Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 18. árg. 31. mars 2015 - kr. 750 í lausasölu
HEFUR SAFNAÐ FYRIR
ÖKUTÆKI
FYRIR HVERJU
LANGAR ÞIG AÐ SAFNA?
Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Næstu sýningar í
Landnámssetrinu
Hallgrímur og Guðríður
Steinunn Jóhannesdóttir segir
örlagasögu Hallgríms Péturssonar
og Guðríðar Símonardóttur
Frumsýning 2. apríl kl. 20
Næsta sýning 12. apríl kl. 16
Sýning 17. apríl kl. 20
Skálmöld Einars
Feðginin Einar Kárason og
Júlía Margrét segja frá
atburðunum sem mörkuðu
upphaf Sturlungaaldar
Sýning föstudaginn 10. apríl kl. 20
GLEÐILEGA PÁSKA
Nánari upplýsingar um
sýningar á landnamssetur.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, segir að líkur séu vissu-
lega alltaf að aukast á því að fyrir-
huguð verksmiðja Silicor Materials
rísi á Grundartanga. Hann á þó ekki
von á því að miklar framkvæmdir
hefjist í sumar. „Það gæti þó orðið
með haustinu. Slíkt myndi þá snúa
að framkvæmdum sem Faxaflóa-
hafnir stæðu fyrir svo sem að tengja
fyrirhugaða byggingarlóð við vega-
kerfið að Grundartanga. Ég á von
á að stjórn Faxaflóahafna muni fyr-
ir sitt leyti samþykkja fyrirliggjandi
samninga við Silicor á fundi nú í
apríl. Síðan gætu Faxaflóahafnir
verið fljótar af stað í fyrsta áfanga
framkvæmda. Það verður þó ekki
farið af stað fyrr en allir fyrirvarar
eru úr sögunni.“
Tveir af þremur
samningum komnir
Gísli segir að nú sé búið að ganga
frá tveimur af þremur stórum samn-
ingum sem allir séu forsenda þess
að verksmiðjan rísi. Sá fyrsti var við
Faxaflóahafnir um lóðar- og hafn-
armál. „Samningurinn sem undir-
ritaður var milli Silicor og þýska
fyrirtækisins SMS Siemag um kaup
á tækjabúnaði verksmiðjunnar í
síðustu viku var síðan annað stóra
skrefið í þessa átt. Nú standa mál
þannig að fjármögnunaraðilar er-
lendis eru að vega og meta lánafyr-
irgreiðslu sem tengist þeim samn-
ingi. Þar á meðal er þýskur útflutn-
ingssjóður. Næst er svo að gera
samning um jarðvinnu og bygg-
ingu verksmiðjuhúsanna. Hann
er í undirbúningi. Hönnun verk-
smiðjunnar er í höndum SMS Sie-
mag. Þar undir er líka hönnun hús-
bygginga. Líklega munu milli 400
og 500 manns koma að fyrirhug-
uðum framkvæmdum sem verða í
áföngum.“
Allt á góðri leið
Fleiri mikilvægir þættir eru einn-
ig ófrágengnir. Íslensk stjórnvöld
hafa veitt Silicor Materials ýms-
ar ívilnanir svo sem í skattamálum.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sinn-
ir eftirliti með því að skuldbinding-
ar samkvæmt EES-samningnum
séu efndar og að aðgerðir aðildar-
ríkjanna á sviði samkeppni séu lög-
mætar. ESA er nú að fara yfir íviln-
unarsamninga íslenskra stjórnvalda
og Silicor Materials. Ekki verð-
ur haldið áfram fyrr en liggur fyr-
ir að þeir samningar standist skuld-
bindingar EES-samningsins. „Sili-
cor Materials eru einnig að vinna í
ákveðnum málum varðandi orkuna
bæði gagnvart Landsneti og Orku-
veitu Reykjavíkur. Ég á þó von á að
þau mál leysist án hnökra. Þetta er
allt á ágætis leið en auðvitað er það
svo að þegar menn setja sér tíma-
mörk í svona flóknum verkefn-
um þá er margt sem þarf að ganga
upp,“ segir Gísli Gíslason.
mþh
Þegar sól tekur að hækka á lofti og daginn að lengja kviknar líf inn til lands og
út til stranda. Þessi mynd var tekin við ströndina á Akranesi í síðustu viku og
sýnir máva í þúsundatali. Mikill fjöldi æðarfugls er einnig á ferð og greinilegt
að vorið liggur í loftinu. Páskarnir eru frábær tími til útiveru og sjaldan sem fólk
fær jafn marga samfellda frídaga og einmitt þá til að njóta þess sem náttúran
og umhverfið hefur upp á að bjóða.
Skessuhorn óskar lesendum sínum gleðilegra páska.
Ljósm. Jónas H Ottósson
Framkvæmdir vegna
sólarkísilverksmiðju
gætu hafist í haust
Meðfylgjandi er mynd af fyrirhuguðum byggingum Silicor Materials í Kata-
neslandi við Grundartanga sem þekja munu 12 hektara lands. Athafnasvæðið
verður þó helmingi stærra.