Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Leiðrétt nafn STYKKISH: Í spurningu vikunnar í síðustu viku var María Jónasdóttir í Stykkis- hólmi ein þeirra sem svaraði spurningu blaðamanns. Með henni á myndinni var dótt- ir hennar Katrín Orradóttir. Fyrir mistök var nafn dóttur- innar rangt skráð. Beðist er velvirðingar á því og mynd- in birt að nýju. Hér er sem- sagt María með dóttur sína Katrínu. -þá Klippti sauðfé til sigurs RVK Sigur í rúningskeppn- inni Gullklippunum féll í skaut Julio Cesar Guiter- rez bónda á Hávarsstöð- um í Hvalfjarðarsveit ann- að árið í röð. Keppnin fór fram í Reykjavík um síðustu helgi í tengslum við aðal- fund Landssamband sauð- fjárbænda. Sex þrautþjálfað- ir rúningsmenn kepptu sín á milli um það hver þeirra gæti unnið bestu og sneggstu rúninguna. Julio hefur þrisv- ar orðið Íslandsmeistari í rúningi. Í sumar tekur hann öðru sinni þátt í heimsmeist- aramótinu í sauðfjárklipp- ingum sem fram fer í Bret- landi. -mþh Makríllinn gaf rúma 20 milljarða MIÐIN: Heildarútflutn- ingsverðmæti makríls á síð- asta ári nam 22,4 milljörðum króna. Þetta verðmæti jókst um rúma 2,2 milljarða frá árinu 2013. Á hinn bógin var veitt hlutfallslega meira en sem nam verðmætaaukning- unni. Alls voru tæp 124 þús- und tonn af makríl á bak við útflutningsverðmætin sem er 17% aukning samanbor- ið við 2013. Verð á makríl lækkuaði á síðasta ári. Þegar upp var staðið varð meðal- verð síðasta árs 5% lægra en á árinu 2013. Mest af mak- rílnum er selt til Rússlands. Þangað voru seld 30,5% heildarmagnsins. Þetta var alls 35% heildar útflutnings- verðmæta makrílsins. Mark- aðurinn í Rússlandi var lang- verðmætastur fyrir íslenskan makríl. Þær tvær þjóðir sem næstar eru í magni og verð- mætum á síðasta ári voru Holland og Nígería. Þang- að fóru alls 46 þúsund tonn. Það var rúmlega 8 þúsund tonnum meira en selt var til Rússlands. Verðmætið varð hins vegar 554 milljón- um lægra en það sem fékkst fyrir makrílinn hjá Rússum. Landssamband smábáta- eigenda birtir þessar tölur á vef sínum og vinnur upp úr gögnum Hagstofunnar. -mþh Meðal viðburða um páskana má nefna að í Borgarneskirkju á föstu- daginn langa verða Passíusálm- arnir fluttir í heild sinni frá kl. 13:30. Lesarar verða fimm hjón en tón- list flytja Jónína Erna Arnardóttir og Steinunn Árnadóttir. Sjá nánar í frétt í Skessuhorni í dag. Misjöfnu veðri er spáð næstu dag- ana. Á miðvikudag er spáð norðan- og norðvestan 8-15 m/sek, bjart- viðri sunnan- og vestanlands en annars snjókomu eða éljum. Dreg- ur úr vindi og ofankomu síðdegis, frost tvö til 12 stig, mildast við suð- austur ströndina. Á fimmtudag er spáð austlægri átt, 5-13 m/sek og bjart norðan til á landinu, annars skýjað. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir suðlæga átt, allhvassa á köflum. Dálítil snjókoma eða slydda verður með köflum og síð- ar rigning með hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðan til. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns. „Hvernig hyggstu verja páskafríinu?“ Flestir virðast ætla að vera heima, eða 62,92%. „Verð að vinna“ sögðu 13,37%, „ferðast innanlands“ var svar 10,33%, „fer til útlanda“ sögðust 4,86% ætla og sitt lítið af hverju var svar 8,51%. Í þessari viku er spurt: Myndir þú kjósa sama flokk og síðast ef kosið væri í dag? Georg Breiðfjörð, hinn síungi Hólmari, fagnaði 106 ára afmæli sínu í liðinni viku. Hann náði um leið þeim áfanga að verða allra karla elstur hér á landi. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Talsverðrar reiði gætir meðal íbúa í dreifbýli Borgarbyggðar vegna upplýsinga um að til standi að sam- eina starfsstöðvar í grunnskólum á svæðinu og selja fasteignir. Við- mælendur Skessuhorns segjast líta á grunnskólana sem grunnstoð samfélagsins sem ekki verði hrófl- að við nema með fullu samráði við alla hagsmunaaðila. Forsvars- menn Borgarbyggðar ræddu í síð- ustu viku um málið við skólafólk og íbúa á nokkrum lokuðum fundum. Þá hafa íbúar á Hvanneyri hald- ið fundi í sínum röðum og munu samkvæmt heimildum Skessuhorns Borgfirðingar reiðir vegna hugmynda um sameiningu starfsstöðva skóla leggja mikla áherslu á að verja starfsstöð Grunnskóla Borgarfjarð- ar á Hvanneyri. Að sögn Guðveigar Önnu Eygló- ardóttur, formanns fræðslunefndar og formanns byggðarráðs Borg- arbyggðar, var ákveðið að boða til opins íbúafundar í Hjálmakletti í gærkvöldi, mánudag. Fundurinn var ekki byrjaður þegar Skessuhorn var sent í prentun, en sagt verður frá honum í næsta blaði og á vef Skessuhorns. Á fundinum átti að ræða eigna- og skólamál í sveitar- félaginu. „Borgarbyggð þarf að ná fram verulegri hagræðingu í rekstri eins og legið hefur fyrir um hríð. Við erum með einna lægstu skatt- tekjur á íbúa en erum á sama tíma í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem útgjöld til skólamála eru hæst mið- að við íbúafjölda í samanburði við önnur sveitarfélög af svipuð- um toga. Ef við sjálf náum ekki að koma böndum á taprekstur og versnandi skuldastöðu verða ráð- in einfaldlega tekin af okkur. Eftir- litsnefnds með fjármálum sveitarfé- laga tekur þá yfir stjórnun fjármála og við höfum þá ekkert um það að segja lengur,“ segir Guðveig Anna í samtali við Skessuhorn síðastliðinn fimmutdag. Í fjárhagsáætlun þessa árs kemur fram að Borgarbyggð þurfi að spara 3-5% í fræðslumál- um á þessu ári sem svarar til 50-80 milljóna króna. Tveir vinnuhópar að störfum Guðveig segir að starfandi séu tveir vinnuhópar á vegum Borgarbyggð- ar og eiga þeir að skila tillögum um miðjan apríl. „Annar hópurinn fjallar um mögulega hagræðingu í rekstri skóla en hinn fjallar um sölu fasteigna. Að hluta til skarast hug- myndir þessara hópa. Fundurinn á mánudagkvöld [í gær] með íbúum á að gefa þeim kost á að tjá sig um þessi mál áður en nokkrar ákvarð- anir verða teknar,“ segir Guðveig. Hún staðfestir við blaðamann að búið sé að halda nokkra fundi með starfsfólki skólanna í Borgarbyggð og kveðst skilja að óljós orðrómur fari illa í fólk. „Markmið okkar er að geta bætt alla þjónustu við nem- endur skólanna. Til þess að það sé hægt þurfum við að finna leiðir til að hagræða í daglegum rekstri. Fræðslumál eru langstærsti út- gjaldaliður sveitarfélagsins. Sífellt þarf að leita leiða til að hagræða í rekstri í öllum málaflokkum sveit- arfélagsins og er lögð áhersla á að sú vinna sé stöðugt í gangi. Skip- an vinnuhópa nú er til að kanna möguleika á breytingum sem hafa varanlegan sparnað í för með sér og lækkun vaxtakostnaðar með lækkun skulda. Markmiðið með aðgerðun- um er ennfremur að skapa tækifæri til að bæta þjónustu og styðja við faglegt starf á sviði fræðslumála,“ segir Guðveig. Samkvæmt heimildum Skessu- horns hafa forsvarsmenn Borgar- byggðar látið þau ummæli falla að meðal tillagna starfshópanna sé að loka Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar og þess hluta skól- ans á Varmalandi sem verið hef- ur í gamla húsmæðraskólahúsinu. Nemendum á Varmalandi verði þá öllum kennt undir sama þaki en nemendum á Hvanneyri ekið í grunnskólann í Borgarnesi eða á Kleppjárnsreyki. Hús gamli hús- mæðraskólans á Varmalandi og grunnskólahúsið á Hvanneyri yrðu þá seld. mm Meðal hugmynda er að hætta rekstri GBF í gamla húsi Húsmæðraskólans á Varmalandi. Ljósm. Mats Wibe Lund. Frá skólaslitum í Hvanneyrardeild Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri fyrir nokkrum árum. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Landssamtök sauðfjár- bænda héldu aðalfund sinn í Reykjavík um liðna helgi. Á fundinum var meðal annars lögð fram og kynnt skýrslan „Samfélags leg þýðing sauðfjárræktar.“ Hún var unnin af Rann- sóknastofnun Háskól- ans á Akureyri. Í skýrsl- unni er dregin upp mynd af byggðalegri þýðingu sauðfjárræktarinnar, verð- mætasköpun greinarinn- ar og ýmsu fleiru. Skýrslan er alls 60 síður og má nálg- ast hana á heimasíðu LS; saudfe.is. Alls eru 87 bein störf í sauðfjárrækt í Borg- arfirði. Það eru 1,6% af öllum störfum þar sem eru alls metin 5.500 talsins. Á Snæfellsnesi og í Dölum er þetta hlutfall 3,6% af heildinni. Ýmislegt fleira áhuga- vert er að finna í skýrsl- unni þegar gluggað er í töl- ur. Til að mynda kom 16% sláturfjár á landinu frá Vesturlandi (Borgarfirði, Snæfellsnesi og Döl- um) árið 2014. Þrátt fyrir það eru engin sláturhús eða afurðastöðv- ar lengur í landshlutanum og þar af leiðandi engin störf á svæðinu sem tengjast úrvinnslu sauðfjár- afurða. Mestu er slátrað á Norð- vesturlandi. Árið 2014 var 52% af öllu sláturfé slátrað á Sauðárkróki, Hvammstanga og Blönduósi, alls 306 þúsund af 592 þúsund fullorðnu fé og lömbum. Úrvinnslan dreifist hins vegar meira um landið. Verðmætasköpun sauð- fjárræktar vegna sláturfjár nam alls 835 milljónum króna á Vesturlandi árið 2014. Heildar verðmæta- sköpun sláturfjár á landinu var hins vegar 10.707 millj- ónir það ár. Verðmæta- sköpunin á Vesturlandi er þannig 7,8% af heildinni. Verðmætasköpunin er svo lítil hlutfallslega í lands- hlutanum samanborið við framleiðsluhlutfall slát- urfjár (16%) vegna þess að á Vesturlandi eru eng- in sláturhús eða úrvinnslu- stöðvar eins og áður seg- ir. Mesta verðmætasköp- unin er á Norðurlandi og á Suðurlandi þar sem slátur- húsin og afurðastöðvarn- ar eru. Þannig má segja að vestlenskir sauðfjárbænd- ur séu að færa úrvinnslu- stöðvum á Norðurlandi og Suður- landi störf við slátrun og úrvinnslu og þar verður verðmætasköpunin hlutfallslega langmest. mþh Sauðfjárslátrun á Sauðárkróki. Hlutfallslega lítil verðmætasköpun í sauðfjárrækt á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.