Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Átta umferðaró- höpp og fjöldi sekta VESTURLAND: Ekið var á hross á Vesturlandsvegi við Grundartanga í gærmorgun. Hrossið hafði sloppið úr nær- liggjandi girðingarhólfi. Hross- ið slasaðist við óhappið og hafði lögregla samband við eiganda þess. Átta umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vest- urlandi í liðinni viku öll án telj- andi meiðsla á fólki. Nokkrir ökumenn hafa verið sektaðir fyr- ir að vera ekki með handfrjálsan búnað er þeir tala í farsíma við akstur. Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir að nota ekki bíl- belti. Að undanförnu hafa nokkr- ir ökumenn verið stöðvaðir fyr- ir að hreinsa ekki ísingu og klaka af rúðum þannig að útsýni hef- ur verið takmarkað. Einn þessara ökumanna reyndist auk þess vera á ótryggðu ökutæki og síðast en ekki síst hafði hann verið sviptur ökuréttindum fyrir nokkru. Ann- ar ökumaður var tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á heimili hans fundust kannabisefni og meint- ir sterar, ásamt neyslutólum. Alls voru skráningarnúmer klippt af tólf ökutækjum í umdæmi lög- reglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Var það vegna þess að eig- endur eða umráðamenn höfðu trassað að greiða tryggingar og færa bílana til skoðunar. –þá Hollvinir Hnoðra- bóls vilja lausn BORGARFJ: Hollvinir leik- skólans Hnoðrabóls í Borgarfirði hafa hafið söfnun undirskrifta á fésbókarsíðu þar sem skorað er á sveitarstjórn Borgarbyggðar að fundin verði framtíðarlausn á húsnæðisvanda leikskólans hið fyrsta og liður til þessa á fjárhags- áætlun sveitarfélagsins verði end- urskoðaður. „Í dag rúmar leik- skólinn 20 börn og er fullsetinn. Í ljósi mikillar uppbyggingar á svæðinu er nauðsynlegt að stækka skólann auk þess sem hann hefur starfað við ófullnægjandi aðstæð- ur um árabil. Við viljum veg leik- skólans okkar sem mestan þannig að okkar blómlega samfélag geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppgangur svæðisins er ekki einungis til að sveitarstjórnar- menn geti minnst á hann á tylli- dögum, mikilvægt er að hlúa að grunnstoðunum hér rétt eins og annarsstaðar í sveitarfélaginu og viljum við að allir íbúar sveitar- félagsins sitji þar við sama borð,“ segir í áskorun hollvina Hnoðra- bóls. –mm Ráðist í sjóvörn við Skipanes MELASVEIT: Skipulagsstofn- un komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyr- irhuguð sjóvörn við Skipanes í Hvalfjarðarsveit sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif. Niðurstað- an var að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrif- um. Umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarð- arsveitar samþykkti á fundi sín- um miðvikudaginn 21. janúar sl. að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynn- ingu fyrir landeiganda Skipaness og Skipaness 2, í samræmi við ákvæði skipulagslaga. –þá Skólagjöld ekki útilokuð NV-KJÖRD: Katrín Jakobs- dóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamála- ráðherra, spurði Illuga Gunn- arsson menntamálaráðherra á mánudaginn út í hugmynd- ir um sameiningu Háskólans á Bifröst, Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri og Háskólans á Hólum. Katrín spurði ráðherra hvort gerð hafi verið fýsileika- könnun af hálfu ráðuneytisins á annars vegar faglegum ávinn- ingi af sameiningu og hins veg- ar á fjárhagslegum ávinningi. Katrín spurði einnig sérstaklega um rekstrarform sameinaðs há- skóla og hvort til stæði að taka upp skólagjöld í skólanum eins og gert er á Bifröst. Í svari sínu sagði menntamálaráðherra að rekstrarform sameinaðs háskóla væri líka til skoðunar í ráðuneyt- inu og kvaðst opinn fyrir öllum hugmyndum. Illugi tók ekki fyr- ir upptöku skólagjalda á Hvann- eyri og á Hólum. Ráðherra vís- aði ekki til gagna sem sýndu fram á faglegan ávinning af sam- einingu háskólanna. –mm Valnefnd enn að fjalla um rektors- ráðningu HVANNEYRI: Í desember síðastliðnum rann út umsóknar- frestur um stöðu rektors Land- búnaðarháskóla Íslands. Há- skólaráð ákvað að vísa umsókn- um til valnefndar en í henni sitja Ásgeir Jónsson, Guðfinna Bjarnadóttir og Torfi Jóhannes- son. Valnefndin er enn að störf- um og segist Ásgeir Jónsson for- maður valnefndarinnar reikna með að ráðning rektors muni liggja fyrir á næstunni, alla vega í þessum mánuði. Sjö sóttu um rektorsstöðuna en einn umsækj- andi dró umsóknina til baka. Eftir standa umsóknir frá nú- verandi rektor Birni Þorsteins- syni auk umsókna frá Guð- mundi Kjartanssyni, Ívari Jóns- syni, Jóni Örvari G. Jónssyni, Sigríði Kristjánsdóttur og Þór- unni Pétursdóttur. –þá Þessa dagana er Stafnafell ehf. að leggja lokahönd á sjóvarnargarð við Írskrabrunn rétt vestan við Gufu- skála. Á þessi garður að koma í veg fyrir að grjót og sjór berist í brunn- inn. Garðurinn er 50 metra lang- ur og um 500 til 600 rúmmetr- ar af efni sem fara í hann. Þess má geta að þegar Stafnafell var búið að vinna undirvinnu fyrir garðinn og undirbúa grjóthleðslu gekk ein óveðurslægðin yfir. Gekk þá sjór og stórgrýti langt upp á land og ofan í brunninn. Verkinu lýkur endan- lega í vor þegar umhverfið í kring- um garðinn verður snyrt til. þa Búið er að ganga frá sölu verslana Omnis í Borgarnesi og Reykja- nesbæ og unnið að sölu verslunar- innar við Dalbraut 1 á Akranesi. Að sögn Bjarka Jóhannessonar sölu- og markaðsstjóra Omnis var tek- in ákvörðun um að einfalda rekstur fyrirtækisins. „Við erum með þess- um breytingum að einbeita okk- ur að kjarnastarfsemi okkar sem er umsjón og viðhald upplýsinga- kerfa í fyrirtækjum. Þar með tal- ið er t.d. vefsíðugerð, rekstur net- þjóna og viðhald tölvu- og hug- búnaðar,“ segir Bjarki. Í Borgar- nesi var það Ómar Örn Ragnarsson sem keypti verslunina við Borgar- braut og mun hann áfram vinna í nánu samstarfi við Omnis varðandi ýmsa þjónustu. Verslunin í Borgar- nesi mun áfram heita Omnis. Sama fyrirkomulag var viðhaft við sölu verslunar Omnis í Reykjanesbæ. Þar er það Björn Ingi Pálsson, sem var líkt og Ómar Örn hluthafi og starfsmaður, sem keypti verslunar- reksturinn. Sala beggja verslananna er frágengin og opnuðu þær í byrj- un febrúar með nýjum eigendum. Að sögn Bjarka Jóhannessonar er ekki búið að ganga frá neinu varð- andi sölu verslunarinnar á Akra- nesi, en þar eru áhugasamir aðil- ar að skoða kaup. „Það eru mikil tækifæri í þessari verslun, ágæt af- koma og vöxtur fyrirsjáanlegur á og í nágrenni Akraness. Þar var nýlega bætt við söluumboði fyrir Ormsson en verslununum fylgir einnig um- boð fyrir TM tryggingar og Sím- ann. „Viðskiptavinir okkar geta því gert ráð fyrir að áfram verði rekn- ar verslanir, líklega allar áfram und- ir nafni Omnis, með svipuðu sniði og á sömu stöðum. Heimamenn á hverjum stað taka hins vegar við þeim bolta og munu setja sitt mark á reksturinn,“ segir Bjarki. Fyrir sölu verslananna störfuðu fjörutíu hjá Omnis. Starfsmenn verða eft- ir þessar breytingar 23, með starfs- stöðvar á Akranesi, við Síðumúla 11 í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Störfum fækkar um tvö til þrjú í skrifstofuhaldi við þessar breyting- ar. Á Akranesi munu fimm tækni- menn sinna þjónustu við fyrirtæki á Vesturlandi og er það sami fjöldi og verið hefur. mm Garður til varnar Írskrabrunni Á myndinni eru Bjarki Jóhannesson sölu- og markaðsstjóri og Andrés Hallgríms- son framkvæmdastjóri Omnis. Omnis selur verslanir sínar og einblínir á upplýsingtæknina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.