Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 18. árg. 4. febrúar 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is ÚTSÖLULOK Laugardag 7. febrúar ÚTSÖLUVÖRUR 50% AFSLÁTTUR Grundarfjarðarbær færði nýjustu íbúum bæjarins veglegar gjafir í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði síðastliðinn fimmtudag. Þá voru 16 nýjustu íbúarnir boðnir velkomnir og leystir út með gjöfum. Eftir að Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri flutti ávarp og kallaði börnin upp var boðið upp á kaffi og kökur. Greinilegt er að mikið líf er í íbúum Grundarfjarðar um þessar mundir en langt er síðan svo mörg börn fæddust á einu ári. Hvort þetta sé eitthvað í vatninu, eða ástæðurnar aðrar, skal ósagt látið en Skessuhorn óskar þessum nýbökuðu foreldrum innilega til hamingju. Ljósm. tfk. Fyrsta loðnan komin til Akraness Loðnuskipið Lundey NS 14 kom til Akraness laust eftir hádegi í gær með fyrsta loðnufarminn á þessari vertíð. Lundey var með um 1500 tonn af loðnu innanborðs og fór aflinn allur í bræðslu hjá fiskimölsverksmiðju HB Granda. Búast má við uppgripum í loðnunni nú í febrúar og mars eftir að sjávarútvegsráðherra ákvað fyrr í vikunni að fylgja ráðum Hafrannsóknastofnunar og auka loðnukvótann í 580 þúsund tonn á þessari ver- tíð. Þetta er 320 þúsund tonna aukning frá fyrri kvótaákvörðun í október síðastliðnum. Ljóst er að menn verða að halda vel á spöðunum til að þessi kvóti náist. Sjá nánar á bls. 18. mþh/ Ljósm. fh. Hefð hefur skapast fyrir því að áhöfnum loðnuskipa sem landa fyrstu ver- tíðarförmum á Akranesi séu færðar tertur við komuna þangað. Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri kom færandi hendi í gær með tertu frá Akranesbæ til Arnþórs Hjörleifssonar skipstjóra á Lundey. Lundey kemur að landi með fyrsta aflann á vertíðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.