Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
Hefur þú hugleitt að skrá þig
sem líffæragjafa?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Hjalti Helgason:
Já.
Gunnar Sigurgeir Ragnarsson:
Já.
Kirstín Benediktsdóttir:
Ég hef stundum hugsað út í það
en það hefur aldrei farið neitt
lengra.
Anna Bragadóttir:
Já, hvort ég hef gert.
Valey Björk Guðjónsdóttir:
Já, mér finnst mjög nauðsynlegt
að allir skoði þetta vel. Ég ætla
að láta skrá mig, hef bara ekki
látið verða af því.
Íslendingar náðu góð-
um árangri á Evrópu-
meistaramótinu í brasil-
ísku jiu-jitsu sem haldið
var í Lissabon í lok janú-
armánaðar. 22 Íslend-
ingar kepptu og hlutu
íslensku keppendurnir
alls tíu verðlaun, þar af fimm gullverðlaun,
tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverð-
laun. Vestlendingar áttu einn mann í hópi
þeirra sem kepptu á mótinu. Það er Skaga-
maðurinn Árni Snær Fjalarsson, en hann
æfir BJJ hjá Mjölni í Reykjavík. Árni Snær var
einn af þeim sem vann til bronsverðlauna á
mótinu, í flokki hvítbeltinga undir 79 kg, 16
ára og yngri. Þess má geta að Árni Snær varð
einnig Íslandsmeistari í fyrra í flokki 15 - 17
ára drengja undir 80 kg. Hann er nemandi í
Grundaskóla á Akranesi. grþ
Um síðustu helgi tóku tíu krakk-
ar frá UMSB þátt í Stórmóti ÍR
í frjálsum íþróttum í Laugardals-
höllinni, en þar voru þátttak-
endur um 800 talsins. Þau náðu
býsna góðum árangri á mótinu,
sjö sinnum fóru þau á verðlauna-
pall og fengu auk þess fimm við-
urkenningar fyrir mestar fram-
farir í sínum flokki. Að auki voru
sett fjögur ný Borgarfjarðarmet
og 24 sinnum bættu þau sinn
persónulega árangur. Bestum ár-
angri náði Arnar Smári Bjarna-
son í flokki 15 ára pilta þegar
hann sigraði í hástökki, stökk 1,67
m. Hann varð í öðru sæti í 60 m
hlaupi á tímanum 7,82 sek og í 60
m grindarhlaupi á 9,34 sek þar sem
hann jafnaði Borgarfjarðarmetið.
Þá varð Arnar Smári einnig þriðji
í kúluvarpi. Að lokum setti hann
nýtt Borgarfjarðarmet í 200 metra
hlaupi á tímanum 24,94 sekúndur.
Grímur Bjarndal Einarsson sett tvö
ný Borgarfjarðarmet. Í þrístökki
þegar hann stökk 12,12 metra og
í 60 m grindarhlaupi á tímanum
9,18 sekúndum. Stefán Jóhann
Brynjólfsson varð í öðru sæti í
200 m hlaupi á 27,79 sekúnd-
um. Sigursteinn Ásgeirsson varð
sömuleiðis í öðru sæti í kúluvarpi
með kasti uppá 9,12 metra. Rún-
ar Freyr Einarsson, Davíð Freyr
Bjarnason og Árni Hrafn Haf-
steinsson fengu allir sérstök verð-
launaskjöl fyrir mestu bætingu í
sínum flokki. Elvar Örn Einars-
son stórbætti árangur sinn í öll-
um þeim greinum sem hann tók
þátt í og Ingibjörg Brynjólfsdótt-
ir keppti í hástökki í flokki 16-17
ára og stóð sig mjög vel. Að lokum
má geta þess að Þórunn Tinna Jó-
hannsdóttir keppti í þremur grein-
um og bætti árangur sinn í þeim
öllum. þá
Nemendafélag Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri og und-
irfélög þess standa fyrir ýmsum
viðburðum á næstunni. Fyrsta
mót vetrarins hjá hestamanna-
félaginu Grana verður fimmtu-
daginn 5. febrúar klukkan 20 á
Mið-Fossum. Í tilkynningu frá fé-
laginu segir að boðið verði upp á
einfalda og létta liðakeppni, þrír
saman í liði; einn á hesti, annar á
hjóli og sá þriðji hlaupandi. „Þetta
verður opið mót og engin skrán-
ingargjöld. Því er um að gera að
safna saman í kröftugt lið og skrá
sig í síðasta lagi miðvikudaginn 4.
febrúar. Eftir keppni verður svo
pubQuiz á Kollubar og öllum vel-
komið að koma þangað. Ef fólk vill
taka þátt, en það er eitthvað vesen
með hrossamál, þá er hægt að hafa
samband við Grana og við reyn-
um að leysa það. Nóg til af hross-
um á svæðinu,“ segir í tilkynningu.
Skráning er á grani@lbhi.is. Laug-
ardaginn 7. febrúar verður haldið
mót í ístölti á Hvanneyrarengjum.
Keppt verður í barnaflokki, minna
vanir og meira keppnisvanir. Hver
og einn metur í hvaða flokki hann
vill keppa svo framalega að aldur-
inn leyfi það.
Loks verður spurningakeppnin
Viskukýrin haldin á Hvanneyri
fimmtudaginn 12. febrúar nk. Þetta er
í ellefta sinn sem keppnin fer fram en
hún hefur alltaf verið skemmtileg og
vel sótt af nemendum og starfsfólki.
Hljómsveitin Trukkarnir halda svo
uppi stuði á Kollubar eftir keppni.
mm/ Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum fór
fram í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafn-
arfirði síðastliðinn föstudag. Rúmlega þrjátíu
krakkar af Vesturlandi á aldrinum 10 - 16 ára
mættu og nutu leiðsagnar þjálfaranna Ragn-
heiðar Ólafsdóttur, Einars Þórs Einarssonar,
Eggerts Bogasonar og Boga Eggertssonar
frá FH. Bjarni Þór Traustason þjálfari UMSB
hafði umsjón með æfingunni og aðstoð-
aði við þjálfun. Greinarnar sem teknar voru
fyrir á æfingunni voru kúluvarp, langstökk,
hástökk, grindahlaup og start og spjót fyr-
ir þau sem vildu. Auk þess var æft að starta
í beygjum á hlaupabraut. Lagt var upp með
að ofgera ekki þátttakendum, þar sem flest-
ir áttu tveggja daga keppni fyrir höndum á
Stórmóti ÍR í Laugardalshöll. Samæfingin var
skipulögð þannig að ferðin gæti nýst bet-
ur þar sem vitað var að margir tækju þátt í
Stórmótinu. SamVEst bauð hressingu á æf-
ingu en eftir æfinguna fór hópurinn saman
að borða í nágrenninu.
SamVest er samstarf sjö héraðssambanda í
frjálsum íþróttum og nær yfir allt Vesturland,
frá Kjalarnesi til sunnanverðra Vestfjarða.
Þetta er þriðja starfsár SamVest, sem hefur
m.a gengist fyrir sameiginlegum æfingum
í Reykjavík og á starfssvæðinu, sumarmóti,
æfingabúðum og heimsókn gestaþjálfara á
starfssvæðið. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur
eins af leiðtogum SamVest samstarfsins er
stefnt á þátttöku SamVest í Gautaborgarleik-
unum í Svíþjóð í sumar, með þátttakendur 12
ára og eldri. grþ
Sundlaugin í Ólafsvík, húsnæð-
ið og umhverfið í kring, hafa tek-
ið miklum breytingum undanfar-
ið. Nú síðast opnaði líkamsrækt-
arstöðin Sólarsport á efri hæðinni
og lífið og fjörið í húsinu því orð-
ið enn meira. Þegar framkvæmd-
unum lýkur verða komnir tveir úti-
pottar, vaðlaug og rennibraut á úti-
svæðinu en inni er sundlaugin sjálf
og einn pottur. Á myndinni má sjá
eldri borgara í sundleikfimi en þeir
stunda hana tvisvar í viku af fullum
krafti og njóta sín svo í útipottun-
um. Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hefur
aðsóknin aukist mikið eftir breyt-
ingarnar og býst hún við að hún
eigi enn eftir að aukast.
þa
Næstkomandi fimmtudag
hefst í fyrsta sinn keppni á
milli hestaáhugamanna í svo-
kallaðri áhugamannadeild.
Mótið verður haldið í Sprett-
shöllinni í Garðabæ og kall-
ast Gluggar og Gler deildin
- Áhugamannadeild Spretts.
Í nokkur ár hefur verið boðið
upp á gæðingaveislu í meist-
aradeild Líflands þar sem
bestu hestar og knapar etja
kappi saman. Áhugamannadeildin
leggur upp með það sem allir eru að
sækjast eftir, skemmtun og léttleika
þar sem hinn almenni reiðmaður
getur framkvæmt það sem fer fram á
vellinum. Alls eru 42 knapar skráðir
til leiks og spennan verður því mik-
il. Liðin hafa lagt mikið í undirbún-
ing undanfarnar vikur, fengið þjálf-
un og ljóst þykir að metnaður áhuga-
manna jafn mikill og þeirra
sem kalla sig meistara, enda
verður boðið upp á gæð-
ingaveislu.
Vesturland státar af liði í
þessari keppni sem keppir
undir merkjum Hring-
hótels. Það er skipað þeim
Önnu Berg Samúelsdótt-
ur (Skugga), Ámunda Sig-
urðssyni (Skugga), Gunnari
Tryggvasyni (Snæfellingi)
og Óskar Þór Pétursson (Snæfell-
ingi). Þjálfari liðsins er Ragnar Hin-
riksson, sem er brottfluttur Borgnes-
ingur. Opnunarhátíð mótsins hefst
á fimmtudag kl. 18:20 þar sem liðin
verða kynnt en húsið opnar kl. 17 og
verða veitingar í boði. Keppni í fjór-
gangi hefst svo klukkan 19. Frítt er
inn fyrir áhorfendur meðan húsrúm
leyfir, segir í tilkynningu. grþ
Vestlendingar með lið
í áhugamannadeildinni
Árni Snær á
verðlaunapalli
SamVest krakkar
æfðu hjá FH
Stóraukin aðsókn í sund
eftir lagfæringarnar
Arnar Smári Bjarnason á efsta palli.
Frábær árangur Borgfirðinga
á stórmóti ÍR
Svipmynd af keppninni um Viskukúna.
Hestamót og Viskukýr fram-
undan á Hvanneyri
Agnar Þór Magnússon og Heiðdís frá Hólaborg á ístöltmóti á Hvanneyrarengjum.