Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Ætlar þú að fara eitthvað um páskana? Spurning vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Rebekka Einarsdóttir: Ég ætla að eyða páskunum heimavið. Magnús Jónasson: Ég ætla vera heima hér í Ólafs- vík. Grímur T. Stefánsson: Ég verð heima að grilla. Katarzyna Kapszukiewicz: Ég verð heima. Arnaldur Björnsson: Ætli ég verið ekki bara heima? Sky Sports Italy voru nýverið á ferð- inni á Akranesi. Tökulið frá stöð- inni var að vinna heimildamynd um íslenska fótboltaundrið en þáttur- inn var frumsýndur á Sky Sports Italy síðastliðinn fimmtudag. Með- al efnis var meðal annars heimsókn til Breiðabliks og ÍA, ásamt viðtali við Lars Lagerbäck landsliðsþjálf- ara. Á Skaganum tóku þeir viðtöl við leikmenn og þjálfara meistara- flokks karla, mynduðu Norðuráls- völlinn og Akraneshöllina. Að lok- um var farið niður í Akranesvita þar sem félagarnir dáðust að fallegu útsýni í allar áttir og briminu sem svarf ströndina. Myndin er prýðileg kynning fyrir Akranes meðal ann- ars sem skemmtilegs áfangastað- ar fyrir ferðamenn. Meðfylgjandi mynd var tekin af Niccolo Omini þáttastjórnanda og tökumanni hans uppi í Akranesvita. þá Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi mun verða fluttur á nýj- an stað með vorinu. „Við ætlum að efla matar- og handverksmarkaðinn og flytjast nær hringiðunni í Borg- arnesi,“ segir Anna Dröfn Sigur- jónsdóttir formaður Ljómalindar sveitamarkaðs í samtali við Skessu- horn. „Við flytjum á endann í Brú- artorgi 4 við hlið Framköllunar- þjónustunnar, þar sem Ship-O- Hoj var áður til húsa. Stefnt er á að opna í maí á nýja staðnum en við verðum með opið á Sólbakkanum þangað til.“ Ljómalind matar- og handverks- markaður er rekinn af ellefu kon- um sem vinna sjálfboðavinnu við mönnun verslunarinnar. Þær selja allar matvöru eða handverk í versl- uninni og sumar jafnvel hvoru tveggja. Að auki eru um 30 aðilar með vörur í umboðssölu, en skil- yrði er að seljendur séu af Vest- urlandi eða varan hafi ríka teng- ingu við landshlutann. Það má því segja að mikil gróska sé í matar- framleiðslu og handverki á Vestur- landi. „Við erum með frábært úr- val og vöndum mjög vörurnar sem við seljum. Meira að segja er sér- stök matsnefnd sem starfar á okk- ar vegum og metur allar vörur sem lagðar eru til af framleiðendum. Þetta er óháð matsnefnd og tryggir hlutleysi og að vörurnar sjálfar séu vandaðar,“ útskýrir Anna Dröfn. „Svo erum við svo heppnar að Sig- ursteinn Sigurðsson arkitekt ætlar að hanna fyrir okkur nýja húsnæð- ið, líkt og hann gerði á fyrri stað. Vonir standa því til að okkur tak- ist að flytja með okkur sveitastemn- inguna úr Sólbakkanum og færa nær miðbænum í Borgarnesi,“ seg- ir Anna Dröfn. eha Frá vetrinum 1974 – 1975 hafa konur af Hvanneyri hist í hverri viku til þess að spila blak. Félagið er því fjörutíu ára um þessar mundir. Íþróttahöllin á Hvanneyri var aðal æfingastaðurinn og tóku konurnar þátt í nokkrum mótum utan svæðis fyrstu árin. Þegar æfingarnar voru orðnar að föstum lið í samfélaginu varð að gefa hópnum nafn og kom þar fyrst til vals Hvannir. Nafn- ið ber með sér styrk og staðfestu sem einkennir liðið enn þann dag í dag. Margar konur á Borgarfjarðar- svæðinu hafa lagt leið sína á æfingar með Hvönnum og fjölmargir þjálf- arar hafa aðstoðað þær við að efla styrk sinn og færni. Æfingar voru tvisvar sinnum í viku í íþróttahöll- inni og sýndi liðið mikinn metn- að og lagði gjarnan leið sína á mót til þess að meta styrk sinn við önn- ur lið. Í kringum 2005 fór að bera á veikleika í æfingaaðstöðunni þar sem það var farið að skipta meira máli að nýta lofthæð til hins besta. Íþróttahöllin á Hvanneyri varð því að víkja fyrir hærra íþróttahúsi einu sinni í viku þar sem Hvannirn- ar fóru að sækja æfingar að Klepp- járnsreykjum. Þetta opnaði mögu- leikann fyrir uppsveitakonur að mæta á æfingar í blaki. Um svipað leyti rann blakdeild Hvanna undir Ungmennafélagið Íslending. Fyrsta öldungamótið sóttu Hvannirnar að Siglufirði 1992 og hafa sótt Öldungamót BLÍ síðan þá. Fyrst þegar Hvannirnar fóru á Öldungamót BLÍ voru þrjár deild- ir, núna í dag eru kvennadeildirn- ar orðnar 14. Árið 2007 náði blakl- ið Hvanna þeim árangri að senda þrjú lið á Öldungamót BLÍ sem var haldið í Garðabæ. Blaklið Hvanna æfir enn af kappi tvisvar sinnum í viku, annars vegar á þriðjudags- kvöldum kl. 20 – 22 að Kleppjárns- reykjum og hins vegar í Borgarnesi á miðvikudagskvöldum kl. 20:30 – 21:45. Þær taka vel á móti öllum konum, hvort sem þær hafa snert blakbolta eða ekki. Frábær líkams- rækt í skemmtilegum félagsskap hressra kvenna. Ef einhverjar vilja fá nánari upplýsingar um blaklið Hvanna þá hafið samband við Sól- rúnu Höllu á netfangið solla@vest- urland.is Sólrún Halla Bjarnadóttir. Ljómalind mun halda hinum sérstöku einkennum sínum á nýja staðnum við Brúartorg 4. Ljómalind verður flutt að Brúartogi Elfa Hauksdóttir afhendir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur lyklavöldin að nýja hús- næði Ljómalindar. Anna Dröfn segir spennandi tíma framundan hjá Ljómalind sveitamarkaði. Knattspyrnubærinn Akranes til umfjöllunar á Sky Sport Frá æfingu Hvanna í Borgarnesi í mars 2015. Efri röð frá vinstri: Unnur Jónsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Helga Dís Árnadóttir, Linda Sif Níelsdóttir og Margrét Jósefsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Aðalheiður Kristjáns- dóttir, Rósa Marinósdóttir og Sólrún Halla Bjarnadóttir. Þetta er einungis hluti þess hóps sem æfir í dag með Hvönnum. Saga blakfélagsins Hvanna Mynd frá 1992 þegar Hvannirnar fóru á sitt fyrsta Öldungamót BLÍ á Siglufirði. Efri röð frá vinstri: Ásdís B. Geirdal, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, Erna Bjarnadóttir, Jófríður Leifsdóttir og Rósa Marinósdóttir. Neðri röð frá vinstri: Steinunn Ingólfs- dóttir, Hafdís Rut Pétursdóttir, Þóra Stefánsdóttir og Oddný Sólveig Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.