Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Bakaríið Brauðval á Akranesi, sem varð 25 ára á síðasta ári, opnaði af- greiðslu og veitingastofu á nýjum stað síðastliðinn föstudag. Það er nú í húsinu Mörk við Skólabraut. Þrátt fyrir að Ingimar Garðarsson bakari hafi ákveðið að fara hljóð- lega með opnunina í fyrstu var margt fólk sem lagði leið sína til hans og greinilegt að viðskiptavin- ir fögnuðu þessari viðbót á bakar- ísmarkaðinn á Skaganum. Brauðval hefur síðustu árin verið til húsa við Vallholt á Akranesi en áður var það um árabil rekið í Búðardal. Nú er starfsemin flutt í framtíðarhúsnæði við Skólabraut í hús sem segja má að sé þrungið sögu bakaría. Fróðir menn segja að þetta sé sjöunda bak- aríið sem opnað er í húsinu. Ingi- mar byrjaði þar sjálfur sitt iðnnám árið 1977 í Harðarbakaríi. Hann segir að það bakarí, ásamt Alþýðu- brauðgerðinni, eigi sér langsam- lega lengsta sögu í húsinu. „Það má segja að ég sé kominn heim aftur. Ég stefni á að koma upp myndum í veitingasalnum af forverum mínum og starfseminni hérna í húsinu. Það væri mjög gaman að geta komið því í verk,“ sagði Ingimar. Vill skapa sér sérstöðu Ingimar er núna að stækka veru- lega við sig og auka starfsemina. Aðspurður segir hann að liður í stækkuninni hafi verið að kaupa nýjan ofn, steinofn þar sem að sjálf- sögðu verða steinbökuð brauð sem auki fjölbreytnina í framleiðslunni til muna. Hann segist líka ætla að auka framboðið í kaffibrauði og meðlæti og reyna að skapa sér sér- stöðu. „Ég vona að það verði til þess að bæði heimafólk og ferðamað- urinn geti valið úr meiru en boð- ið er upp á hérna í bænum. Þannig að þetta verði viðbót við það sem í boði er nú þegar. Ég verð hér með veitingastofu og kaffi. Ég ætla þó ekki að efna til beinnar samkeppni við hin kaffihúsin eða matsölu- staðina í bænum, heldur eins og ég segi skerpa frekar á minni sér- stöðu og bakarísins. Að sjálfsögðu er full ástæða til að fyrirtækin starfi saman í þeim tilgangi að efla þjón- ustuna og laða fleiri ferðamenn til bæjarins,“ segir Ingimar. Hann seg- ir að einnig verði stílað upp á rúm- an opnunartíma bæði virka daga og um helgar. Á virkum dögum verði opið klukkan níu til átján en ekki sé ákveðið með opnunartíma um helgar. Í Brauðvali er einnig verið að standsetja veitingasal sem hægt verður að leigja fyrir minni sam- kvæmi og veislur. Búið er að panta veislu í salnum 14. mars og stefnt á að hann verði tilbúinn ekki síð- ar en þá. „Þetta verður svona betri stofan. Salurinn er ætlaður til að auka framboð á veislusölum hérna í bænum og mun líka nýtast ef stærri hópar myndu leggja leið sína til okkar í bakaríið,“ segir Ingimar. Viðbrögðin sýna að full ástæða er til bjartsýni Eins og áður sagði byrjaði Ingi- mar í bakaraiðninni árið 1977 og hefur lengst af starfað að iðninni. Hann hefur verið sjálfstætt starf- andi í rúmlega 25 ár, stofnaði m.a. Brauðval í Búðardal 27. júní 1989. Síðustu fimm árin hefur fyrirtækið verið starfandi á Akranesi. Ingimar segir að síðustu árin sem fyrirtæk- ið var starfrækt í Búðardal hafi ekki verið um fulla starfsemi að ræða. „Ég var nokkra mánuði í annarri vinnu og fór vestur annað slag- ið til að baka. Ég þráaðist þó alltaf við þótt dregið hafi úr starfseminni um tíma en hætti aldrei rekstrinum. Núna er ég svo verulega að færa út kvíarnar og eftir viðbrögðunum að dæma er full ástæða til bjartsýni.“ Ingimar segir að við aukna starf- semi þurfi að huga að því að skipu- leggja hlutina vel og ljóst að hátt í tvö stöðugildi muni bætast við í starfsmannahaldi. „Minn vinnu- tími mun væntanlega lengjast eitt- hvað en það fylgir að þegar stækkað er við sig, að þá má fastlega reikna með því að vinnan aukist. Það er betra að hafa meira en minna fyr- ir stafni,“ sagði Ingimar Garðars- son bakari. Færði Ingimar myndir að gjöf Þegar Brauðval var opnað síðastlið- inn föstudag komu ýmsir færandi hendi til að gleðjast með Ingimar og hans fólki. Meðal annarra kom Elías Jóhannesson færandi hendi. Hann gaf Ingimar innrammaða mynd sem geymir ljósmyndir sem tengjast því að faðir hans, Jóhannes Jónsson bakari, starfaði í 40 ár við bakstur í bakaríum á þessum stað. Á einni myndinni, sem er frá 1940, er Alþýðubrauðgerðin á horni Merk- urteigs og Skólabrautar. Önnur ljósmyndin sýnir Jóhannes bakara en hann lærði bakaraiðn hjá Sig- mundi Lövdahl í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi 1932. Jóhannes starfaði fyrst við iðnina í Hafnar- firði en fluttist síðar á Akranes þar sem hann starfaði frá 1936 til 1976 í Lövdahlsbakaríi sem árið 1947 varð Alþýðubrauðgerðin. Loks er á þriðju ljósmyndinni Jóhannes um 1968 með gríðarstórt deig sem varð að brauði. Myndirnar verða hengd- ar upp í Brauðvali. þá/mm Gistiheimilið Iceland Guesthouse – Hvítá hefur byrjað rekstur á Hvít- árbakka í Borgarfirði. Það er í hús- inu á Hvítárbakka sem síðast hýsti meðferðarheimili fyrir unglinga en var upphaflega sem orlofshús fyr- ir starfsmenn varnarliðsins á Mið- nesheiði. Rekstri meðferðarheimil- is var hætt í ársbyrjun 2008. Hús- ið var í eigu Borgarbyggðar og stóð autt allt það ár. Í árslok 2008 gáfu vatnslagnir sig innandyra og hús- ið varð fyrir miklum skemmdum. Núverandi eigendur, hjónin Ólaf- ur Gunnarsson og Sigrún Eggerts- dóttir, keyptu húsið í mars á síðasta ári. Þau hafa unnið hörðum hönd- um að viðgerðum og endurbótum með það fyrir augum að reka þar gistiheimili. Friðsæld og náttúrufegurð Þar sem húsið var fyrrum meðferð- arheimili hafði það mörg svefnher- bergi og aðra aðstöðu til að hýsa fjölda fólks. Það hentaði því ágæt- lega að breyta því í gistiheimili. „Það er mjög góður andi í þessu húsi. Mér hefur aldrei liðið jafn vel í neinu húsi eins og þessu. Við ákváðum að kaupa húsið af Borgar- byggð í mars á síðasta ári. Ég hafði ekið mikið með ferðamenn fyrir Guðmund Tyrfingsson og þann- ig áttað mig á því hvernig ferða- fólk vill hafa það hér á Íslandi. Ég hafði skoðað þetta hús fyrst fyrir einum þremur árum síðan. Þá stóð það tómt og hafði gert um nokkurt skeið eftir að hafa orðið fyrir miklu vatnstjóni. Ég taldi alveg tilvalið að breyta því í gistiheimili. Húsið býður upp á mikla möguleika bæði fyrir fyrirtæki og ferðamenn sem koma hér í hópum, sem og einstak- linga. Þetta er friðsæll staður hér við bakka Hvítár og mikil náttúru- fegurð, auk þess sem húsið er mið- svæðis í Borgarfirði með margar náttúruperlur og menningarstaði allt í kring,“ segir Ólafur Gunnars- son. Komandi sumar lítur vel út Endurbæturnar innandyra voru mikil vinna. Þau tóku við húsinu í mars en það var ekki tilbúið fyrir gesti fyrr en í lok júlí á síðasta ári. „Við erum búin að gera við vatns- skemmdirnar og taka húsið allt í gegn að innan. Við hófum ekki rekstur fyrr en í lok sumars á síð- asta ári. Veturinn núna höfum við svo nýtt til að markaðssetja okkur frekar, en við höfum líka haft opið hér. Við getum tekið 25 manns með góðu móti. Til viðbótar því erum við svo með sal hér á neðri hæð sem nýta mætti fyrir fundar- aðstöðu. Ef honum yrði hins vegar breytt í gistirými þá yrði hér pláss fyrir um 40 manns. Aðstaðan hér í dag er orðin mjög góð. Þetta leggst því mjög vel í mig. Bókanir eru farnar að streyma inn fyrir sumar- ið,“ segir Ólafur. mþh Ljósmynd af myndunum sem Elías færði Brauðvali. Ingimar bakari segist vera kominn heim Fjöldi viðskiptavina mætti þegar Brauðval var opnað formlega sl. föstudag. Ljósm. mm. Ingimar bakari við nýja steinofninn sem hann bætti við vélakostinn. Ljósm. þá. Elías Jóhannesson færði Ingimar innrammaðar ljósmyndir með sögukornum. Myndirnar tengjast allar bakaríum á þessum stað. Ljósm. mm. Gistiheimili á Hvítárbakka meðal nýrra sprota í ferðaþjónustunni Húsið sem áður hýsti meðferðarheimilið á Hvítárbakka er nú orðið gistiheimilið Iceland Guesthouse Hvítá. Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggerts- dóttir eiga og reka gistiheimilið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.