Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Álagning sorphirðu- gjalds ógilt AKRANES: Í úrskurði kærunefndar umhverfis- og auðlindamála síðastlið- inn föstudag var felld úr gildi álagning á fasteignina Furugrund 16 á Akranesi vegna sorphirðu- og eyð- ingargjald fyrir árið 2014. Jón Pálmi Pálsson er kær- andi og eigandi eignarinn- ar. Hann færði fyrir því rök að gjaldskráin sem gjöldin voru úrskurðuð út frá væri ólögmæt. Rökin voru þau að stjórnendur Akranes- kaupstaðar hefðu ekki farið að lögum við 3% hækkun hennar, þar sem þeim hefði láðst að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands. Jón Pálmi taldi einn- ig að Akraneskaupstað- ur væri að íþyngja borg- urum sínum með of hárri innheimtu gjalda en sem nemur rökstuddum kostn- aði við þá innheimtu sem verið er að innheimta fyr- ir. Kærunefndin fellst á þau rök að það sé skýrt að sveit- arstjórn skuli leita umsagn- ar heilbrigðisnefndar við setningu gjaldskrár, sem og að gjaldið skuli aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem verður við meðhöndlun úrgangs og tengdrar starfsemi. Stein- ar Adolfsson skrifstofu- stjóri Akraneskaupstaðar og staðgengill bæjarstjóra sagði í samtali við Skessu- horn að úrskurðurinn yrði yfirfarinn og skoðuð lög- fræðileg staða Akranes- kaupstaðar gagnvart hon- um. Meðal annars hvort hann væri fordæmisgef- andi gagnvart öðrum gjald- endum. Varðandi það gætu verið til leiðir sem yrðu skoðaðar, svo sem endurá- lagning gjaldsins. –þá Atvinnuleysi var 4,6% í febrúar LANDIÐ: Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 188.100 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í febrúar 2015, sem jafngild- ir 81% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 179.500 starf- andi og 8.600 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starf- andi af mannfjölda var 77,3% og hlutfall atvinnu- lausra af vinnuafli var 4,6%. Samanburður mælinga í febrúar 2014 og 2015 sýn- ir að þátttaka fólks á vinnu- markaði jókst um tvö pró- sentustig og fjölgun vinnu- aflsins var um 6.900 manns. Starfandi fólki fjölgaði um 6.100 manns og hlutfall- ið jókst um 1,7 prósentu- stig. Atvinnulausum fjölg- aði um 800 manns og hlut- fall atvinnuleysis jókst lítil- lega eða um 0,2 stig. –mm Stækka við sig á Ísafirði AKRANES: Fyrirtækið 3X Technology, sem er að 80% í eigu ÍÁ hönnunar sem einn- ig á Skagann á Akranesi, hef- ur tvöfaldað húsakost sinn í Ísafjarðarbæ. Það gerist með kaupum á Sindragötu 7 á Ísafirði sem var í eigu Fast- eignafélagsins Urtusteins í Reykjanesbæ. Þetta er ríflega tvö þúsund fermetra iðnað- arhúsnæði á tveimur hæðum. Það var upphaflega reist sem rækjuverksmiðja og stendur við hlið verksmiðjuhúss 3X Tehnology að Sindragötu 5. Ingólfur Árnason fram- kvæmdastjóri 3X Techno- logy segir í samtali við Bæj- arins besta á Ísafirði að með kaupunum sé verið að mæta ört vaxandi húsnæðisþörf félagsins í kjölfar náins sam- starfs við Skagann á Akranesi m.a. við markaðssetningu og framleiðslu á tæknibúnaði til ofurkælingar í fiskiskipum. Um 50 manns starfa nú hjá 3X Technology. -mþh Þorskurinn fer í fæðingarorlof MIÐIN: Árlegt hrygningar- stopp þorskins hefst 1. apríl. Þá lokast veiðisvæði með Suðurströndinni í ákveðnu belti frá landi vestur um og norður að Skorarvita. Lokað er í Breiðafirði, næst strönd- inni við Snæfellsnes og í inn- anverðum Faxaflóa frá 1. til 12. apríl. Eftir það er lokað utar fyrir Vesturlandi til 21. apríl. Sú veiðistöðvun sem felst í hinu svokallaða hrygn- ingarstoppi er til þess ætl- uð að gefa þorskinum gott næði við hrygninguna. Það á svo aftur að auka líkur á því að fram komi stórir árgang- ar þorsks. Hrygningarstopp ársins er það 24. frá árinu 1992 er það var fyrst sett á. -mþh Komið hefur í ljós að núverandi grafreitur í kirkjugarðinum á Görð- um á Akranesi dugar skemur en áætlað hafði verið. Gerð var dýptar- mæling á svæðinu fyrir nokkru sem sýndi hæðarlegu klappar miðað við núverandi land. Kom í ljós að hún er á köflum það ofarlega að ekki næst nauðsynleg graftardýpt. Indr- iði Valdimarsson framkvæmdastjóri Akraneskirkju og kirkjugarðsins segir að í stað þess að áætlað var að núverandi grafreitur entist í allt að 15 ár, sé nú gert ráð fyrir að hann muni aðeins endast í tvö til þrjú ár í viðbót. Það sé því brýnt að ákveða áður en langt um líður hvar nýjum grafreit verði valinn staður. Indriði segir að það sem stjórn- endur Akraneskirkju og kirkju- garðsins horfi helst til, sé svæði í framhaldi af kirkjugarðinum í norðvestur, svæði sem gjarnan hef- ur verið nýtt sem eitt af tjaldsvæð- um vegna Norðurálsmóts í knatt- spyrnu. „Þetta svæði er frátekið fyrir kirkjubyggingu en við sjáum í raun ekki fyrir að það verði nýtt til þess,“ segir Indriði. Hann seg- ir að hugmyndir séu um að bæta ofan á klapparsvæðið í garðinum jarðvegi og hugsanlega megi gera það að hluta. Alla vega væri hægt að nýta hluta efri grafreits þar sem klapparlagið er sem duftgarð, þar sem minni dýpt þurfi í landi fyr- ir duftreit. Indriði sagði í samtali við Skessuhorn að væntanlega yrði farið að ræða þessi mál af alvöru á næstunni með framtíðina í huga. Hann vill um leið koma þeirri ábendingu á framfæri við þá sem leið eiga í garðinn að nýta bílastæði við Garðahúsið. Talsvert sé um að bílum sé ekið inn í garðinn og hafa skemmdir á leiðum og göngustíg- um orðið vegna þess. Stöðva verði þá þróun og koma í veg fyrir akst- ur inn í garðinn. Þeir aðilar sem þurfa einhverra hluta vegna að aka inn í garðinn eru vinsamlega beðn- ir um að virða merkingar og akst- ursleiðir. þá Hluti kirkjugarðsins á Akranesi reynist ekki grafartækur Indriði Valdimarsson framkvæmdastjóri Akraneskirkju og kirkjugarðsins og Björn Björnsson verktaki við kirkjugarðinn. Aðeins þessi hluti grafreitsins er grafartækur og er talið að hann dugi til næstu þriggja ára. Efri hluti núverandi grafreits þar sem klapparsvæðið er. Svæðið norðvestan kirkjugarðsins sem horft er til sem nýs grafreits.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.