Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Óttinn við breytingar Tíðarandinn er stöðugt að breytast og mennirnir með, í það minnsta sum- ir. Vissulega er fólk misjafnlega móttækilegt fyrir breytingum hverju nafni sem þær nefnast. Oft þarf ekki mikið til að raska rónni þegar útlit er fyrir að stíga þurfi einungis spönn út fyrir þægindarammann. Fólki getur kvið- ið fyrir smæstu breytingum, svo ekki sé nú talað um að skipta um vinnu, að flytja í aðra íbúð eða jafnvel í annað sveitarfélag. Börn kvíða fyrir að skipta um skóla, sumt eldra fólk kvíðir fyrir að verða enn eldra og áfram mætti telja. Samt vilja allir verða gamlir, en vilja svo ekki vera það þegar á hólminn er kominn. Ákveðinn stöðugleiki er því góður, í það minnsta fyrir kvíðagjarna. En hræðsla við breytingar getur verið varasöm. Nýlega las ég einhversstaðar að hún Elísabet Georgsdóttir Englands- drottning kvíði því að þurfa að stíga af valdastóli. Ekki vegna þess að hún sjálf væri orðin gömul, heldur kvíðir hún því fyrst og fremst að Kalli litli taki við krúnunni og færist of mikið í fang við breytingar. Kalli þessi er reyndar kominn vel á sjötugsaldur og ætti því að hafa sjóast undir verndar- væng hennar hátignar í næstum heilan mannsaldur, hafi hann eitthvað get- að lært. En Beta gamla kvíðir engu að síður því að þjóðinni hennar muni bregða þegar hún kynnist þeim stjórnarháttum sem Karl hyggst tileinka sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók um prinsinn. Beta kerl- ingarskarið óttast að draga muni úr almennum afskiptum bresku krúnunn- ar og að strákurinn muni opna konungshallirnar fyrir almenningi. Þann- ig muni hann í raun endurskilgreina embætti þjóðhöfðingjans á skjön við hennar stefnu alla tíð. Mér þótti þessi ótti drottningar alveg kostulegur. Nú hefur hún haft á að giska sjö áratugi til að færa krúnuna og hefðir henn- ar nær nútímanum. Hún hefði kannski þurft að skoða það fyrr að draga úr prjáli og bruðli, en það hefur henni ekki verið ofarlega í huga, enda er rekstur veldisins óheyrilega dýr, sennilega hlutfallega enn dýrari en þegar hún sjálf tók við. Kannski þegar grannt er skoðað óttast Elísabet mest að hennar verði minnst sem síðasta þjóðhöfðingjans sem hélt í prjálið og fá- ránlegar hefðir. En hvað getum við hinir kvíðagjörnu gert til að draga úr þeim viðbrigð- um sem breytingar vissulega valda? Þannig að við lendum ekki í öngstræti líkt og Bretadrottning. Getur ekki verið að til að draga úr líkum á stöðnun þurfum við að gerast móttækilegri fyrir nýjungum og viðurkenna að fram- farir og breytingar, jafnvel þótt í þeim felist áhætta, geti verið til bóta? Við, þessi litla þjóð norður á hjara veraldar, þurfum að passa okkur að einangrast ekki í okkar þrönga heimi eins og virðist vera að hún Beta gamla hafi gert. Ekki er laust við að íhaldssemi okkar sé stundum svo mikil að jaðri við ofstæki. Reyndar kýs ég að skrifa slíkt á þann kvíða sem ég gat um hér í upphafi, óttann við breytingar. Nefna má að þjóðernishyggja er ein birtingarmyndin sem sumir bera fyrir sig til að spyrna við breytingum. Það er til dæmis bannorð í hugum ótrúlega margra að svo mikið sem vilja ræða nánara samstarf við aðrar þjóðir jafnvel þótt það gæti einmitt hentað al- menningi í landinu. Þeir vilja ekki heyra á það minnst að veikur gjaldmið- ill og slök efnahagsstjórn gæti verið rót þess skulda- og greiðsluvanda sem alltof mörg heimili í landinu glíma sannanlega við. En auðvitað eru þetta talsmenn peningaafla sem leynt og ljóst hafa talað máli þess að við eigum áfram að stýra okkar peninga- og gjaldmiðilsmálum, helst óbreytt í jafn- lengd þess tíma sem Elísabet Georgsdóttir hefur ríkt á Bretlandseyjum. Að áfram verði hægt að fella gengið ef það hentar útflutningsgreinum svo dæmi sé tekið. Nei takk. Reyndar er ég sannfærður um að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi muni aldrei sætta sig við slíkt. Hún mun opna fleiri dyr rétt eins og Elísabet óttast að Karl sonur hennar muni að gera. Magnús Magnússon. Leiklistarklúbbur Nemenda- félags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi æfir stíft þessa dagana fyrir uppsetningu á söngleiknum Grease. Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló eins og hann er jafnan kallaður, leikstýrir verkinu. Emilía Ottesen er danshöfundur og Birgir Þórisson er tónlistarstjóri. Að sögn Heiðmars Eyjólfssonar, formanns leiklistarklúbbsins, eru margir sem koma að uppsetningu sýningar- innar. „Það eru í kringum 20 hlut- verk í sýningunni sjálfri en alls er um 60 manna hópur sem kemur að þessu og flestir þeirra eru nem- endur í skólanum,“ segir Heiðmar sem jafnframt fer með eitt af aðal- hlutverkum í sýningunni. Hann fer með hlutverk Dannys og Hjördís Tinna Pálmadóttir leikur Sandy. Þetta er í fyrsta sinn sem Grease er sett upp á Akranesi. Í fyrra setti leiklistarklúbburinn upp gaman- leikinn Gauragang við góðar við- tökur. Heiðmar tók einnig þátt í þeirri sýningu og segir að við- tökurnar hafi verið vonum fram- ar. „Við ætluðum að vera með sjö sýningar en tveimur aukasýningum var bætt við. Næstum fullt var á all- ar sýningar og þetta gekk mjög vel. Það verður lagt enn meira í sýn- inguna í ár, það er alltaf verið að toppa sig,“ segir Heiðmar. Búast má við skemmtilegri og fjölskyldu- vænni sýningu hjá NFFA þetta árið, enda hentar söngleikurinn vel fyr- ir alla aldurshópa. Söngleikurinn verður frumsýndur í Bíóhöllinni í byrjun apríl. grþ Afli báta sem róa frá Snæfellsnesi hefur aukist síðustu daga og ver- tíð að komast vel á skrið. Þrálát- ar brælur hafa þó sett stórt strik í reikninginn undanfarið og aðeins stærri bátar sem komist hafa á sjó. En núna síðustu daga hafa smærri bátar einnig getað róið og aflinn verið með ágætum í flest veiðarfæri. Á meðfylgjandi mynd er Guðlaug- ur Rafnsson á netabátnum Katrínu SH að landa afla dagsins eða sex tonnum sem fengust í 50 net eftir stutta lögn að sögn Guðlaugs. af Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í síðustu viku var lagður fram listi yfir umsækjendur um tvær nýj- ar stöður sviðsstjóra hjá sveitarfé- laginu. Mikill áhugi er fyrir störf- unum en alls sóttu 22 um starf sviðsstjóra á umhverfis- og skipu- lagssviði og 16 um starf sviðsstjóra á fjölskyldu- og fjámálasviði. Sam- ið hefur verið við Hagvang um úr- vinnslu umsókna og samþykkti byggðarráð á sama fundi 720.000 króna útgjöld vegna vinnu Hag- vangs. Um starf sviðsstjóra umhverf- is- og skipulagssviðs sóttu: Axel Överby, Davíð Viðarsson, Egill Skúlason, Friðrik Ólafsson, Garð- ar Lárusson, Guðmundur Elíasson, Guðrún S. Hilmisdóttir, Gunn- ólfur Lárusson, Halldór K Her- mannsson, Hartmann Rúnarsson, Heimir Gunnarsson, Hjörtur Örn Eysteinsson, Ívar Örn Lárusson, Karl Ómar Jónsson, Kristján Guð- laugsson, Marta María Jónsdótt- ir, Mæva Marlene Urbschat, Ólaf- ur Gísli Reynisson, Stefán Haralds- son, Tómas Björn Ólafsson, Ursula Zuehlke, Viðar Jökull Björnsson og Þorsteinn Birgisson. Um stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs sóttu: Aldís Arna Tryggvadóttir, Arna Pálsdótt- ir, Drífa Sigfúsdóttir, Dýri Guð- mundsson, Einar G. Pálsson, Eirný Vals, Hjalti Sölvason, Ívar Ragnars- son, Ívar Örn Lárusson, Jón Hrói Finnsson, María Lóa Friðjónsdótt- ir, Ragnar Þorgeirsson, Rannveig Margrét Stefánsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Stefanía Nindel. mm Undanfarið hefur staðið yfir dýpk- un í Rifshöfn og er það Björgun ehf. sem vinnur verkið. Pétur Mikli og dýpkunarpramminn Reynir eru nú að fjarlægja á ákveðnum stöð- um efni sem Perlan náði ekki að dæla niður á sjö metra dýpi þegar hún var hér í haust. Um er að ræða 18.000 rúmmetra af efni. Þeg- ar verkinu lýkur verður búið að fjarlægja úr innsiglingunni í Rifi 40.000 rúmmetra og innsiglingin því orðin um sjö metra djúp. þa NFFA frumsýnir Grease í apríl Tæplega fjórir tugir sækja um stöðu sviðsstjóra Unnið við dýpkun innsiglingarinnar í Rifi Smærri bátarnir loks að komast á veiðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.