, seui nú mun geymd í Þjóðminjasafni Dana í Kaup- manúahöfn. Fornsagnaritari Dana, Saxo Grammatikus, get- ur þess, að Sveinn konungur hafi látið myrða marga höfðingja í kirkjunni i Hróarskeldu, vegna þess að þeir hafi skopast með konung. Vilhjálmi biskup tók þetta mjög sárt, ekki síst vegna vin- áttu við konung, en lét þó fyrst á engu bera, þangað til Sveinn konungur kom til messu. — Biskup mætti honum í kirkjudyrum, stjakaði honum til baka, og fyrirbauð honum að ganga ’í það guðshús, sem hann hefði saurgað. Konungur fékk samvizkubit, gekk heim í kon- ungsgarð, kastaði þar konungsskrúða og klædd- ist tötrum. Síðan gekk hann berfættur til kirkju, laut þar í auðmýkt til jarðar, og mælti iðrunar orð. Biskup hætti messu, gekk til móts við hann, faðmaði hann að sér og þerraði tár hans og leiddi hann inn að altarinu, en söfnuðurinn æpti fagnaðaróp. Saga þessi er svo lik munnmælunum um við- ureign Þeódósíusar keisara og Ambrósíusar bisk- ups, að maður freistast til að halda að hún sé stæling, en hún lýsir Vilhjálmi biskupi betur en flest annað, sem um hann er skrifað. Það er eftirmaður Absalons biskups á Hróars- keldúbiskupsstóli, Peder Sunesön, sem byrjaði á byggingu kirkju þeirrar, er nú stendur í Hróars- keldu. Hann dó 1214, — svo kirkjan er orðin æði gömul. En tæpum hundrað árum síðar brann hún að mestu, en múrveggirnir stóðu, svo dómkirkjan heldur sinni upprunalegu mynd i höfuðdráttum. — Á miðöldunum gat fólk ekki hugsað sér annað sælla en vera grafinn í einhverri kirkju, sem mikið helgiorð fór af, og láta þar syngja eða lesa sálu messu yfir sér dauðum. Þetta útheimti í sumum kirkjum fjölda af ölturum, því ekki var hægt að komast yfir að flytja slíkan messu- fjölda frá einu alt- ari, enda urðu ölturu H r ó a r s k eldukirkju 50 að tölu, og loks var farið að reisa bænahús upp með kirkjuveggjunum að utan, og eru þar nú legstaðir Dana- konunga. Dýrgripir oglista- verk kirkjunnar eyðilögðust að mestu 1443, er hún brann í annað sinn,

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.