Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Laxarnir skoruðu mest BORGARFJ: Borgfirskir briddsunnendur og nærsveit- ungar hittust að vanda í Loga- landi á mánudagskvöldið. Tilefnið var jú ærið, sveita- keppni félagsins skildi fram- haldið. Keppnin var geysihörð og jafnaðist staðan mikið, ef frá er talin sveit aðalmanna- tengslafulltrúa félagsins. Egill í Örnólfsdal var greinilega bú- inn að koma þeim skilaboðum til sinna manna að hann hefði titil að verja og hann yrði ekki varinn með einhverju hálfkáki. Fór hans sveit, Laxarnir, enda mikinn og skoraði 67 stig. Sveitina skipa auk Egils þeir Sindri bændahöfðingi, Sig- urður fiskifræðingur og Stef- án Kalmenningur. Flemm- ing og Sveinn fóru í æfinga- ferð í vikunni til borgar óttans og höfðu greinilega skerpt á ýmsum hlutum. Sveit þeirra, Stjórarnir, öngluðu saman 62 stigum og komu aðrir í mark, en sveitina skipa Flemming, eitt sinn skólastjóri, Sveinn, einnig fyrrum skólastjóri, Karvel RML stjóri og Magn- ús Heiðar bridgesveitarstjóri. Þriðja hæsta skor kvöldsins áttu svo Unglingarnir, 49 urðu þeirra stig en sveitina skipa Magnús B á Hvanneyri, Eyj- ólfur á Skálpastöðum, Logi í Steinahlíð og Heiðar í Múla- koti. Í heildarkepppninni er það Dóra og brýnin sem leiða með 107 stigum, fast á hæla þeirra eru Telpurnar með 106 stig og svo Skallapoppararnir með 103 stig. –ij Fornbílafélagið vill kaupa húsnæði BORGARNES: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag var greint frá fundi með forsvarsmönnum Fornbílafélags Borgarfjarðar um kaup félagsins á húsnæði í Brákarey. Byggðarráð tók já- kvætt í erindið og var sveitar- stjóra ásamt umsjónarmanni fasteigna falið að taka saman minnisblað um ástand hús- næðisins og kosti þess að selja það til Fornbílafélagsins. Sam- kvæmt tillögum vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borg- arbyggðar frá 2013 er lagt til að umrætt húsnæði verði not- að undir safna- og tómstunda- starf. –þá Betur árar í fyr- irtækjaheimi LANDIÐ: Nýskráðum einka- hlutafélögum á árinu 2014 fjölgaði um 6% samanborið við fyrra ár. Alls voru 2.050 ný félög skráð á árinu. Mest fjölg- aði í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starf- semi, eða sem nemur 33%. Gjaldþrotum einkahlutafélaga á sama tíma fækkaði um 14% frá árinu 2013. Alls voru 795 fyrirtæki tekin til gjaldþrota- skipta á árinu, samanborið við 920 árið áður. Gjaldþrot- um í flokknum Fasteignavið- skipti hefur fækkað mest, eða um 36%. -mm „Við fengum þetta austan til í Skagagrunninu á svona 70 til 80 faðma botndýpi. Við vorum svona 30 mílur norðan af Skaga. Það var dálítið að sjá þarna af loðnu í gær. Góðar torfur fannst mér, meira en maður hafði séð. Loðnutorfurnar virðast annað hvort á vestur- eða austurleið. Það er erfitt að fylgjast með þessu, maður veit ekki alveg hvert þetta fer. Ekki nokkur leið að átta sig á því. Önnur skip voru austar en við, svo sem Faxi og Ing- unn. Ég held þeir hafi verið ein- hvers staðar austur af Dalatang- anum,“ sagði Arnþór Hjörleifsson skipstjóri á Lundey NS 14 í sam- tali við Skessuhorn í gær. Hann var þá nýkominn til hafnar á Akranesi með skip sitt vel hlaðið um 1500 tonnum af vænni loðnu. Þar með hófst loðnuvertíðin á Vesturlandi þennan veturinn. Væn loðna Arnþór var ánægður með aflann. „Þetta er fínasta loðna þótt hún sé heldur smærri en sú sem við feng- um í flottrollið austar með landinu. Þennan farm tókum við í nótina í einum þremur köstum.“ Loðnuskipin stunda nú veiðar norður- og austur af landinu. Það tók áhöfn Lundeyjar alls 18 tíma að sigla með farminn til Akraness. „Það kom upp bilun í veiðibún- aði hjá okkur. Þess vegna sigldum við hingað suður. Það þarf að fá varahluti í þetta. Annars hafa HB Granda skipin landað loðnuförm- unum austur á Vopnafirði, bæði í bræðslu og til frystingar til mann- eldis. Þessi farmur okkar nú er sá fimmti frá því við hófum veið- ar eftir áramótin,“ sagði Arnþór Hjörleifsson skipstjóri. Há verð á mjöli og lýsi Almar Guðmundsson rekstrar- stjóri fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi var hýr á brá þar sem hann fylgdist með löndun úr Lundey. „Verðið hefur farið hækk- andi á fiskimjöli og lýsi. Markaðir hafa verið að stíga. Verðið er tölu- vert hærra en það var í fyrra þó það sé kannski ekki komin í methæðir. En þetta lofar nokkuð góðu.“ Ekki er ljóst hve miklu af loðnu verður landað á Akranesi í ár. Þó má vænta þess að eitthvað verði um það þegar líður á vertíðina. Mik- ill kvóti er enn óveiddur og ekki margar vikur til stefnu nú þegar komið er fram í febrúar. Þó hefur verið talað um að slæmt efnahags- ástand í Rússlandi og ófriður í Úk- raínu setji strik í reikninginn fyr- ir sölu á frystri loðnu. Bæði þessi lönd hafa verið mikilvægir mark- aðir fyrir hana til þessa. „Opnast ekki annar markaður bara þegar einn lokar? Rússland og Úkraína hafa verið okkar stærstu markað- ir til þessa en vonandi er eitthvað í pípunum með aðra markaði,“ sagði Almar. mþh/ Ljósm. Friðþjófur Helgason Lundey skilaði fyrstu loðnu vertíðarinnar á Akranes Landfestum kastað upp á bryggjuna og Lundey bundin til löndunar.Almar Guðmundsson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Arnþór skipstjóri sinnir pappírsvinnunni sem fylgir því að stýra skipi í dag. Strax um leið og búið var að binda Lundey hófust vélvirkjar HB Granda handa við að lagfæra búnaðinn sem hafði bilað. Hér handleikur Kristinn Helgason veiðarfæratromlu. Tveir úr áhöfn Lundeyjar fylgdust grannt með umsvifum á Akranesbryggju meðan skipið lagðist upp að .

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.