Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
Pennagrein
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Æskan er okkar
fjársjóður
Mikilvægasta verkefni hvers sam-
félags er uppeldi æskunnar hverju
sinni. Samfélagið er flókið og marg-
þætt og það er engin ein stofnun
sem nær utan um uppeldi æskunnar
í heild og í raun óraunhæft að gera
kröfur til þess að svo sé. Til þess
að vel megi fara þá þarf heildrænt
skipulag sem byggir á fagmennsku
og þeirri bestu þekkingu sem fyr-
ir hendi er hverju sinni. Allt sem
fram fer í samfélaginu kemur fram
og myndgerfist í hinum margvís-
legu félagslegu athöfnum manns-
ins, er grundvöllur og samnefnari
fyrir þroska einstaklingsins sem á
sér stað í samfélagi við aðra. Sam-
félagið og félagslegar athafnir þess
eru grundvöllur uppeldis. Mikil-
vægastir eru foreldrarnir og fjöl-
skyldan síðan koma stofnanir og
eða starfsemi í nær umhverfi barna
og ungmenna. Það þarf þorp til
þess að ala upp barn og í því ljósi
byggja flest sveitarfélag umgjörð
sína, umfang og stefnu.
Við Menntavísindasvið (MVS)
Háskóla Íslands er starfrækt Náms-
braut í tómstunda- og félagsmála-
fræðum (NTF). Fjöldi fólks hefur
lokið BA prófi frá brautinni. Að-
sókn í námið er með miklum ágæt-
um og er brautin sú eining innan
MVS sem vex hve hraðast. Nýút-
skrifaðir tómstunda- og félagsmál-
fræðingar eiga að öllu jöfnu auð-
velt með að fá vinnu. Starfsvett-
vangur tómstunda- og félagsmála-
fræðinga er afar fjölbreyttur, s.s.
félagsmiðstöðvar, frístundaheim-
ili, íþróttafélög, grunnskólar, leik-
skólar, félagssamtök, á vettvangi
forvarnarmála, meðferðarstofnan-
ir, þjónustumiðstöðvar, félagstarf
aldraðra og skrifstofur íþrótta- og
tómstundamála m.m. Meginfræða-
svið í tómstunda- og félagsmála-
fræði eru tómstundafræði, sálfræði,
félagsfræði, félagsuppeldisfræði,
siðfræði, verkefna- og viðburðar-
stjórnum, útivist og ekki síst fag-
mennska og vettvangsnám. Lögð
er áhersla á að nemendur verði fær-
ir um að stjórna, skipuleggja, fram-
kvæma og meta tómstundastarf.
Nýverið var auglýst laust til um-
sóknar starf í félagsmiðstöðinni
Óðali í Borgarnesi og samkvæmt
auglýsingunni var óskað eftir
starfsmanni með menntun á þessu
sviði enda starfið eða störfin aug-
ljóslega þess eðlis. Nú brá svo við
að eini umsækjandinn sem uppfyllti
menntunarkröfur fékk ekki starfið!
Slíkt verður að teljast undarlegt og
má í raun líkja því við að við grunn-
skólann í Borgarnesi væru einung-
is ráðnir leiðbeinendur í stað kenn-
ara þó svo að menntaðir kennar-
ar stæðu til boða! Slíkt yrði tal-
ið dæmi um metnaðarleysi og ein-
hverskonar fúskvæðingu skóla-
starfsins. Sama á auðvitað við um
hvað varðar ráðningu í jafn mikil-
væga starfsemi og þá sem fram fer
í félagsmiðstöðvum. Samkvæmt
rannsóknum þá eru starfsmenn fé-
lagsmiðstöðva þeir aðilar sem ung-
menni leita einna fyrst til ef þau eru
í vanda. Forvarnarstarfsemi, leitar-
starf og fyrirbyggjandi starfsemi fé-
lagsmiðstöðva lýtur fag- og fræði-
legum forsendum. Slíkt starf er
ekki á færi félagslyndra og ágætra
ungmenna á menntaskólaaldri .
Það er ábyrgðarhlutur af hálfu bæj-
arfélagsins fela viðkomandi ung-
mennum starf sem viðkomandi hafa
hvorki aldur, þekkingu né mennt-
un til þess að sinna og eða axla þá
miklu ábyrgð sem störfum á þess-
um vettvangi fylgja. Slíkt er ein-
ungis gert með fagmennsku í hví-
vetna hvort sem litið er til einstakra
ráðninga eða skipulags málaflokks-
ins í heild. Á slíku hefur verið nokk-
ur brestur, ekki bara hvað varðar
ráðningu þá sem hér er til umfjöll-
unar, hún er sennilega einkennandi
fyrir stefnu í málflokknum í heild
og all fjarri því ágæta starfi er bæj-
arfélagið stóð fyrir í æskulýðsmál-
um af myndaskap og fagmennsku
til margra ára. Á þeim grunni hefði
verið skynsamlegt að byggja í stað
þeirrar stefnu er sennilega krist-
allast í þeim ráðningarmálum sem
hér hafa verið gerð að umtalsefni.
Æskan er okkar fjársjóður og það
er ábyrgð okkar sem eldri erum að
búa henni eins góðar aðstæður og
uppeldisskilyrði og frekast er unnt.
Árni Guðmundsson
Námsbraut í Tómstunda- og
félagsmálafræðum Menntavísindasvið
Háskóla Íslands,
Rannsóknarstofa í bernsku- og
æskulýðsfræðum
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Pennagrein
Náttúrupassi
Vandamálið varðandi
hinn gífurlega fjölda
ferðamanna sem
kemur til landsins og það álag sem
af því verður á náttúruperlur lands-
ins er öllum ljóst. Ég held að all-
ir séu sammála um að eithvað verði
að gera því aðstaða og umgengni við
þær er með öllu óviðunnandi.
En hvað er hægt að gera? Ekki er
hægt að fara að skammta aðgengi
ferðamanna að hverri náttúruperlu
eða þann fjölda sem til landsins vill
koma að skoða þær og setja kvóta á
hverja þjóð. Það eina sem hægt er að
gera er að stórauka uppbyggingu og
eftirlit með þessum stöðum þannig
að sem minnst röskun verði á þess-
um náttúruverðmætum. Allt myndi
þetta kosta mikla fjármuni, sem ekki
eru til staðar, og því er komin fram
sú hugmynd að taka gjald af öllum
þeim, sem skoða vilja þessar nátt-
úruperlur. Stjórnvöld hafa lagt fram
hugmynd, sem er útgáfa á svonefnd-
um Náttúrupassa sem hver og einn
yrði að hafa sem skoða vildi þessa
staði.
Þetta tel ég algeran óþarfa og
gera einfalt mál flókið. Það sem á
að gera er að stimpla passa (pers-
ónuskilríki) hvers útlendings með
ríkisstimpli Íslands um leið og þeir
koma til landsins og taka um leið
af honum það gjald sem stjórnvöld
ákveða. Allir sem ferðast til annarra
landa hafa með sér persónuskilríki
(passa) sem útgefinn er af viðkom-
andi stjórnvöldum handhafa. Á ótal
stöðum er þess krafist að viðkom-
andi sýni passa, þannig að alla jafn-
an eru flestir ferðamenn alltaf með
passann á sér.
Innkomustaðir til þessa eyrík-
is okkar eru ekki margir. Langflest-
ir ferðamenn komi um Keflavíkur-
flugvöll, ferju til Seyðisfjarðar og
með skemmtiferðaskipum. Á öll-
um þessum stöðum eru alltaf toll-
verðir og aðrir löggæsluverðir, sem
fylgast með komu ferðamanna. Að
mínu mati væri það einfaldast og
hagstæðast að þessir obinberu emb-
ættismenn sæju um innheimtu þess
gjalds, sem stjórnvöld ákveða hverju
sinni að taka af ferðamönnum sem
fara um landið og skoða nátturu
þess. Einnig um leið og þessir lög-
gæslumenn innheimtuðu gjald-
ið stimpluðu þeir með ríkisstimpli
Íslands, persónuskilríki (passa eða
ökuskírteini) hvers einstaklings til
staðfestingar um þessa heimild.
Að sjálfsögðu krefðist þetta fjölg-
unar á löggæslustarfsfólki, en þar
sláum við tvær flugur í einu höggi,
því það er þegar kvartað yfir slakri
löggæslu yfir háannatíma ferða-
fólks. Þetta er einfaldasta aðferð til
innheimtu gjaldsins og alfarið gert
af obinberuðu aðilum, sem þýðir
100% innheimtur á þessum skatti.
Varðandi þau ákvæði í Shengen
samkomulaginu, um að ekki megi
mismuna meðlimum þess um gjald-
tökur ferðamanna um löndin innan
þeirra, þá er auðvelt að hver Íslend-
ingur fari til síns sýslumanns og fái
sinn passa stimplaðann.
Ég hef enga trú á því að Íslend-
ingar neiti að borga 500 kr. á ári til
að uppfylla þetta ákvæði Shengen
samkomulagsins. Gjaldið sem talað
er um eru 10 evrur. pr. einstakling
(það er um 1500 kr.) og á að gilda
í þrjú ár. Ef ein milljón ferðamanna
kemur til landsins á ári gerir þetta
um 1500 milljónir króna.
Við alla plastkortaútgáfu er tölu-
verður kostnaður. Sá kostnaður
myndi sparast. Einnig kostnaður
við sölu þeirra, eftirlit við náttúru-
perlurnar og við innheimtu gjalds-
ins hjá söluaðilum. Einnig má nefna
að síður gleymir fólk passa sínum en
ómerkilegu plastkorti í þessu korta-
flóði sem nú er allsstaðar og í þessu
tilfelli held ég að sá yrði sár, sem
komið hefur langa leið til að skoða
merkan stað, en kæmist ekki að
vegna gleymsku á ómerkilegu plast-
korti.
Þessi aðferð er einföld, hagkvæm,
sparar stórar fjárupphæðir við út-
gáfu, eftirlit og sölu á sérstökum
náttúrpassa, krefst engra eftirlits-
aðila um passa við náttúrperlurn-
ar og er alfarið á höndum obinberra
aðila. Í stuttu máli: Tollgæslan og
aðrið löggæsluaðilar sjái um gjald-
töku og staðfestingu heimilda til
náttúrskoðunar.
Hafsteinn Sigurbjörnsson
Listasmiðja vel sótt
Listakonan Michelle Bird hef-
ur boðið upp á opna listasmiðju í
tengslum við sýningu sína í Safna-
húsinu í Borgarnesi. Hefur hún
boðið fólki á öllum aldri að koma á
föstudögum milli klukkan 14 og 16
til að teikna eða mála og fá leiðsögn
í leiðinni. Þessu framtaki hefur ver-
ið afar vel tekið og góð stemning
hefur skapast við listræna sköpun í
sal Safnahússins. „Segja má að hér
sé Borgarbyggð að framfylgja eft-
irfarandi klausu í menningarstefnu
sinni: „Að virkja drifkraft erlendra
íbúa í sveitarfélaginu og fá framlag
frá þeim inn í menningarlíf svæð-
isins“.“ Á sýningu Michelle má
sjá málverk sem hún hefur gert af
Borgarnesi og nágrenni auk mynda
sem hún hefur málað af fólki á
staðnum,“ segir Guðrún Jónsdóttir
forstöðumaður Safnahússins.
Sýning Michelle Bird stendur
fram til 25. febrúar og verður lista-
smiðjan á föstudögum þangað til.
mm