Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 4

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 4
4 JÓLAHARPAN 1929 Péturskirkjan í Rómaborg. Þar sem Péturskirkjári í Róm, hið voldugasta og veglegasta guðshús kristninnar stendur nú, stóð á keisaratimunum hringleikhús það, sem kennt var við Neró keisara, þar sem kristnum mönnum var kasfað fyrir óarga dýr, hópum saman, á ofsóknartímúnum. — Þetta leikhús lét Konstantínus hinn mikli rífa til grunna og reisti þar síðan að ósk Silvesters páfa hina fyrstu Urban páfi hinn áttundi vígði hana loks 18. nóvem- ber 1626. Þetta mikla og skrautlega guðshús er 187 metrar á lengd, að innanmáli, en hæð hvolfþaksins er 123 m., og hún rúmar um 50 þús. manns. Þar getur að lita allskonar skraut og listaverk, enda hafa fjöldámargir heimsfrægir listamenn unnið að því að skreyta hana, Péturskirkju yfir gröf Péturs postula, er talið var að vær.i þar undir. í þessari kirkju var Karl mikli, árið 800, krýndur hinni rómversku keisarakórónu af Leó páfa hinum þriðja, enda voru ýmsir fleiri keisarar miðald- anna krýndir þar. Þegar Júlíus páfi annar tók við páfastóli, lét hann þegar byrja á endurbygging kirkjunnar, sem þá var hrörleg orðin; var svo hyrningarsteinn hinnar nýju voldugu kirkju lagður 18. apríl 1506. Byggingu kirkj- unnar fól hann i byrjun frægum byggingameistara, Bramante að nafni, og að honum látnum, Raffael, Sangallo, Peruzzi, en verkíð gekk fremur hægt. En árin 1546—64 sá Michael Angelo um verkið, og er hið mikla hvolfþak hennar hans verk. En smíði kirkj- unnar var ekki lokið fyrr en löngu eftir dauða hans. \ allt frá Raffael og Michael Angelo til Canova og Al- berts Thorvaldsen. Háaltari Péturskirkjunnar er 32 metrar á uæð, og himininn yfir því hvílir á fjórum súlum úr Ónyx- steini. Þaðan flytur páfinn sjálfur messu á helztu há- tíðum kirkjuársins, en undir háaltarinu er grafhvelf- ing, sem helgisagnirnar telja gröf Péturs postula. í þeirri hvelfingu eru geymdar allar helgustu minjar kirkjunnar. Fram undan kirkjunni er sporbaugslagaður völlur, 273X240 metrar að stærð, en til beggja hliða eru súlnagöng með 284 dóriskum súlum og 162 myndum helgra manna. Súlnagöng þessi voru byggð 1667, og hét sá Bernini, er fyrir þvi stóð, frægur listamaður. Framhald á bls. 9.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.