Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 „Þolinmæði mín gagnvart dug- leysi Orkuveitu Reykjavíkur í frá- veitumálum hér á Neðri Skaganum er algjörlega þrotin. Að þetta fyr- irtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og þar með almennings, geti leyft sér að haga sér með þessum hætti er fullkomið siðleysi og þar að auki lögbrot. Það er verið að brjóta á mínum rétti og annarra íbúa og því get ég ekki unað“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skag- ans og Þorgeirs & Ellerts á Akra- nesi í samtali við Skessuhorn. Lögmaður Ingólfs ritaði í síð- ustu viku Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og Heilbrigðiseftir- liti Vesturlands hins vegar bréf þar sem hann krefst þess að úthlaups- rör með skólpi frá Neðri Skagan- um verði, innan tíu daga frá dag- setningu bréfsins, lengt út fyrir Krókalón og út í sjó, út fyrir þing- lýst eignarland hans sem nær 200 metra út fyrir stórstraumsfjöru. Í stuttu máli má segja að frárennslið frá Neðri Skaga sé opið og veitt inn á einkalóð í Krókalóni. Áðurnefnt bréf er ekki það fyrsta sem Ingólfur og hans fyrirtæki senda OR vegna málsins heldur er þetta þriðja bréf- ið sem Orkuveitan fær erindi vegna þess. Ingólfur segir að fráveitumál á Akranesi séu í algjörum lamasessi. Þannig hafi um árabil öllu skólpi frá Neðri Skaganum verið hleypt út um pípu í flæðarmáli Krókalóns við verksmiðjuhús Skagans. Fyrir þessa „þjónustu“ rukkar Orkuveita Reykjavíkur fullt gjald af íbúum og fyrirtækjum. Sama gjald og um full- hreinsað skólp væri að ræða og út- hlaup langt út í sjó eins og gert er í Reykjavík“ segir Ingólfur. „Hvern- ig geta kjörnir fulltrúar á Akra- nesi samþykkt að Orkuveitan rukki skjólstæðinga þeirra um sama gjald fyrir þessa „þjónustu“ eins og fyrir frárennsli í Reykjavík, þar sem eru fullkomnar hreinsistöðvar.“ spyr Ingólfur. „Er Orkuveitu Reykjavík- ur stætt á því að hafa sömu gjald- skrá á Akranesi og í Reykjavík?“ Ingólfur beinir orðum sínum til bæjarfulltrúa á Akranesi, sem fara með umboð bæjarbúa til að gæta hagsmuna þeirra í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur. „Bæjaryfir- völd á Akranesi bera fulla ábyrgð á þessu ástandi og loka augunum fyr- ir augljósum lögbrotum og ganga hagsmuna Orkuveitunnar fram yfir gröf og dauða. Það þýðir ekk- ert að bera við bágri fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Slæm fjár- hagsstaða hennar getur aldrei rétt- lætt lögbrot gegn viðskiptavinum hennar. Þegar Orkuveitan tók við rekstri fráveitunnar var gjaldskrá- in hækkuð eins og um fullhreins- að skólp væri að ræða. Við, íbúar og fyrirtæki á Akranesi, fyrirfram- greiddum því í raun framkvæmd- ir sem ennþá hefur ekki verið lokið og hafa verið stopp frá hruni. Það er verið að brjóta lög og traðka á rétti landeiganda með því að losa skít inná á þeirra landareign. Akra- neskaupstaður ber, sem 6% eignar- aðili í Orkuveitu Reykjavíkur, fulla ábyrgð á að hlutirnir séu með þess- um hætti. Bæjarfulltrúar hafa því ekki og eru ekki að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Hvorki núver- andi né fyrrverandi bæjarfulltrúar,“ segir Ingólfur. Vann mál og fleiri í gangi Ingólfur vann, fyrir aðeins rúmu ári síðan, mál fyrir Hæstarétti þar sem Orkuveitunni var meinað að innheimta fráveitugjald fyrir hluta þeirra mannvirkja sem tilheyra Skaganum og Þ&E vegna þess að þau voru alls ekki tengd kerfi Orku- veitunnar. Dómurinn var afdrátt- arlaus en í honum sagði m.a. „Af Ýmislegt verður um að vera í Hval- firði um páskana. Sundlaugin að Hlöðum verður opin um páska- helgina að páskadegi undanskild- um. Hernámssetrið að Hlöðum verður opið föstudaginn langa, laugardaginn í páskahelginni og á annan dag páska. Á Þórisstöð- um í Svínadal verður páskaeggja- leit, boðið upp á fjórhjólaferðir og hægt að fá kaffi. Þar er þó lok- að annan páskadag. Hótel Glym- ur hefur opið kaffihús alla daga frá 13 til 17 og þar ætti fólk að prófa matseðilinn líka. Veitingastaðurinn verður opinn öll kvöld frá kl. 18:30 til 21:00. Á Bjarteyjarsandi verð- ur hægt að fara í fjöruferð á laug- ardeginum í páskahelginni klukk- an 11:30. Þar verður hægt að fá kaffi og súpu í Hlöðunni. Síðast en ekki síst er páskamessa í Hallgríms- kirkju í Saurbæ á páskadagsmorg- un klukkan 8.00. Sá siður hefur verið við lýði frá aldamótum, seg- ir séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur, sem hlær við þegar hann var sérstaklega inntur eftir því hvort um prentvillu væri að ræða í auglýsingu sem sjá má annarsstað- ar í blaðinu. mþh Eiríkur Hjálmarsson upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavík- ur segir að rétt sé að staða frá- veitumála sé víða óviðunandi. Fréttina hér til hliðar fékk hann senda og gafst fyrirtækinu kostur á að svara efnislega þeirri gagn- rýni sem Ingólfur Árnason set- ur fram. „Nú vinnum við Orku- veitufólk hörðum höndum að því að bæta úr á okkar starfssvæði, eins og Skessuhorn hefur greint frá. Áður en framkvæmdum var seinkað með samkomulagi OR og eigenda snemma árs 2011, höfðu komið upp langdregnar deilur um legu göngustígs við Króka- lón, sem Orkuveitan átti ekki að- ild að, en töfðu verkefnið á sínum tíma. Okkur finnst því sérstak- lega súrt að horfa upp á ástandið þar en úrbótum verður lokið fyr- ir lok næsta árs.“ Eiríkur segir að nú sé uppbygging fráveitu á Akra- nesi, í Borgarnesi og á Kjalar- nesi að komst á fullt skrið að nýju og framkvæmdum á að ljúka fyr- ir árslok 2016. „Umfangsmestu framkvæmdir þessa árs er lagning sjólagna frá Akranesi og Kjalar- nesi en fyrirhugað er að sjólagnir í Borgarnesi verði lagðar á næsta ári. Reiknað er með að kostnað- ur vegna þessa nemi rúmlega 600 milljónum króna á árinu 2015. Áætlað er kostnaður við verkefnið á þessum tveimur árum nemi allt að 1.700 milljónum króna. Þess- ar framkvæmdir eru dýrar og útlit fyrir að tekjur af fráveitugjöldum borgi þær ekki upp fyrir en eftir fjölda ára,“ segir Eiríkur Hjálm- arsson. „Það er síðan ekki alveg rétt með farið að rekstri Orkuveitunn- ar hafi verið komið fyrir vind með því einu að hækka gjöld. Planið, sem er heitið á aðgerðaáætlun- inni sem Orkuveitan vinnur eftir, hafði samkvæmt nýbirtu uppgjöri OR fyrir 2014 skilað 49,6 millj- örðum króna um síðustu áramót. Þar af voru 7,4 milljarðar vegna gjaldskrárbreytinga, eða 15%,“ segir Eiríkur. mm Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir í skólann og kynn- ir nýjungar í námsframboði. Þrjár nýjar námslínur eru á félagsvís- indasviði til bakkalárgráðu; í bylt- ingafræði, í miðlun og almanna- tengslum og í stjórnmálahagfræði. Háskólinn á Bifröst ríður einnig á vaðið og býður nám á lögfræðisviði í fjarnámi, fyrst allra skóla. Á við- skiptafræðisviði er nýjung að hægt er að taka námið með áherslu á þjónustufræði. Öllum tryggð leið inn „Það er mikill sóknarhugur í okk- ur á Bifröst,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson rektor Háskólans á Bifröst í samtali við Skessuhorn. „Við erum að sjá að lotukennslan er að sanna sig, þrátt fyrir byrjunarhnökra. Sú kerfisbreyting gengur vel og við höfum fengið góð viðbrögð við þeim nýjungum sem við erum að kynna. Við væntum þess að það verði mikill áhugi fyrir að koma og nema hjá okkur.“ Sérstök áhersla verður einnig sett á Háskólagátt- ina, undirbúningsdeild fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en vilja fara í háskólanám. „Við mun- um taka á móti öllum þeim sem á annað borð vilja byrja aftur í námi eftir hlé. Við munum opna dyrnar og finna leið til að fólk geti fengið inngöngu. Ef fólk hefur ekki tilskil- inn grunn til að koma beint í Há- skólagáttina vinnum við í samvinnu með Símenntunarmiðstöðvum um land allt og setjum upp prógramm svo að grunnurinn sé tryggður.“ Bifröst á fleygiferð Síðastliðið haust voru um 600 nemendur á Bifröst og 45 komu nýir inn um áramótin. „Við út- skrifuðum rúmlega 70 nemend- ur í febrúar og setjum stefnuna á 700 nemendur í haust þannig að við erum á fleygiferð,“ segir Vilhjálmur og býður jafnframt alla velkomna sem vilja kynna sér starfsemina á Bifröst á opinn dag þann 1. maí næstkomandi. Á opnum degi er fólki boðið að koma á Bifröst og fá almenna kynningu á staðnum og upplýs- ingar um námið. „Við á Bifröst erum í tengslum við atvinnulífið og bjóðum nú upp á nýjung í við- skiptafræði með áherslu á þjón- ustufræði. Þar er lögð áhersla á rekstur þjónustufyrirtækja þar sem um 110 þúsund starfsmenn starfa við þjónustu á Íslandi. At- vinnugreinin er því sú lang- stærsta á Íslandi með um 70% starfsfólks. Háskólinn á Bifröst er eini skólinn á Íslandi sem býð- ur upp á sérhæfingu á sviði þjón- ustu,“ segir Vilhjálmur að end- ingu. eha Segir unnið hörðum höndum að bæta ástandið „Hafa ekki leyfi til losunar mannaskíts á mínu landi“ Ingólfur Árnason stendur hér við Lambhúsasundið. Skólprörið frá Neðri Skaga er leitt um þrjá metra frá landi, rétt hjá húsnæði Skagans. þessu eðli gjaldsins leiðir að það verður ekki lagt á nema gjaldandi fái þá þjónustu sem svarar til gjaldtök- unnar“. Fyrir hluta mannvirkjana greiða fyrirtæki hans þó fráveitu- gjöld og eru málaferli í gangi meðal annars vegna niðurstöðu fyrrnefnds Hæstaréttardóms. „Þeir rukka fyr- irtæki mín um hundruð þúsunda króna án þess að þau fái þá þjón- ustu sem innheimt er fyrir. Skítur- inn er leiddur frá einum hluta lóð- ar minnar yfir á annan og út í lón- ið á mínu landi. Það hlýtur að vera fáheyrt, ef ekki einsdæmi í heimin- um, að veitufyrirtæki taki gjald fyrir að veita skít inná lóð viðskiptavin- ar. Það er ekki aðeins rukkað fyr- ir þjónustu sem ekki er veitt held- ur þurfum við að greiða stórfé fyr- ir spjöll á okkar eigin landi. Sárast þykir mér þó að Krókalónið, sem hér um ræðir, er ein af náttúruperl- um okkar Akurnesinga. Gæti eitt- hvað þessu líkt gerst í Reykjavík? Væri friður um mannaskít af völd- um Orkuveitunnar í fjörum Foss- vogs? Á sama tíma eru forsvars- menn Orkuveitunnar að guma af frábærum árangri í rekstri. Sá ár- angur hefur að mestu náðst með hækkun á gjaldskrám eins og við- skiptavinir hafa fundið fyrir. Þó Orkuveitan starfi að nafninu til í samkeppni er það í raun einokun- arfyrirtæki í eigu almennings, sem stjórnað er á ábyrgð kjörinna sveit- arstjórnarmanna. Það getur því hækkað gjaldskrár að vild því við- skiptavinirnir geta í raun ekkert annað gert en greiða uppsett verð. Lausnin á fjárhagsvanda fyrirtæk- isins var sótt með einföldum hætti í vasa okkar viðskiptavinanna. Það sem verst er í þessu sambandi er sú botnlausa óvirðing sem okkur við- skiptavinum er sýnd þrátt fyrir af- ardráttarlausa Hæstaréttardóma,“ segir Ingólfur Árnason að endingu. mm Stefna á 700 nemendur og bjóða nýjar námsbrautir á Bifröst Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst segir skólann vera í sóknarhug. Hallgrímskirkja í Saurbæ nú í mars. Þar verður guðsþjónusta að morgni páskadags. Fjær á myndinni sést svo í Hótel Glym. Kátt verður í Hvalfirði um páska

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.