Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Þú eina og sanna lífs míns lýsispilla - mikil lifandis ósköp þarftu dýra skó! Vísnahorn Veðurfar hefur stundum verið með þeim hætti að undanförnu að upp hefur rifjast fyrir mér vísa sem Sigfús Jónsson orti í skítaveðri að nýafloknum áramótum fyrir mörgum árum: Kneifa hlýðinn kaffilút, kátur bíð í vari. Ég er síður settur út í svona tíðarfari. Trúmál og stjórnmál verða löngum deilu- efni meðal manna og þjóða þó oftast séu þau reyndar notuð sem yfirskin. Mikilvægast er að halda sig í þeirri stöðu að ergja hvorki trúar- né stjórnmálaleiðtoga hvað sem á dynur. Sú merka kisa fröken Jósefína Dietrich fékk á dögunum eftirfarandi vísu senda frá Bjarka Karlssyni: -fína, kisan, fröken Jóse- falli í geð Kristi, Jeremías, Móse og Múhameð. Fröken Jósefína gladdist að sjálfsögðu í hjarta sínu og taldi bæði ljúft og skylt að svara kveðjunni: „Þigg ég fegin sónarsopann“ satt og reginkunnugt tel - enda segin sag’um dropann - Bjarki gladdist ei síður og svaraði með svo- kallaðri fimmskeytlu en það afbrigði fann Davíð Þór Jónsson upp á menntaskólaárum sínum og er með þeim hætti að fimmta lín- an er aðeins einn stafur og tekur engan þátt í stuðlasetningu: Ég skal gefa kisu í krús - þó kvöl ég hljóti og miska - Royal Canin, rjómalús rauðsprettu og Whiska - s. Þetta varð til þess að rifjaðist upp fyrir fröken Jósefínu ljóð sem hún kvað við andlát Ósama bin Laden heitins sáluga: Dyndilmenni dásama að dauður er hann Ósama en mér stendur á sama og ætla að fá mér dósama - t. Ingi Steinar Gunnlaugsson fann upp svo- kallaðan 6u bragarhátt sem er skilgreindur sem sex ljóðlínur, fimm bragliðir hver og sjö- unda línan undantekningarlaust eitt u. Hann yrkist svona í meðförum Björns Ingólfssonar: Sól úr austri á þessum þriðjudegi þrotlaust heitum geislum sínum eys. Jakob bóndi handa kúnni heyi hefur lokið við að troða í meis. Það er annars þokkalegur peyi þrekvaxinn með rauðan skúf í peys - u. Á Siglufirði hér í ,,dentíð“ þegar vegur staðarins var hvað mestur varð maður nokk- ur fyrir því óláni að barna konu sína algjör- lega óforvarendis og í fullkomnu óaðgæslu- leysi. Blessað barnið var síðar kallað ,,ólán- ið“ meðal bæjarbúa en það er nú önnur saga og ekki til umræðu hér. En sem sagt meðan blessað barnið var enn í sinnar móður kviði kom verðandi faðir til atvinnurekanda síns og óskaði eftir kauphækkun því augljóslega var nokkur kostnaðaraukning í vændum. Þá kvað Steingrímur Eyfjörð læknir: Ólán henti mætan mann matarstritið harðnaði af því að sína óvart hann eiginkonu barnaði. Þegar Skagafjörður var sameinaður að mestu stóð Akrahreppur einn eftir og gengur gjarnan undir nafninu ,,Fríríkið“ manna á meðal norð- ur þar. Í Skagafirði er einnig Kaupfélag Skag- firðinga og er eitt voldugasta kaupfélag lands- ins og fæst þar nánast hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Þegar einhver sló því fram að kaup- félagið færi að selja einhverjar bláar pillur orti Árni Bjarnason á Uppsölum: Þó kaupfélag okkar keppi um hverskyns tískudillur, við í Viakrahreppi -við þurfum engar pillur. Hvað sem líður öllu pilluáti orti Böðvar Guðlaugsson til sinnar heittelskuðu: Þú sem varst bæði trukkur minn og trilla á tröllavegi í lífsins ólgusjó. Minn dalakofi, kostajörð og villa mín kærleiksbrunasmyrsl, mín refsikló. Þú eina og sanna lífs míns lýsispilla, mikil lifandis ósköp þarftu dýra skó. Í gegnum árin hef ég gjarnan skrifað niður eitt og annað sem á mínar fjörur hefur rekið og eins og gengur ein bók tekið við af annarri. Stundum tek ég mig svo til og fletti eitthvað í þessum gömlu skræðum og iðulega finn ég þar eitthvað sem ég var búinn að steingleyma. Til dæmis þessa vísu sem engin tildrög hafa verið skrifuð við en merkt Lárusi Þórðarsyni: Engin betri þrautaráð ég þekki, þessi hreppsnefnd kann að bralla fleira. Hún notar semsagt ekki orðið ekki svo ekki verði ekki drukkið meira. Leiða má líkur að því að þar sem viðkom- andi hreppsnefnd réði ríkjum hafi menn getað skvett eitthvað í sig án afskipta einhverra til- tekinna rexinefnda. Það er reyndar mjög mis- jafnt hvernig vín fer í menn og um einhvern ágætan einstakling kvað Refur bóndi: Hvorki fjár né framalaus fáum gagn þó veiti. Maðurinn er með hænuhaus en hani að öðru leyti. Þessi blessaður auður okkar hefur einhverra hluta vegna dreifst svolítið misjafnt yfir þjóð- ina og kannske von að einstaklingarnir séu svona misánægðir með þá skiptingu. Löngu fyrir hrun orti Sveinn í Hvammi og má svo- sem spyrja sig hvorrt hann hafi ekki bara haft rétt fyrir sér: Auðstétt brýtur ofan frá allt að neðsta grunni. Þessi verður endir á einkavæðingunni. Þó við höfum öll dálítið mismunandi skoð- anir á hlutunum, bæði pólitíkinni og öðru, er svosem ekki öruggt að lífið yrði endilega betra þó allir væru í sama stjórnmálaflokkn- um. Einn ágætur vinur minn sem nú er fall- inn, var svolítið vinstramegin í pólitíkinni og orti: Almenningur yrði glaður, ævikjörin fáum hörð, væri enginn íhaldsmaður eða krati til á jörð. Björn heitinn Þórleifssson var einn morg- un fyrir margt löngu að lesa blaðið sitt eins og menn gera gjarnan að morgninum og rak þá augun í frétt af sjúkrahússbyggingu. Fyrir- sögnin varð honum síðan tilefni til að halda vísunni áfram og árangurinn varð eftirfar- andi: Byggingin er fjögurþúsund fermetrar í heild og fé í hana ríkið þurfti að moka. Þá vaknar þessi spurning hvort verði þarna deild sem vegna niðurskurðar þarf að loka. Með kærri þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hvetja fólk til að taka þátt í heimsóknavinaverkefni Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins er eitt stærsta og útbreidd- asta verkefni félagsins. Alls starfa rúmlega 550 sjálfboðaliðar um allt land við þjónustuna en hún er meðal annars í boði hjá Rauða kross deild Akraness. Að sögn Shyamali Ghosh, verkefnisstjóra sjálfboðaliða, er þetta stórt verkefni enda um fjölbreytt starf að ræða þar sem það er sérsnið- ið að þörfum og óskum þeirra ein- staklinga sem heimsóttir eru. „Gest- gjafar geta bæði verið einstakling- ar eða hópar. Hlutverk heimsókna- vinar er fyrst og fremst að veita fé- lagsskap og nærveru. Þetta eru eng- in þrif eða neitt slíkt, bara að spjalla saman, prjóna, spila, fara í göngutúr eða á kaffihús svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. Gerða Bjarnadóttir skrif- stofustjóri bætir því við að einnig sé boðið upp á að fara í ökuferð og hægt að fá hund í heimsókn. „Öku- vinir eru til dæmis mjög vinsælir í Vestmannaeyjum. Þar sækja gaml- ir sjómenn meðal annars í að fara í bíltúr á bryggjuna. Rauði krossinn borgar svo útlagðan kostnað við bíl- túrinn,“ segir Gerða. Bíða spenntir eftir heimsókn Fyrirkomulag heimsóknarinnar er eftir samkomulagi. Oftast eru heim- sóknirnar einu sinni í viku eða hálfs- mánaðarlega. „Það eru nokkrar reglur sem við fylgjum en þetta er í raun svolítið opið. Það er talað um klukkustund einu sinni í viku en það er bara viðmið. Þetta er mun sveigj- anlegra og er bara eftir samkomu- lagi milli gestgjafa og heimsóknar- vinar,“ segir Gerða. „Þó er mikil- vægt að standa við það að mæta ef maður hefur lofað sér. Sumir gest- gjafarnir bíða spenntir eftir þessari heimsókn. En eins þurfa gestgjaf- ar að passa sig að vera heima á um- sömdum tíma,“ bætir Shyamali við. Þær benda á að þeir sem hafi áhuga á að gerast heimsóknavinir þurfi bara að hafa samband. Þeir þurfa svo í framhaldinu að fara á fjögurra tíma námskeið og skila inn sakavottorði. „Þeir sem vilja gerast gestgjafar og fá vin í heimsókn mega líka endilega hafa samband. Þetta hentar fyrir alla sem eru einmana eða vilja kynnast fleira fólki, líka fyrir ungt fólk.“ Þær stöllur segja að með tilkomu samfélagsmiðla sé fólk farið að loka sig meira af og sumir eru að ein- angrast. „Á höfuðborgarsvæðinu virðist fólk ekki eiga eins erfitt með að biðja um að fá heimsókn enda eru gestgjafar þar á öllum aldri,“ segir Gerða. Eftir að haft er samband við Rauða krossinn er tekið viðtal við gestgjafann. Það er gert til að finna út hvers konar vin viðkomandi vant- ar. Shyamali fer með í fyrstu heim- sóknina og fylgir svo vináttunni eftir, til að tryggja að allt gangi vel. „Fólki verður auðvitað að semja vel svo það sé grundvöllur fyrir vináttu,“ segir hún og brosir. Gerða bætir því við að stefnan sé sú að gefinn verði út bæklingur þar sem heimsóknavina- verkefnið verður kynnt. Sá bækling- ur verður borinn í öll hús á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Íslendingar of stoltir Í dag eru sjö virkir heimsóknavin- ir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Þeir eru af báðum kynjum og á breiðu aldursbili. En gestgjafarn- ir eru heldur færri. „Heimilisfólkið á Höfða fær hundaheimsókn tvisv- ar í mánuði og það er líka ein sem les fyrir fólkið. En fyrir utan það er ekki nema einn gestgjafi á þessu svæði,“ segir Shyamali. Hún bæt- ir því við að sjálfboðaliðarnir séu meira en viljugir til að gera meira en eftirspurnin virðist ekki vera mikil. „Það vantar hjálp frá bæjar- félaginu við að kynna betur starf- semina. Við vitum ekki hvar þörf- in liggur en heyrum þó af fólki sem er einmana. Við getum ekki bankað upp á, það þarf að óska eftir því. Það er erfitt að ná til fólks. Íslendingar eru of stoltir til að biðja um hjálp. Þeir átta sig kannski ekki á að þetta er ekki hjálp, heldur vinátta,“ segir hún. Þær segja gestgjafana oftar en ekki vera eldri borgara en þjónust- an er í boði fyrir hvaða aldur sem er. „Aðstandendur gætu líka beðið um heimsókn til einhverra sem eru mikið einir,“ segir Gerða. Leita í önnur verkefni Verkefnið er ekki nýtt af nálinni. Á Akranesi hófst það fyrir tæpum fjörutíu árum sem svokallaðir sjúkra- vinir. Sjúkravinir voru að auki með verslun á Dvalarheimilinu Höfða. „Þetta voru öflugir hópar en þetta er orðið fullorðið fólk í dag. Einnig var spiluð félagsvist hér uppi á Höfða. Ég lærði mikið af þeim sem sinntu þessu starfi,“ segir Shyamali. Hún er upprunalega frá Indlandi en hef- ur búið á Íslandi frá 1998. Hún er lífefnafræðingur að mennt og starf- aði hjá Íslenskri erfðagreiningu áður en hún hóf störf sem verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér mikið að taka þátt í starfi Rauða krossins. Ég hef lært mik- ið um samfélagið hérna og lærði ís- lensku í gegnum þetta starf. Ég vissi ekkert hvernig samfélagið hér virk- aði fyrr en ég hóf störf hjá Rauða krossinum.“ Hún segir heimsókna- vini þekkja verkefni Rauða krossins vel og algengt sé að þeir leiti í önn- ur verkefni innan samtakanna þegar heimsóknunum fækkar. „Þeir verða Rauða kross fólk í hjartanu og vilja gera meira.“ Auk heimsóknavinanna er með- al annars starfandi prjónahópur hjá deildinni og einnig voru tveir skemmtilegir hópar sem til stend- ur að setja saman aftur. „Við vor- um með skvísuhóp fyrir ungt fólk, þar sem fólk hittist einn laugardag í mánuði og fékk sér hádegisverð saman. Þar var margt skemmtilegt gert; dansað, talað saman og ým- islegt fleira. Einnig stefnum við á að endurreisa matarklúbb sem var starfandi um 2010. Þar hittust 20-30 manns einu sinni í mánuði og eld- uðu rétti víðsvegar að úr heimin- um til að kynnast menningu annarra landa. Þetta voru stórveislur.“ grþ Shyamali og Gerða segja mikilvægt að fólk þori að bera sig eftir vináttunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.