Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Í tilefni af 112 deginum, sem er miðvikudaginn 11. febrúar næst- komandi, munu viðbragðsaðilar í Borgarbyggð taka höndum saman til að vekja athygli á starfsemi sinni og ítreka mikilvægi þess að þekkja númerið 112 og hlutverk þess. Í ár verður öryggi og velferð barna í öndvegi og mikilvægi þess að börn og ungmenni geti brugðist rétt við slysum og erfiðum aðstæðum. Það eru björgunarsveitirn- ar Brák, Ok, Heiðar og El- liði, Rauði krossinn, lögreglan, slökkvilið og Heilbrigðisstofn- un Vesturlands sem standa sam- an að neyðarvörnum í Borgar- byggð og 112 deginum. Í tilkynn- ingu frá þeim segir: „Grunnskól- arnir munu fá heimsókn frá björg- unarsveitunum og Rauða krossin- um þar sem lögð verður áhersla á að allir þekki mikilvægi 112 núm- ersins og geti brugðist rétt við aðstæðum sem reyna á skyndi- hjálp. Grunnskólarnir fengu allir heimsókn frá sjálfboðaliða Rauða krossins í haust þar sem farið var yfir grunnatriði skyndihjálpar. Í skólaheimsóknunum verður einn- ig tekið á móti myndum sem nem- endur á yngsta stigi geta sent inn í teiknisamkeppni fyrir 112 dag- inn. Teikningarnar verða hengd- ar upp í Hyrnutorgi í Borgarnesi á 112 deginum og veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Gestum og gangandi verður boðið að æfa endurlífgun á skyndihjálpardúkk- um, skoða búnað björgunarsveit- arfólks, taka skyndihjálparprófið á skyndihjálpar-appinu, fá blóð- þrýstingsmælingu, skoða slökkvi- liðsbílinn og taka þátt í ýmsum leikjum.“ Söfnun fyrir Lúkasi gengur vel Þá segir í tilkynningu að það sé von neyðarvarna í Borgarbyggð að hægt sé á þennan hátt að vekja athygli á hlut- verki neyðarvarna, bæði heima og í samfélaginu öllu, og að bæði ung- ir og aldnir geri sér grein fyrir mikil- vægi réttra viðbragða í aðstæðum sem reyna á. „Viljum við jafnframt við þetta tækifæri minna á söfnun á Lúkasi, sem er hjartahnoðtæki sem við vonumst til að geta eignast á svæðið okkar. Söfn- unin hefur staðið yfir í nokkra mán- uði og vantar nú aðeins herslumun- inn. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta litið við. Við vonumst til að sjá sem flesta í Hyrnutorgi miðvikudag- inn 11.2. á milli kl. 15 og 18.“ mm Í síðustu viku stóð sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir íbúafundum þar sem skýrð var fjárhagsáætlun fyrir nýbyrjað ár og aðgerðir sem henni tengjast. Um leið var kynnt starfsemi Íþrótta- og tómstunda- skólans, sem og ýmislegt fleira í kynningu Kolfinnu Jóhannesdótt- ur sveitarstjóra. Íbúafundirnir voru þrír, í Hjálmakletti Borgarnesi og í félagsheimilunum í Logalandi í Reykholtsdal og Lyngbrekku á Mýrum. Um 150 manns mættu á fundinn í Borgarnesi og fjölmenni sótti einnig fundinn í Logalandi. Fámennasti fundurinn var í Lyng- brekku, en fulltrúar sveitarstjórnar- innar sem blaðamaður Skessuhorns ræddi við voru engu að síður mjög ánægðir með mætinguna á fund- ina og einnig með viðbrögð fund- armanna, sem þeir sögðu að hefðu sýnt aðgerðum sveitarstjórnarinnar skilning þótt vissulega hefði komið sterkt fram gagnrýni eins og vera ber á svona fundum. Það var eink- um mikil hækkun fasteignagjalda milli ára sem stóð upp á sveitar- stjórnarmenn að skýra, en fast- eignagjöld hækka nú verulega eða um rúmlega þriðjung. 36% hækk- un fasteignagjalda er ein af aðgerð- unum til að bregðast við rekstr- arhalla sveitarsjóðs síðustu tvö árin. Viðmælendur Skessuhorns, Kolfinna sveitarstjóri og oddvit- ar meirihlutaflokkanna, Guðveig Eyglóardóttir og Björn Bjarki Þor- steinsson, segja að ekki hafi leng- ur verið komist hjá því að nýta betur tekjustofna sveitarfélagsins og hækka fasteignaskatta. Borgar- byggð hafi ekki verið að nýta þenn- an tekjustofn að fullu og eðlilega bregði fólki nú við svo mikla hækk- un á bretti. Vantar enn að brúa 60 milljónir Kolfinna sveitarstjóri segir að það sem einkennt hafi fjárhagsstöðu Borgarbyggðar síðustu árin sé lít- ið veltufé frá rekstri, lítið svigrúm sé til fjárfestinga án þess að skuld- setja sveitarfélagið enn frekar. Erf- iðlega hefur gengið að halda fjár- hagsáætlanir og rekstrartap ver- ið útkoman. Þessi staða ásamt því sem rekstrarkostnaður hafi hækk- að milli ára þýði að nýta þurfi tekjustofna betur og fara í hag- ræðingaraðgerðir til að brúa bil- ið. Hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins, sem ákveðið hef- ur verið að ráðast í, felast í lækkun á stjórnunarkostnaði, þar með tal- inni uppsögn á fastri yfirvinnu, og þá hefur einnig verið frestað ýms- um verkefnum og minni fjárfest- ingum. Þrátt fyrir þessar aðgerð- ir á enn eftir að finna 60 milljón- ir króna til að ná þeim rekstraraf- gangi 2015 sem þarf til að sveit- arfélagið nái því rekstrarjafnvægi fyrir árin 2013-2015 sem reglur um fjármál sveitarfélaga kveða á um. Skuldahlutfall Borgarbyggð- ar hefur farið hækkandi milli ára. Sveitarfélagið var eitt nokkurra í landinu sem eftirlitsnefnd um fjár- mál gerði athugasemdir við á síð- asta ári varðandi rekstrarjafnvæg- ið. Sveitarstjóri og fulltrúar meiri- hlutans segjast binda vonir við auknar tekjur hjá sveitarfélaginu á næstu misserum. Viðhalda háu þjónustustigi Þremenningarnir eru sammála um að hækkun á rekstrarkostnaði hjá sveitarfélaginu hafi einkennt stöðu þess síðustu árin. Rekstur sveitarfélagins af þeim sökum ver- ið mjög þungur. Engu að síður sé góð samstaða innan sveitarstjórn- arinnar um að viðhalda háu þjón- ustustigi í sveitarfélaginu og tak- ast á við erfiða fjárhagsstöðu. Auk þess hafi menn verið sammála um að þrátt fyrir að dregið verði úr fjárfestingum verði engu að síð- ur ráðist í nauðsynlegar fram- kvæmdir eins og stækkun húsnæð- is Grunnskólan Borgarness og úr- bætur í húsnæðismálum leikskól- ans Hnoðrabóls í Reykholtsdal. Þeirri ákvörðun sveitarstjórnar var mjög vel tekið á íbúafundun- um. „Við metum það eftir íbúa- fundina að fólks sé sátt við þá leið sem valin hefur verið. Gott sam- starf innan sveitarstjórnarinnar er líka ákaflega dýrmætt,“ sögðu Kolfinna og fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar taka undir það. þáBjörn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, Guðveig Eyglóardóttir formaður byggðarráðs og Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri. Vel sóttir íbúafundir um erfiða fjárhagsstöðu Borgarbyggðar Svipmynd frá hópslysaæfingu sem haldin var á Kleppjárnsreykjum í október 2013. Að henni komu þeir björgunaraðilar sem standa að 112 deginum í Borgarbyggð í næstu viku. Neyðarvarnir í Borgarbyggð með dagskrá á 112 deginum Miðvikudaga kl. 21:30 á ÍNN Mannamót ferðaþjónustunnar Hvalabjór Kúttmagakvöld Heimsóknarhundur RKÍ Spenna í Borgarnesi Gettu betur vs. Útsvar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.