Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 8

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 8
8 JÓLAHARPAN 1929 Svo kom aðfangadagskvöldið. Það var búið að selja jólatrén i næstu borg, og búið að kaupa i svolitla jólaveizlu handa foreldrun- um fyrir andvirðið, en börnin voru »boðin ú «, svo ek i þurfti að hugsa fyrir þeim það kvöldið. »Boðin út 1« En hvað það var undarlegt! Þegar skyggja tók, tókust þau i hendur og leiddust út að skógarjaðrinum, en pabbi og mamma fylgdu þeim eftir út að girðingunni, en þar hurfu börnin þeim sýnum. »Farðu nú heim, mamma,« sagði Andrés, »ég ætla að t anga að rústunum og lita eftir börnunum.« En rústirnar voru jafn dimmar og þögular sem endranær, og þegar Andrés ætlaði að klifra upp og gægjast inn um gluggaopin, rann hann jafnharðan niður aftur. Svo seltist hann hnugginn undir tré og beið — einhverntíma mundu börnin koma aftur. Von- andi yrðu þau ekki fyrir neinu misjöfnu. En hann þurfti ekkert að óttast. Börnunum leið svo vel og það bar svo margt fyrir þau þetta aðfanga- dagskvöld, að þau gleymdu því aldrei! Undir eins og þau voru orðin ein var sem skóg- urinn umhverfis þau væri orðinn lifandi. Frá hverju tré og snæþöktum runna komu skrautklæddar verur móti þeim, sem réttu þeim hendur og leiddu þau, og áður en þau vissu af voru þau komin í salinn, þar sem jólaveizlan átti að vera. Þau sáu brátt, að þar hefði verið unnið kappsam- lega að undirbúningi hátíðarinnar þenna stutta tíma. Veggir salsins voru þaktir grenisveigum, líkt og á uppskeruhátíð þorpsbúa, nema hér var í stað eðlilegra blóma hér og hvar stungið blómum, búnum til úr geislandi gimsteinum, inn á milli grenigreinanna. í miðjum salnum stóð stórt jólatré, skreytt efst sem neðst með allskonar brauðmyndum, sem dvergarnir höfðu bakað. Meðfram veggjunum stóðu löng borð þakin jólagjöfum handa dvergunum; var þar margt skrítið að sjá. Þar voru föt svo lítil eins og þau væru saumuð á leikbrúður, skór og sokkar, sem varla var hægt að stinga fingri í, og ótal margt fleira jafn ein- kennilegt. Börnin sáu líka þegar dvergakongurinn, það var einmitt sami dvergurinn, sem hafði lífgað Jóhann litla, kom ásamt drotningu og allri hirð sinni, en nú var hann ekki klæddur veiðimannabúningi, heldur gulli og purpura, og litla drotningin hans var að mestu þakin slæðu úr silfurþráðum, eins fínum og köngurlóarvef. »Þetta búum við allt til sjálfir,« hvíslaði einn dverg- urinn ánægjulega. »Við erum duglegir iðnaðarmenn, þvi megið þið trúa.« — Já, þau trúðu því líka. Ge- org horfði á litlu skóna og stígvélin, og óskaði þess, að hann gæti smíðað annað eins. Það var eitthvað annað en sitja við að bæta vatnsstígvél. Og Jóhann litli, sem var fingrafimur og oft hjálpaði móður sinni að sauma í bönd og borða og annað þesskonar, horfði hugfanginn á bin fögru, smáu föt, og óskaði sér, að hann gæti saumað slík »brúðuföt«. Og litlu stúlkurnar skildu ekkert í því, að nokkur maður gæti spunnið slíkan þráð eins og blæjan drotningarinnar var ofin úr. Jú, það var nóg að sjá og skoða, enda h irfðu þau svo lengi á alla þessa dýrð, að þau gleymdu því al- veg, að þau voru orðin svöng, en þegar þau að boði drotningarinnar voru leidd að stóru borði, hlöðnu alls- konar vistum og sælgæti og boðið að borða eins og þau hefðu lyst á, kom það í Ijós, að þau gátu borð- að töluvert. Dvergarnir skellihlógu, því matur sá, er þessi sex börn neyttu, hefði verið nógur til þess að metta s>*x hundruð dverga, en þeim var vel unnt þeirrar máltíðar, um það báru vott hin glaðlegu og vingjarnlegu andlit dverganna umhverfis þau. Svo var. dansað umhverfis jólatréð. Síðan var gjöf- unum útbýtt. Börnin fengu hvert um sig ofursmáa öskju, en jafnframt var þeim stranglega bannað að opna þær fyr en heima. Börnin þökkuðu fyrir gjaf- irnar, þó þau héldi auðvitað að það gæti varla verið mikils verðir hlutir í svo örsmáum öskjum, en þau vissu, að það var ljótt að vera vanþakklátur, hversu smá sem gjöfin væri, er gefin var af góðum vilja. Svo kvöddu þau kong og drotningu, en dvergarnir fylgdu þeim út fyrir rústirnar. Þegar þangað kom var öll dýrðin horfin. Það var kalt, og tunglið lýsti mjög dauflega. Faðir þeirra beið þeirra við yzta tréð skjálf- andi af kulda. »Þú hefir ekki haft skemtilegt aðfangadagskvöld, pabbi,« sagði Georg. »En nú líður mér líka vel, þegar þið eruð komin. Ég var svo hræddur um ykkur.« Svo sögðu börnin írá öllu því, sem þau höfðu séð. Þau skildu ekkert í því, að pabbi þeirra skyldi ekki sjá neitt, en það er nú einu sinni svo, að augu full- orðna fólksins sjá ekki allt, sem börnin sjá. Þegar heim kom voru öskjurnar opnaðar. í öskjunni hans Georgs voru örlítil skósmíðaáhöld, svo afarsmá, að það var næstum hlægilegt, en hinir bræðurnir höfðu fengið hver um sig öskju með saum- nálum, tvinna og ofurlítilli fingurbjörg,, en systurnar fengu örlitla spunarokka. Börnin hlógu að þessum einkennilegu gjöfum, sem ekki væri hægt að nota til neins, en foreldrarnir hlógu ekki. Þau vissu, að dvergar meina alltaf eitthvað sérstakt með gjöfum sínum, enda kom það í íjós síðarmeir. Þeir, sem nú koma til þorpsins, sjá það fljótt, að Andrés skóari og kona hans búa í stóru og skraut- legu húsi. Af börnunum eru nú aðeins dæturnar og yngsti sonurinn heima, hinir synirnir eru fluttir til borgarinnar og hafa komið þar á fót skósmíða- og klæðskera-vinnustofum. Engir sauma föt né smíða skó eins vel og þeir, enda geta þeir ekki afkastað allri þeirri vinnu, sem að þeim streymir.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.