Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinn- ingshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. Athugið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum. 48 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðin voru: „Lengi býr að fyrstu gerð“. Vinnings- hafi er Valdís Jakobsdóttir, Jaðarsbraut 37 Akranesi. mm Hams- laus Seyða Tæp Hal Björg Tútta Leikni Kópía Beljaki Öxull Erfiði Lítið eggjárn 16 Sam- hljóðar Ryk Angan Æstur Lang- amma Krap Skör Gabba Þræta Skömm Trollari Mál Kusk Einn Skörp Forug Stafa- logn Kvittur 8 12 Hnikil Limi Sögnin 3 Aml Enda- sneið 6 Sýl Sjó Dregur 14 Tölur 11 15 1 Fæða Straff Frú Gal- gopar Rauð Elfum Meta Vesælar Brauð Ljós- ker Óreiða Húfa Gæði Feiti Bardagi Skjól Sex Rák Vild 9 Pukur 7 Titill Aldr- aður Akta Hreyf- ing Óhljóð Korn Eink.st. Planta 5 Kinn Band Tauta 10 Hýra Átt Gleður Samdir Ílát Til Óhóf 2 Mikill Troll 1003 Þófi Ummæli Umrót 15 Sérhlj. Skjön Törn Kelti Anga Tæja 14 Múl- asni Kall Lítinn bor Spurði Frekja 4 Leit Sam- ofið 13 Haka 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Hjónaklúbbur Eyrarsveitar heldur árlegt þorrablót sitt 7. febrúar næst- komandi. Miðasalan var á sunnu- daginn og lögðu menn mismikið á sig til að nálgast miða. Ákveðin hefð hefur myndast í Grundarfirði um að vera fyrstur á húninn og svo virðist sem aukin harka hafi verið að færast í leikinn þessi síðustu ár. Fyrir nokkrum árum lögðu menn það á sig að vakna eldsnemma um morguninn til að ná húninum og dugði það þá til en í fyrra og í ár voru menn að mæta jafnvel daginn áður til að bíða í röðinni. Var fyrsti maður mættur á húninn klukk- an 20:40 kvöldið áður en miða- salan sjálf hófst ekki fyrr en á há- degi á sunnudaginn. Sem betur fer þurftu menn ekki að bíða úti í kuld- anum þetta árið, heldur fengu þeir sem lögðu þetta á sig hlýtt húsa- skjól, kaffi, kakó og piparkökur til að ylja sér. Þorrablótsröðin í ár var í jólahúsinu hjá Jónu og Smára og því voru aðstæður hinar heimilis- legustu. tfk Í húsi við Akratorg á Akranesi hef- ur verið opnað nýtt fyrirtæki. Það er bókarinn Lilja Halldórsdótt- ir sem hefur leigt neðri hæðina á Skólabraut 37 og rekur nú það- an þjónustufyrirtækið LH bókhald ehf. Lilja er þó enginn nýgræðing- ur í bransanum. Fyrirtækið stofnaði hún upphaflega 2011 en hún hefur starfað lengi við bókhald. „Ég var lengi að vinna heima við bókhald. Ég vann á skrifstofu Akranesdeild- ar Rauða krossins og var í vinnu hjá Ritara. Ég var búin með fjármála- og rekstrarnám fyrir löngu, þann- ig að það má eiginlega segja að ég hafi alltaf verið í þessu. Ég útskrif- aðist sem viðurkenndur bókari úr Háskólanum í Reykjavík í lok árs 2010,“ útskýrir Lilja. Fyrirtækin ekki bundin við svæðið Lilja segir bókhaldsvinnuna eiga vel við sig og að henni þyki skemmti- legt að starfa við hana. LH bók- hald er almenn bókhaldsþjónusta sem veitt er bæði til fyrirtækja og einstaklinga. „Þetta er almenn bókhaldsþjónusta svo sem launa- útreikningar, virðisaukaskil, upp- gjör og allt sem viðkemur rekstri einstaklinga og fyrirtækja,“ seg- ir Lilja. Hún bætir því við að hún hafi einnig lengi gert skattfram- töl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er mikilvægt fyrir alla að hafa allt á hreinu varðandi skattskilin. Eins eru margir sem vilja láta fara yfir þetta hjá sér og við gerum það líka.“ Þjónustan hjá LH bókhaldi er ekki bundin við bæjarfélagið en Lilja segir að margir átti sig ekki á því. „Fyrirtæki geta verið í svo- kölluðu fjarbókhaldi hjá okkur. Þau þurfa ekki endilega að vera á staðn- um, þar sem þetta er að miklu leyti orðið rafrænt. Þau geta fengið að- gang að bókhaldskerfinu og fært eitthvað inn sjálf og fylgst með ef þau vilja. Þjónustan er því alls ekki bundin við Akranes,“ útskýrir Lilja. Hún segir að álagið við starf- ið dreifist nokkuð jafnt yfir árið en mest sé að gera um það leyti sem skila á skattaskýrslum. „Framundan eru skattframtölin, þannig að það er nóg að gera. Það koma einstaka mánuðir sem eru rólegri en aðrir en annars er þetta nokkuð jafnt yfir árið, maður hefur alltaf eitthvað að gera.“ Lífið við Akratorg að aukast Lilja starfar ekki ein á Skólabraut- inni. Jóhanna Árnadóttir hefur ver- ið í 50% starfi hjá henni í eitt ár. „Með aukinni starfsemi réði ég starfsmann og flutti svo í þetta hús- næði. Ég er mjög ánægð með að vera komin hingað. Við vorum áður með litla skrifstofu við Þjóðbraut,“ segir Lilja. Nýja skrifstofan er stað- sett alveg við Akratorgið, beint á móti kaffihúsinu Skökkinni sem opnað var í haust. Þar voru áður til húsa Veiðibúðin og Róbótasafnið sem opið var síðasta sumar. Rýmið er opið og bjart og augljóst að eitt- hvað hefur verið endurnýjað þar inni. „Við reistum einn vegg, sett- um teppi á gólfin og gerðum þetta fínt,“ segir Lilja. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð frá fólki úr bænum. „Margir eru ánægðir með að sjá að það er verið að gera fínt á neðri Skaganum og að það sé eitt- hvað um að vera. Einnig eru marg- ir að uppgötva fyrst núna að maður sé að gera þetta. Ég hef lítið aug- lýst það í gegnum árin en núna er það meira áberandi.“ Þær bæta því við að gaman sé að vera staðsettur í miðbænum enda sé lífið að aukast í kringum torgið. „Það er allt að lifna við. Þetta er gjörbreytt mið- að við hvernig það var og eru bara jákvæðar breytingar. Það er miklu meira líf í kringum torgið, það hef- ur bæði aukist bílaumferðin hérna og umferð gangandi vegfarenda,“ segja Lilja og Jóhanna. grþ Skagamaðurinn Sigurður Helgason tók þátt í keppni bestu matreiðslu- manna heims, Bocuse d’Or keppn- inni í Lyon í Frakklandi, óform- legri heimsmeistarakeppni, sem fram fór undir lok janúarmánaðar. Sigurður stóð sig mjög vel í keppni 24 matreiðslumanna og hafnaði í áttunda sæti. Hver keppandi þurfti að reiða fram 14 forréttadiska og síðan einn bakka sem á er aðalrétt- urinn, einnig fyrir 14 manns. Sig- urður tengdi saman í matargerð sinni ímynd hreinleika landsins, af- urðir þess og náttúrufegurð. Með- an annars var á bakka hans eldfjall sem vakti talverða athygli sýningar- gesta á keppninni. Þátttaka Sigurð- ar í keppninni var vel studd áhuga- mannafélagi héðan að heiman og var Magnús H. Ólafsson arkitekt á Akranesi forsvarsmaður fyrir hópn- um. Magnús fylgdist með keppn- inni á staðnum. „Ég vil byrja á því að þakka sér- staklega fyrir framlög Skagamanna fyrir stuðning við keppnishald Sig- urðar,“ sagði Magnús í samtali við Skessuhorn. Hann segir árang- ur Sigurðar í keppninni vera stór- merkilegan. „Þeir stóðu sig alveg með prýði. Það að lenda í næsta sæti á eftir Frökkum er stórmerki- legur hlutur.“ Þá nefndi hann einnig að gaman hafi verið að sjá hversu vel Norðurlöndin stóðu sig í keppninni. „Norðmenn urðu í fyrsta sæti, Svíar í því þriðja, Finn- ar í fjórða, Danir í sjötta sæti og svo Ísland í áttunda sæti á eftir Frökk- um. Þetta er verulega góður árang- ur hjá Sigurði og það var einstak- lega ánægjulegt að vera viðstadd- ur þessa keppni. Það var samt sem áður greinilegt að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan stuðning í undirbúningi og þess háttar lenda ofarlega,“ sagði Magnús H. Ólafs- son forsvarsmaður stuðningsmanna Sigurðar. þá Beðið lengi eftir miðum á þorrablótið Sigurður hafnaði í áttunda sæti LH bókhald er nýjasta viðbótin við Akratorg Jóhanna Árnadóttir og Lilja Halldórsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.