Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 SK ES SU H O R N 2 01 5 Óskum Brynjari og Önnu Lísu til hamingju með nýtt fjós að Refsstöðum Skattframtöl / bókhald Öll almenn bókhaldsþjónusta og skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lilja Halldórsdóttir - Viðurkenndur bókari LH bókhald ehf LHbokhald@gmail.com Finndu okkur á facebook Upplýsingar í síma 897 5144 SK ES SU H O R N 2 01 5Hjónin Sigurjón Hilmarsson og Rut Einarsdóttir í Ólafsvík vinna nú hörðum höndum ásamt iðnað- armönnum að því að byggja upp gistiheimili í bænum. Þau festu kaup á efri hæð hússins við Ólafs- braut 55, þar sem líkamsræktar- stöðin Sólarsport var áður til húsa. Húsnæðið stendur niðri við sjó og því hefur gistiheimilið fengið nafn- ið „Við hafið.“ Að sögn Sigurjóns hafa þau unnið að því undanfarn- ar vikur að rífa allt út úr húsnæð- inu og eru nú farin að byggja upp. „Við ætlum að vera með fimmtán herbergi, allt frá tveggja manna herbergjum með salerni og sturtu inni á herbergjunum og upp í að vera með tíu manna herbergi með kojum. Við munum því bjóða upp á allt frá svefnpokaplássi upp í uppá- búin rúm með baðherbergi,“ segir Sigurjón í samtali við Skessuhorn. Hann segir að á jarðhæð húss- ins verði tvö stór herbergi. „Ann- að þeirra er 24 fermetrar og hitt 27 fm. Þar verður aðgengi fyrir fatlaða og þau herbergi verða með sturtu og salerni og jafnvel smá borð- króki, með eldunaraðstöðu og ís- skáp. Á efri hæðinni verða ekki sal- erni inni á herbergjunum, heldur verður salernisaðstaða sameiginleg á þeirri hæð.“ Hann bætir því við að gestir geti svo valið um kaup á morgunverði. Mikil þörf á gistirými Sigurjón segist hafa grandskoðað málið áður en þau hjónin ákváðu að hella sér út í ferðaþjónustu- bransann. „Ég komst meðal ann- ars að því að miðað við aukningu á ferðamönnum á tímabilinu 2012 til 2013 var þörf á 14% aukningu á gistirými hérna á Snæfellsnesinu en því fjölgaði einungis um 4% á þeim tíma. Einnig sá ég að af öllum ferðamönnum sem koma til lands- ins vilja 22% koma í Þjóðgarðinn á Snæfellsnesi og 18% þeirra vilja fara í siglingu um eyjar Breiðafjarð- ar. Þetta gerir fólk ekki á einum degi,“ segir hann. Þá bætir hann því við að mágkona hans, sem rek- ur veitingastað í Ólafsvík, hafi oftar en ekki orðið vitni að því að ferða- menn hafi verið að leita að gistingu á Snæfellsnesi án árangurs. „Það hefur verið erfitt að útvega ferða- mönnum gistingu, enda er hótelið bara með opið í tæpa þrjá mánuði á ári. Við ætlum hins vegar að hafa opið hjá okkur allt árið um kring,“ segir Sigurjón. Strax komnar pantanir Við hafið verður sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki þar sem fjölskyld- an mun sjá um alla vinnu og rekstur tengdan gistiheimilinu. „Við ætl- um að sjá um þetta sjálf. Við eigum fjórar dætur sem munu vinna með okkur í þessu. Mæðgurnar munu sjá um þetta en ég verð eitthvað viðloðandi. Ég verð alltaf að gera eitthvað, dytta að og fleira,“ segir Sigurjón. Til stendur að gistiheim- ilið verði opnað í byrjun maí og að hægt verði að bóka gistirými inni á bókunarsíðunni Booking.com. „Við erum þó ekki búin að græja þá síðu enn þá en erum komin á Fa- cebook. Það eru nú þegar farnar að berast pantanir og fyrirspurnir fyrir sumarið, þó við séum ekkert farin að auglýsa,“ segir Sigurjón Hilm- arsson að endingu. grþ Rut Einarsdóttir og Sigurjón Hilmarsson ásamt dætrum sínum fjórum. Ljósm. af. Verðum með Sushi fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15.00 – 20.00 Láki Hafnarkaffi FIMMTUDAGS- SUSHI Pantanir í síma 546 6808 Komdu og gerðu daginn þinn betri SK ES SU H O R N 2 01 5 Vizkukýrin 2015 Hin árlega spurningakeppni Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri fimmtudaginn 12. febrúar og hefst klukkan 20:00. Nemendur, kennarar og heimamenn úr Borgarbyggð munu etja kappi. Spyrill er Logi Bergmann. Skemmtiatriði og sælgætissala í hléi. Aðgangseyrir 500 krónur, frítt fyrir 14 ára og yngri. SK ES SU H O R N 2 01 5 Opna gistiheimili í Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.