Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 13

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 13
1929 JÓLAHARPAN 13 Vinátta meðal óskyldra dýra. Flestir þekkja hvers vænta má, þegar hundar og kettir hittast! Það er orðið að orðtaki þegar um ósam- lyndi er að ræða, að fólk rífist eins og hundar og kettir! En þessu er ekki ætíð þannig varið með þessi dýr, þótt venjan sé að kött- urinn setji upp kryppuna, skirpi og hvæsi er hann sér hund, og hundurinn ráðist á hann með g ipandi kjapti, urrandi og gjamm- andi, sem ber þó sjaldan sigur úr býtum þó stærri sé, því kisa er liðug og hefir beittar klær sem hún kann vel að beita. En þó eru þessar dýra- tegundir ekki svarnir fénd- ur frá upphafi, því þar sem hundar og kettir lifa villtir, láta þeir oftast hver annan í friði, þá virðist þeim jörðin nógu stór fyrir þau bæði, enda eru bæði kjöt- ætur og kjötætur éta ekki hver aðra nema í neyð. Óvinátta þessara dýra virðist því vera nokkurskonar nágrannakritur, sem þróast hefir hjá þeim í þjónustu mannanna, sem að líkindum er að meira eða minna leytí sprottinn af lífskjörum þeirra. Hundurinn hefir orðið fylginautur og félagi mannsins löngu á undan kettinum og oftast í meira uppáhaldi, þótt kötturinn væri manninum jafn ómissandi til þess að verja eignir hans fyrir rottum og músum. Kötturinn hefir því ekki ætíð átt sem bestri aðbúð að fagna, en hann á ekki til þá þrælslund, að flaðra að fótum þess sem spark- ar í hann eða lemur. Hundurinn fann aftur á móti að hann mátti sín meira, vegna þess dálætis sem mennirnir höfðu á honum, enda á hann að lundarfari hægara með að sætta sig við slæma meðferð. Þar að auki hafa matarhagsmunir efalaust átt sinn þátt i þessu erfðastriði, fæðið oft verið af skornum skamti En umgengnin við menn- ina hefir líka oft leitt til verulegrar vináttu milliþess- ara dýra, en ég er ekki í neinum efa um að þar ræð- ur miklu um, sú aðbúð er þau eiga frámannsins hendi. Eg hefi t. d. séð kisu hringa sig utan um lítinn hvolp, þegar mamman var fjarver- andi, og tíkin virtist hin ánægðasta þegar hún kom að, en slíkt er auðvitað sjaldgæft. Frá dýragörðum þekkjast margar sögur um órjúfan- lega vináttu meðal al- óskyldra dýra, jafnvel fugla og spendýra, og eru með- fylgjandi myndir ofurlitið sýnishorn af slíkri vináttu. Myndimar eru hingað og þangað að. Ein þeirra: Tranan og hundurinn, er úr dýragarði í París. Hundurinn er frá Dalmatíu, og virðist taka lífinu með ró, en á hverj- um degi þegar klukkan slær þrjú, kemur tranan og vekur hann, með því að bíta í eyrað á honum, því þá er dýrunum gefið fóður. Ein myndin er trá Rostock hún er af ketti sem tók að sér tvo íkornaunga, og annaðist þá sem móðir væri. Þá virðist samkomulagið bærilegt þar sem seppi, kisa og bréfdúfan sitja saman, að minsta kosti eru þau ánægjuleg á svip, sama er að segja um fílana og félaga þeirra þótt smáir séu. og óskyldir, þar er ekki ótta eða úlfúð að sjá, jafn-

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.