Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild karla Sunnudaginn 8. febrúar kl. 18:00 ÍA - KFÍ Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Bakaríið Brauðval • Skólabraut 12 – 14 • Akranesi • Sími 434 1413 Fylgstu með okkur á SK ES SU H O R N 2 01 5 Flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9.00 – 18.00 • Laugardaga kl. 9.00 – 16.00 Kökur og brauð • Bara ódýrt Kökur og brauð í úrvali Fólk streymdi að í hundraðatali til að skoða endurbætt fjós Um 500 manns sóttu heim fjósið á Refsstöðum í Hálsasveit á laugar- daginn. Þar var opið hús og fjós- ið með búnaði til sýnis þeim sem vildu. Fjósið hefur staðið tómt um nokkurra ára skeið en hefur nú verið innréttað upp á nýtt og búið nýjum tækjum. Hjónin Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmars- dóttir bændur á Sleggjulæk í Staf- holtstungum festu kaup á Refs- stöðum fyrr í vetur. Þau hafa ráð- ist í miklar fjárfestingar við að inn- rétta rúmgóða fjósbygginguna upp á nýtt og búa hana nýjum tækjum, svo sem fullkomnum mjaltaþjón og öðru sem til þarf. Ekki veitir af. Fjósið á að hýsa um 130 kýr og ársframleiðslan er áætluð um 800 þúsund lítrar af mjólk. Óvirkur mjólkurkvóti lykillinn að fjárfestingu Þau Brynjar og Anna Lísa ætla að hefja reksturinn í nýja fjósinu á því að flytja þangað kýrnar sem þær halda nú í gömlu og litlu fjósi á Sleggjulæk. Síðan verður bætt við bústofninn þar til fjósið verð- ur fullsetið með 130 mjólkurk- úm. Hinir ungu bændur hafa með þessu ráðist í miklar framkvæmdir. Straumhvörf hafa orðið í skilyrð- um til mjólkurframleiðslu í land- inu. Sökum mikillar og sívaxandi eftirspurnar eftir mjólkurafurðum hafa höft sem fólust í framleiðslu- hamlandi mjólkurkvóta verið af- numin. Nú má hver og einn fram- leiða mjólk sem mest hann má án þess að þurfa að kaupa rándýran kvóta fyrst. Borgað er fullt verð fyrir alla mjólk sem bændur senda frá sér. „Jú, jú þetta er mikil fjár- festing. Lykillinn að þessu er að nú er enginn mjólkurkvóti við lýði. Við þurfum ekki að kaupa neinn kvóta til að fara af stað. Þetta væri ekki hægt öðruvísi. Þessi skilyrði sem eru nú í mjólkurframleiðsl- unni eru að opna veruleg tækifæri fyrir unga bændur að hefja rekst- ur og koma undir sig fótunum,“ sagði Brynjar Bergsson við blaða- mann Skessuhorns í nýja fjósinu á laugardaginn. Bæði Brynjar og Anna Lísa eig- inkona hans eru bjartsýn. „Þetta er bara byrjunin. Við höfum verið með kýr á Sleggjulæk í tvö ár. Þær og fleiri flytja hér inn eftir nokkra daga,“ sagði Anna Lísa og brosti. Margir hyggja á framleiðsluaukningu Fóðurblandan er sölu- og um- boðsaðili fyrir innréttingar og tækjabúnað í fjósinu. Böðvar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Fóðurblöndunni, sagði eng- an vafa leika á því að fjöldi gesta sem kom að skoða fjósið á Refs- stöðum tæki af öll tvímæli um að mikill áhugi væri á mjólkurfram- leiðslu nú um stundir. „Já, alveg klárlega. Það er gaman að sjá hve FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 12. febrúar Föstudaginn 13. febrúar Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 5 margir mæta hér í dag. Mjólk- urgeirinn er svo sannarlega að hugsa um nýfjárfestingar enda eru afurðastöðvar að greiða topp- verð fyrir alla mjólk sem kemur inn. Það gerist í kjölfar aukinnar neyslu, meðal annars vegna fjölda ferðamanna sem hafa sótt landið heim. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við okkar vörum. Við finnum að bændur eru að horfa til framtíðar með stækkun á sínum fjósum og þannig reyna að koma til móts við afurðastöðvar varð- andi þá þörf og eftirspurn á mjólk sem liggur fyrir.“ Framtíðarþróun mjólkuriðn- aðar á Íslandi gæti orðið áhuga- verð. Böðvar sagði ljóst að margir kúabændur séu nú farnir að hugsa sér til hreyfings í nýfjárfestingum. „Margir hverjir eru reyndar þegar farnir af stað. Það á sér stað tals- verð aukning í fjölda fjósa með sjálfvirkum mjaltabúnaði, svoköll- uðum róbótum. Ég held að þeim muni bara fjölga á næstu misser- um.“ mþh Bergur Brynjarsson með foreldrum sínum þeim Brynjari Bergssyni og Önnu Lísu Hilmarsdóttur, bændum á Sleggjulæk og Refsstöðum. Bergur ætlar að verða kúabóndi þegar hann verður stór. Margt var skrafað og skeggrætt af áhuga. Meðal gesta voru bændur og búalið víðs vegar af á Vesturlandi og jafnvel einnig af Suður- og Norðurlandi. Brynjar, starfsmaður Fóðurblöndunnar, útskýrir undur mjaltaþjónsins fyrir Þresti bónda á Stakkhamri. Anna Lísa Hilmarsdóttir bóndi og húsfreyja á Sleggjulæk og Refsstöðum hlær með vinkonu sinni Guðrúnu á Ölvaldsstöðum sem var ein fjölmargra sem óskuðu henni og eiginmanni hennar til hamingju með nýja fjósið. Böðvar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Fóðurblöndunni segir að nú eigi sér stað mikil gerjun meðal mjólkurframleiðenda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.