Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Auglýst er eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur á kahúsinu Garðaka, Safnasvæðinu Görðum, Akranesi. Rekstrarsamningur verður til að byrja með fram til loka árs 2015. Garðakaffi er sjálfstæð rekstrareining en rekin í nánu samstar við Byggðasafnið í Görðum. Reiknað er með að rekstraraðilar taki virkan þátt í þeirri starfsemi og viðburðum sem fram fara á svæðinu. Í umsókn skal koma fram hvernig umsækjandi telur að samþætta megi starfsemi kahússins og Byggðasafnsins á áhugaverðan og hagkvæman hátt þannig að sem bestur árangur náist í starfsemi og rekstri kahússins og safnanna og auka þannig gestakomur á Safnasvæðið. Frestur til að skila inn tillögum og nánari upplýsingum er til og með 18. febrúar 2015. Umsóknir sendist á akranes@akranes.is eða afhendist í þjónustuveri að Stillholti 16-18, 1. hæð. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Allansson, forstöðumaður á jon.allansson@akranes.is eða í síma 431-1255. Garðaka á Safnasvæðinu Görðum, Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 5 Stykkishólmsbær Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 Auglýsing um kynningarfund á deiliskipulagstillögu Samkvæmt 40.gr. 3.mgr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur kynningarfundur á eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Nýrækt í Stykkishólmi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Svæðið er um 35ha og liggur í jaðri þéttbýlis Stykkishólms, austan við Byrgisborg. Á svæðinu hefur verið stundað húsdýrahald frá því um 1933-35. Stærsta holtið nefnist Grensás og þar er skógrækt. Markmið deiliskipulags er að skilgreina lóðir fyrir frístundabúskap, dýraspítala og skógrækt. Deiliskipulagstillagan verður kynnt á almennum fundi í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar, 3. hæð, mánudaginn 9. febrúar 2015 milli klukkan 16:00 og 16:30. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. SK ES SU H O R N 2 01 5 Alls urðu 119 banaslys í umferð- inni á Vesturlandi öldina frá 1915 til 2014. Þar af urðu 44 bana- slys innan svæðis póstnúmers 311 í Borgarnesi. Á sama árabili lét- ust 92 Vestlendingar í umferðar- slysum á landinu öllu. Segja má að einn Vestlendingur hafi þannig að jafnaði látið lífið í umferðinni á ári undangengna öld bílaumferðar hér á landi. Allt eru þetta meðal talna sem koma fram í merkri rannsókn sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, hefur unnið og kynnti í liðinni viku. Skýrsla hans ber titilinn „Banaslys í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi, 1915-2014.“ Mikil vinna að baki Óli H. Þórðarson hefur unnið að rannsókn sinni allar götur síð- an 2007 eftir að hann lauk störf- um hjá Umferðarráði. Óli hef- ur tekið saman viðamikið efni um slysasögu umferðar á Íslandi. Þetta hefur hann gert í samráði við samgönguráðuneytið og með vitund Persónuverndar. Til að stunda þessa rannsóknavinnu sem í mörgum tilfellum hefur verið tímafrek hefur hann haft aðstöðu hjá Rannsóknanefnd samgöngu- slysa við Flugvallaveg í Reykjavík. Um 500 heimildamenn víðsvegar um land hafa aðstoðað Óla við að taka saman þessa dapurlegu sögu sem að sjálfsögðu hlýtur að telj- ast hluti af umferðarsögu Íslands. Einnig hafa opinberar stofnanir á borð við Rannsóknarnefndina, Vegagerðina, Ríkislögreglustjóra, Umferðastofu, Háskólann á Bif- röst og Þjóðskrá aðstoðað Óla við þessa vinnu. Þessa átta ára vinnu hefur Óli innt af hendi endur- gjaldslaust í minningu látinna og af hluttekningu við aðstandendur. Rannsóknanefnd samgönguslysa fær nú gögnin í hendur til varð- veislu og áframvinnslu. Færri farast í umferðinni Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mjög síðustu árin. Þrátt fyrir að umferð hafi margfaldast þá er fjöldi þeirra nú sambærilegur við það sem hann var rétt fyrir miðbik 20. aldar og jafnvel minni. Árið 2014 létust fjórir í umferðar- slysum hér á landi. Lægri tala hef- ur ekki sést síðan 1936 en þá lét- ust tveir einstaklingar. Flest urðu banaslysin árið 1977, alls 33 slys sem kostuðu 37 manneskjur líf- ið. Fækkun slysa má sjálfsagt mest þakka bættum vegum, betri bílum og notkun öryggisbelta við akstur. Á áratugnum 2005-2014 varð alls 131 banaslys í umferðinni. Það var mikill munur frá áratugn- um 1975-1984 sem var sá skæð- asti í sögu umferðar á Íslandi. Þá urðu 238 banaslys. Áratugur- inn 2005-2014, með 131 bana- slys, er sambærilegur við áratug- ina 1945-1954 (123 banaslys) og 1955-1964 (143 banaslys). Sum slys urðu mannskæðari en önnur þannig að fleiri en einn lét lífið. Þrjú slys kostuðu fjögur mannslíf, en þrír létust í 17 slysum. Lang- flest slys, eða alls 1269, kost- uðu eitt mannslíf. Í heildina fór- ust 1502 í umferðinni á Íslandi á þeirri rétt tæpu öld sem rannsókn- in nær yfir. Þar af voru 1409 Ís- lendingar. mþh Óli H. Þórðarson kynnti áhugaverðar niðurstöður rannsókna sinna í síðustu viku. Ljósm.: Ozzo Photography. Tæplega hundrað Vestlendingar fórust í umferðinni á hundrað árum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.