Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Úrsúla Hanna Karlsdóttir er ung og efnileg kona frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Hún er dóttir Karls Heið- ars Valssonar og Moniku Kimp- fler og hefur búið á Hrafnkelsstöð- um alla sína tíð. Úrsúla lauk nýver- ið stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar og stefnir á vit ævin- týranna úti í hinum stóra heimi síð- ar á þessu ári. Í sumar ætlar hún að fara sem sjálfboðaliði til Afríku og í framhaldi af því að fá sér vinnu í Bretlandi. Ólst upp við ferðaþjónustu Úrsúla er fædd árið 1996. Hún er yngst þriggja systkina og segir að það hafi verið mjög gaman að alast upp í sveitinni, umkringd dýrum. Móðir hennar er tamningamaður og fjölskyldan á fjöldann allan af hestum. „Við eigum mjög mikið af hestum og leigjum einnig út pláss fyrir fleiri. Við eigum sjálf um 130 en ætli það séu ekki um 160 hross hér hjá okkur,“ segir Úrsúla í sam- tali við blaðamann. Á Hrafnkels- stöðum er einnig rekin hestaleiga og ferðaþjónusta á sumrin. Boð- ið er upp á hestaferðir og útsýn- isferðapakka. „Mamma byrjaði á þessu þegar ég var tveggja mánaða, þannig að ég hef verið viðloðandi þetta frá fæðingu,“ segir Úrsúla og brosir. Hún segist hafa gaman af þessu. Fólkið kemur mestmegnis frá þýskumælandi löndum, en Mo- nika móðir Úrsúlu er frá Þýska- landi. Hún segir móður sína hafa hugsað um íslenskan hest í Þýska- landi og eftir það hafi áhugi henn- ar fyrir landinu kviknað. „Hún réði sig til vinnu á sveitabæ og fór svo eftir það að vinna í sláturhúsinu. Þar kynntist hún pabba.“ Stúdent 18 ára Úrsúla gekk í Grunnskólann í Borgarnesi sem barn en fór í beinu framhaldi í nám við Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar var hún á nátt- úrufræðibraut og lætur vel af skól- anum. „Kerfið er aðeins öðruvísi þarna en í mörgum öðrum fram- haldsskólum. Við tökum eng- in lokapróf sem er mjög þægilegt. Þetta hjálpar mörgum, til dæmis þeim sem haldnir eru prófkvíða.“ Hún var önnur af tveimur nem- endum sem lauk námi í desember síðastliðnum, þá einungis átján ára. „Þetta er þriggja ára nám en ég tók það á tveimur og hálfu ári. Ég tók einhverja stærðfræði og ensku sam- hliða námi í 10. bekk og það flýtti fyrir. Svo tók ég stöðupróf í þýsk- unni,“ segir Úrsúla sem talar reip- rennandi þýsku. Í MB skila nem- endur inn stóru lokaverkefni á síð- ustu önn. Verkefni Úrsúlu fjallaði um hvort vægi umhverfis eða erfða væri mikilvægara í persónusköp- un. Hugmyndina að þessu efnis- vali fékk hún í kjölfarið á atburði sem gerðist í sveitinni heima, þeg- ar læðan á heimilinu gekk hvolpum í móðurstað. Læðan ættleiddi hvolpana „Chihuahua tíkin okkar eignaðist fimm hvolpa en dó í fæðingunni. Læðan á heimilinu var á þessum tíma nýbúin að eignast fjóra kett- linga og við prófuðum því að setja hvolpana hjá henni yfir nóttina til að þeir fengju hlýju og yl frá henni. Við bjuggumst ekki við því að hún tæki hvolpana að sér en næsta dag var hún farin að hugsa um alla fimm hvolpana eins og þeir væru hennar,“ útskýrir Úrsúla. Hún segir að læð- an hafi hugsað jafn vel um hvolpana og kettlingana og hún hafi haft þá alla á spena. Fjórir hvolpanna fengu ný heimili þegar þeir höfðu ald- ur til en fjölskyldan hélt eftir ein- um. „Hann heldur næstum því að hann sé köttur. Hann er til dæmis mjög hændur að kisunum og leggst stundum á mitt gólf, eins og köttur. Við erum með átta hunda og hann er mjög ólíkur hinum hundunum. Hann geltir til dæmis óvenju mikið en gelti ekkert til að byrja með. En eftir að hann fann sína rödd hefur hann ekki þagnað,“ segir hún og hlær. Elskar að ferðast og syngja Aðspurð um hver áhugamálin séu segist Úrsúla hafa mjög gaman af því að ferðast. Hún hefur einn- ig áhuga á söng og hefur nokkrum sinnum sungið opinberlega. Þar á meðal í Söngkeppni framhaldsskól- anna í fyrra þegar hún keppti fyrir hönd MB. „Ég og systir mín höfum báðar sungið mikið. Ég var í kórum af og til þegar ég var yngri en söng samt mest heima. Við fórum svo saman í Söngskóla Maríu Bjarkar í Reykjavík. Það var hugmynd syst- ur minnar en ég lærði mikið af því og hafði mjög gaman af þessu. Svo hef ég sungið eitt og eitt lag opin- berlega, til dæmis á jólatónleikum í kirkjunni.“ En það eru ferðalög- in sem eiga hug hennar allan. Hún stefnir á stór ferðalög á þessu ári og ætlar meðal annars ein til Afríku. Ætlar til Zambíu Það er í gegnum Nínukot ehf. sem Úrsúla ætlar sem sjálfboða- liði til Zambíu í Afríku. Þar mun hún taka þátt í að styðja við end- urreisn og friðun simpansa með því að taka þátt í umönnun og daglegu lífi þeirra. „Þetta er enn í umsókn- arferli. En ég sótti um að komast út sem sjálfboðaliði í fjórar vikur og fer líklega út í júlí. Ég verð þá þarna að hugsa um simpansa og önnur dýr einnig,“ segir Úrsúla spennt. Hún segir að upphaflega hafi hún ætlað að ferðast í sumar en svo hafi þessi hugmynd kviknað. „Ég ætl- aði fyrst að fara í reisu með fleirum en tímasetningarnar hentuðu ekki. Þess vegna fór ég að skoða öðruvísi ferðir og þá benti mamma mér á að skoða Nínukot.“ Þangað til kemur að brottför er Úrsúla að vinna hjá Olís í Borgarnesi. Þar reynir hún að safna sem mestum gjaldeyri og því vinnur hún á nóttunni. Hún seg- ir það hafa komið á óvart hversu mikið er að gera á nóttunni og að greinilegt sé að sumir séu lengi á ferli. „Ég byrjaði á næturvöktunum um áramótin. Það var smá munur en þetta venst ótrúlega fljótt. Ég sef reyndar minna en þegar ég er á frívöktum. Líkaminn er bara ekki vanur að sofa á daginn.“ Langar að prófa nýja hluti Hún lætur þó ekki staðar numið eftir Afríkuferðina því í haust stefn- ir hún á að fara að vinna í Bretlandi. „Það er einnig í gegnum Nínukot. Ég fer í svokallað „Work and tra- vel“ þar sem sótt er um vinnu fyrir mann úti. Ég mun þurfa að borga leigu og mat en það er tengiliður til Íslands á staðnum. Þetta er dreift um allt Bretland og ég veit ekkert hvar ég lendi,“ segir hún. Hún seg- ir að Bretland hafi orðið fyrir val- inu þar sem hana hafi langað að fara þangað í háskólanám. „Ég veit ekki alveg hvað ég vil gera þegar ég verð eldri. Ég hef gaman af svo mörgu og á mjög auðvelt með að skipta um skoðun,“ segir hún og hlær við. Hún segist vonast til þess að þessi reynsla verði til þess að hjálpa sér að velja námsvettvang. -En óttast hún það ekkert að fara ein á vit ævintýranna? „Nei, mér finnst þetta ekkert mál. Við fáum sjálf svona hjálparstelpur til okkar á sumrin, þannig að maður þekkir þetta. Vonandi finn ég svo eitthvað sem mig langar að gera þarna úti. Það er auðvitað ósk ömmu minn- ar að ég komi til Þýskalands í skóla en ég veit ekki hvað ég geri. Ég hef alveg hugsað út í það en mig langar mest að prófa eitthvað nýtt. Ég hef alltaf verið mjög opin fyrir því að prófa nýja hluti,“ segir Úrsúla hress að endingu. grþ Í kaffihléi var um margt að spjalla. að fimm vinnandi væru á bak við einn eftirlaunamann, í það að vera aðeins þrír á móti hverjum einum sem kominn væri á eftirlaun. Þessi breyting myndi blasa við þeim sem nú eru á grunnskólaaldri strax og þeir verða komnir í framhaldsskóla eða í háskólanám. Snorrastofa í útrás Eins og áður segir voru Snorrastofa og Framfarafélag Borgfirðinga meðal skipuleggjanda og aðstand- enda ráðstefnunnar. Forystumenn beggja aðila fluttu góða framsögu á ráðstefnunni. Bergur Þorgeirs- son, forstöðumaður Snorrastofu, flutti athyglisverðan fyrirlestur um sérstöðu Snorrastofu, „Rannsókn- ir í sínu rétta umhverfi“. Bergur rakti sögu rannsókna í Snorrastofu, menningar- og rannsóknarstofnun- ar sem sýnt hefur að nýtist vel í há- skólasamfélaginu. Snorrastofa hefði það hlutverk að efla rannsóknir á íslenskum menningararfi og væri lögð í útrás við að efla alþjóðlega ímynd landsins. Bergur sagði að starfsemin hafi liðið talsvert fyrir vanfjármögnun og ráðamenn hefðu ekki nægjanlega áttað sig á því mikla sóknarfæri sem stofnunin hafi átt, ekki aðeins til Noregs og Skandi- navíu, heldur mun stærra svæði allt til andfætlinga okkar í Ástralíu sem styrkt hefðu starfsemi Snorrastofu. Bergur sagði að Snorrastofa væri uppspretta mikilvægra rannsóknar- verkefna og skapaði gjarnan krónu á móti hverri krónu sem til henn- ar væri veitt. Það vantaði hins veg- ar fleiri krónur frá því opinbera og fleirum til að fá krónurnar á móti. „Snorrastofa hefur fram til þessa haft frumkvæði að eða tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum og þverfagleg- um rannsóknarverkefnum, öllum í samvinnu við norræna háskóla og rannsóknartengslanet. Umfangs- mestu verkefnunum til þessa hef- ur lokið með útgáfu fræðirita. Fjöl- margar greinar með niðurstöðum rannsókna hafa birst í tímaritum og bókum, en auk þess hefur Snorra- stofa sjálf á sl. 14 árum gefið út ell- efu vísindarit og eru fleiri slík verk væntanleg,“ sagði Bergur meðal annars í fyrirlestri sínum. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Framsaga Óskars Guðmundsson- ar formanns Framfarafélags Borg- firðinga var einnig til að auka fjöl- breytnina og breikka umræðu- vettvanginn á ráðstefnunni. Óskar setti fram hugmynd að samstarfs- verkefni háskólanna. Byggingu til- gátuþorps í Reykholti sem margir myndu koma að og sameinast um. Óskar vék meðal annars að því að um margt hafi byggðir í uppveitum Borgarfjarðar átt í hálfgerðu til- vistarstríði um nokkurt skeið. „Að sumu leyti hafa byggðirnar gengið í gegnum óhjákvæmilegar breyting- ar en í öðru hefði hugsanlega ver- ið hægt að velja aðrar leiðir til að takast á við framtíðina. Á síðustu árum hefur fólkið farið ýmsar leið- ir til að efla atvinnu- og menning- arlíf - treysta byggðina. Við í upp- sveitunum erum til dæmis að vinna að því að víðfeðmt svæði verði gert að jarðvangi, „Saga park“. „Geop- ark“ eða jarðvangur, er yfirgrips- mikið hugtak sem spannar svæði þar sem eru merkilegar eða ein- stakar jarðminjar. Þar eru marg- ir áhugaverðir staðir til vísinda- rannsókna og yndis og uppfræðslu áhugafólks um náttúru, vistfræði og lífríki. Slíkir staðir eru kannað- ir með tilliti til fræðslugildis, fjöl- breytileika, út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og vegna þess að stað- ir og svæði innan jarðvangsins tengjast fornleifum, sagnfræði og menningu, sem á svo ríkulega við um þetta svæði. Framþróun þessa verkefnis byggist á samstarfi ótal aðila og kalla á þverfaglega sam- vinnu allra háskólastofnana í okkar byggðarlagi,“ sagði Óskar. Hann sagði að sömuleiðis hafi framfara- félag beinlínis verið stofnað til að styrkja skólasamfélagið í héraði. Markmið félagsins væri að efla at- vinnulíf og standa vörð um menn- ingarstofnanir í Borgarfirði. Í lok ráðstefnunnar voru pall- borðsumræður sem Anna Elísa- bet Ólafsdóttir, aðstoðarrekt- or Háskólans á Bifröst, stjórnaði. Til frummælenda var beint fjölda spurninga og veittu þeir greinar- góð svör. þá Kennarar og fræðimenn á Hvanneyri létu sig ekki vanta á fundinn. F.v. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Guðni Þorvaldsson og Sigríður Kristjánsdóttir. Úrsúla Hanna Karlsdóttir lauk stúdentsprófi 18 ára og ætlar nú sem sjálfboðaliði til Afríku. Mun taka þátt í daglegu lífi simpansa í Afríku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.