Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Flutningabíll útaf DALIR: Á vegum á Vesturlandi var víða snjóþekja og hálka síð- astliðinn miðvikudagsmorgun, líkt og oft áður í vetur. Verst var þó staðan í morgunsárið á Bröttubrekku þar sem flutninga- bíll fór útaf og tafði að hægt væri að opna fyrir umferð yfir heið- ina. –þá Leiðrétt föðurnafn AKRANES: Í frétt Skessuhorns í síðustu viku var sagt frá sigri ungs Skagamanns á Reykjavík Inter- national Games í keilu. Föðurnafn hans misritaðist, en ungi meistar- inn heitir Skúli Freyr Sigurðsson. Beðist er velvirðingar á þessu. -mm Grillhúsið opnar í Borgarnesi BORGARNES: Um næstu mán- aðamót verður veitingastaðurinn Grillhúsið opnaður við Brúartorg 6 í Borgarnesi, þar sem Stöðin er nú til húsa. Eva Karen Þórðar- dóttir verður rekstrarstjóri Grill- hússins í Borgarnesi. Að sögn Evu Karenar verður þarna flottur veit- ingastaður sem mun bjóða upp á fjölbreyttan matseðil, allt frá létt- um réttum eða hamborgurum og upp í stórsteikur. Hún segir að gaman verði að hafa veitingastað aftur á þessu svæði, þar sem fólk getur stoppað á ferð sinni og gætt sér á góðum mat. Stöðin verður rekin áfram út febrúarmánuð en 1. mars næstkomandi tekur Grill- húsið við. Bensínsjálfsalar Skelj- ungs verða áfram opnir á planinu fyrir framan. –grþ Erindi um fækkun barna á Vesturlandi BORGARNES: Fyrirlestur um fækkun barna á Vesturlandi verður í Hugheimum við Bjarn- arbraut í Borgarnesi á morgun fimmtudag kl. 10. Á 16 árum hefur börnum fækkað um 42% til sveita á Vesturlandi, á með- an fullorðnum fækkaði aðeins um 6,6%. Einnig var álíka mik- il fækkun barna í þéttbýli. Vífill Karlsson hagfræðingur hjá Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi mun fjalla um þetta og annað því tengt í stuttu erindi í Hugheim- um. Þar mun hann meðal annars varpa fram spurningunum hvers vegna þetta hefur gerst og hvað sé til ráða! Erindið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Kaffi og kleinur verða í boði SSV. Erind- ið verður haldið í miðrýminu í Hugheimum við Bjarnarbraut 8. –grþ Vert er að minna fólk á að hreinsa vel hrím og klaka af rúðum bifreiða sinna. Lögregla hefur verið að sekta öku- menn að undanförnu fyrir að sinna ekki þessum sjálfsagða og lífsnauð- synlega öryggisþætti. Umhleypingar eru í veðurkortunum næstu dagana. Spáð er sunnan- og vestlægum vindáttum, yfirleitt stinn- ingskalda með hitastigi í kringum núll- ið eða þar fyrir ofan og að úrkoman falli sem rigning eða slyddu- og hríð- arél. Útlit er fyrir að þessar umhleyp- ingar haldist að minnsta kosti fram í miðja næstu viku. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns. „Hvernig líst þér á kröfugerð aðildarfélaga ASÍ?“ „Algjörlega nauð- synleg“ sögðu 56,42%, „farið fram á of mikið“ var svar 24,66%, „of hófstillt“ sögðu 8,78% og „þekki hana ekki“ sögðu 10,14%. Í næstu viku er spurt: Ætlarðu að fylgjast með Sjónvarpi Skessuhorns? Borgfirðingurinn Óli H Þórðarson fyrr- verandi framkvæmdastjóri Umferð- arráðs er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Hann hefur launalaust tekið saman stórfróðlega skýrslu um banaslys í umferðinni frá upphafi bíla- aldar á Íslandi. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Samkvæmt nýlegum dómi Héraðs- dóms Vesturlands er Þörungaverk- smiðjunni á Reykhólum gert að greiða skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi rúmar 30 milljón- ir króna að viðbættum dráttarvöxt- um frá því um mitt ár 2011. Þá er Þörungaverksmiðjunni einnig gert að greiða 18 milljónir króna í máls- kostnað. Þörungaverksmiðjan rifti verksamningi haustið 2010 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að riftunin hafi verið ólögleg. Málareksturinn er tilkominn vegna samninga sem gerðir voru um endur- smíði á Fossá ÞH 362 sem breyta átti úr kúfiskveiðiskipi í þangflutninga- skip hjá Þ&E. Fljótlega komu upp meiningar um leynda galla í skip- inu og ófullkomna útboðs- og verk- lýsingu. Tafir urðu á verkinu af þess- um sökum, forsvarsmenn Þ&E vildu meina að verkkaupinn stæði ekki við samninga um greiðslur og verkkaup- inn um að tímaáætlanir á verkinu stæðust ekki. Á vor- mánuðum og um sumarið 2010 voru haldnir fundir með fyrirsvarsmönn- um aðila þar sem fjallað var um fyrir- huguð verklok, auk þess sem reynt var að leysa ágreining aðila um uppgjör þeirra á milli, m.a. vegna aukaverka. Ekki tókst að leysa úr deiluefnum og endirinn var, eftir mikið þóf, að Þör- ungaverksmiðjan rifti verksamningi og færði skipið úr skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts til Slippstöðvar- innar á Akureyri þar sem endursmíði skipsins lauk á fyrri hluta árs 2011. Umrætt skip sem breytt var í þang- skip heitir í dag Grettir. Fram kemur í málsskjölum að umtalsverð fjárhæð hafi tapast með því að skipið var flutt í aðra skipasmíðastöð. Kröfur Þ&E í málinu voru upp á rúmar 88 milljón- ir fyrir utan dráttarvexti en Þörunga- verksmiðjunnar tæplega 136 millj- ónir fyrir utan dráttarvexti. Í upp- hafi höfðaði Þ&E tvö mál á hendur Þörungaverksmiðjunni og Þörunga- verksmiðjan eitt mál á hendurÞ&E. Í þinghaldi 16. apríl 2012 voru mál- in sameinuð í eitt mál og það síðan flutt og dómtekið 13. desember síð- astliðinn. Gera má ráð fyrir að for- svarsmenn Þörungaverksmiðjunnar áfrýi dómnum. þá Egill Ólafsson blaðamaður og sagn- fræðingur varð bráðkvaddur mið- vikudaginn 28. janúar síðastliðinn, 52 ára að aldri. Egill fæddist 16. nóvember 1962, sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Ólafs Egilssonar frá Hundastapa. Hann ólst upp í Borgarnesi og vestur á Mýrum. Hann gekk í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og lauk BA- prófi í sagnfræði frá HÍ árið 1989. Að námi loknu hóf Egill feril sinn sem sem blaðamaður, fyrstu árin á Tímanum en frá 1993 á Morgun- blaðinu. Hann var um tíma frétta- stjóri Morgunblaðsins en sneri sér aftur að almennri blaðamennsku að eigin ósk þar sem honum líkaði sú vinna betur. Í ársbyrjun 2014 tók Egill sér tveggja ára leyfi frá blaða- mennskunni til að skrifa sögu Borg- arness. Var hann vel á veg kominn með það verk þegar hann féll frá. Á námsárum sínum var Egill for- maður nemendafélags FB, formað- ur félags sagnfræðinema við HÍ, sat í stjórn Sagnfræðingafélags Ís- lands um tíma og sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands. Egill var kvæntur Unni Lárus- dóttur, upplýsingafræðingi hjá inn- anríkisráðuneytinu, og eignuðust þau tvö börn; Ólaf Lárus sem starf- ar í veitingarekstri og sinnir mynd- list og Urði menntaskólanema. Egill Ólafsson var afkastamik- ill og vandvirkur. Fyrrum sam- starfsmenn hans á Morgunblaðinu lýsa honum sem skörpum og öfl- ugum blaðamanni. Oft kom það í ljós hversu mikilvægt það er fyrir landsbyggðina að eiga öflugan liðs- mann á fjölmiðli eins og Morgun- blaðinu. Var Egill einkar vel liðinn hvort heldur við störf sín á Morg- unblaðinu eða í Borgarnesi þar sem hann vann síðasta árið við sögurit- un með aðstöðu í Safnahúsinu við Bjarnarbraut. Tók hann fjölda við- tala við bæjarbúa, safnaði heimild- um og kynnti sögu bæjarins með ýmsum hætti á meðan hann vann að verkinu. Skessuhorn sendir fjölskyldu, vinum og samferðarmönnum Eg- ils Ólafssonar innilegar samúðar- kveðjur. mm And lát: Egill Ólafsson Egill Ólafsson sagnfræðingur vann síðasta árið að ritun Sögu Borgarness. Ljósm. gj. Umferðarmet í göngin frá 2008 stendur óhaggað Riftun verksamnings dæmd ólögmæt Umferð um Hvalfjarðargöng á síðasta ári jókst um 3% frá fyrra ári og var að jafnaði 5.360 öku- tækjum ekið þar um á sólarhring. Mesta umferðin frá upphafi var 2008 eða um 5.500 ökutæki á sólar- hring að jafnaði og stendur það met því enn óhaggað. Alls fóru liðlega tvær milljónir ökutækja um göng- in á metárinu 2008 og það er eina árið þar sem tveggja milljóna múr- inn hefur verið rofinn. Næstmesta umferðin var 2009 um 1.970.000 bílar, þar á eftir kemur 2010 um 1.953.000 og fjórða mesta umferðin var svo á nýliðnu ári um 1.944.000 bílar. Á vef Spalar segir að hafa beri í huga að í október síðastliðnum voru Hvalfjarðargöng lokuð vegna malbikunar heila helgi, frá föstu- dagskvöldi til mánudagsmorguns, í fyrsta skipti frá því þau voru opnuð sumarið 1998. Ætla má að umferð- in 2014 hefði annars orðið sú þriðja mesta frá upphafi. Vegagerðin segir aðra sögu af hringveginum. Þar mældist meiri umferð 2014 en frá upphafi mæl- inga og jókst um nær 6% frá fyrra ári. Þá jókst umferðin á hringveg- inum í desember 2014 um ríflega 6%, miðað við sama mánuð 2013. Í Hvalfjarðargöngum dróst hins veg- ar umferðin í desember saman um 1,6% frá sama mánuði 2013. Lang- mest umferð var á hringveginum á föstudögum og þar á eftir komu sunnudagar. Fólk er minnst á ferð- inni á þriðjudögum. Á höfuðborg- arsvæðinu var mest umferð á föstu- dögum en langminnst á sunnudög- um. þá Þangflutningaskipið Grettir sem varð tilefni deilna málsaðila.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.