Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Á skírdag kemur Mögu- leikhúsið í Rif og setur upp leiksýninguna Eld- klerkinn í Frystiklef- anum. Leiksýningin var frumsýnd á síðasta ári og hlaut mikla að- sókn og frábæra gagn- rýni, meðal annars fjór- ar stjörnur frá Jóni Við- ari Jónssyni, gagnrýn- anda DV, sem sagði verkið afburða vel heppnað. Verkið fjallar um Jón Steingrímsson, sem kunnastur er fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum. Í verkinu segir frá því hvernig þessi góði bóndi, læknir og prestur tókst á við afleiðingar skelfilegustu nátt- úruhamfara Íslandssögunnar á tím- um örbirgðar og undir- okunar. Möguleikhús- ið er eitt af elstu, sjálf- stæðu leikhúsum lands- ins og hefur um árabil sett upp sýningar fyrir börn jafn sem fullorðna við góðan orðstír. Verð- ur þetta í fyrsta skipti sem þau koma með sýn- ingu í Frystiklefann. Sýningin hefst klukk- an 20:00 á Skírdag 2. apríl. Eins og þekkist í Frystiklefanum er ekkert fast miðaverð á sýninguna heldur ráða áhorfendur miðaverðinu sjálf- ir. Hægt er að taka frá sæti í síma 865-9432 eða með tölvupósti á frystiklefinn@frystiklefinn.is. -fréttatilkynning Saltfiskvinnslan Valafell í Ólafsvík er full af fiski eftir einmuna góð afla- brögð síðustu vikurnar fyrir páska. Tveir minni netabátar, þeir Katrín SH og Bárður SH, sem lögðu upp hjá Valafelli öfluðu þvílíkt að fyrir- tækið neyddist til að gera eigin bát Ólaf Bjarnason SH 137, út á litlum afköstum. Dagar liðu án þess að Ólafur Bjarnason færi á sjó vegna þess að nóg hráefni var í vinnslunni. Þegar báturinn réri var undantekn- ingalaust mokafli í þorskanetin af stórum og feitum þorski. Ótrúleg aflabrögð Blaðamaður Skessuhorns stökk um borð í Ólaf Bjarnason SH í Ólafsvík- urhöfn á fimmtudag í síðustu viku. Þarna var báturinn að koma úr sín- um síðasta róðri fyrir páska. Vanar hendur hífðu hvert fiskikarið á fæt- ur öðru, sneisafullt af gullfallegum þorski upp úr lest bátsins. Nú tæki áhöfnin páskafrí þrátt fyrir nægan kvóta. Vinnslan var full. „Við stund- um veiðar meðfram allri grunn- kantsbrúninni hér norður af Ólafs- vík. Það er eiginlega alveg sama hvar við leggjum netin, þau koma upp bunkuð af þorski. Það er bara mok. Svona var þetta líka á línunni. Á dragnótinni voru þeir að fá stærðar höl,“ sagði Björn Erlingur Jónasson skipstjóri og útgerðarmaður á Ólafi Bjarnasyni. „Fiskiríið er eiginlega ótrúlegt. Maður getur nánast far- ið bara í endann og byrjað að draga um leið og maður er búinn að leggja trossurnar. Netin mega ekkert liggja í sjó. Menn leggja ekkert og fara svo í land. Því þorir enginn.“ Vinnslan full af fiski Björn Erlingur lýsti þessu áfram: „Svo tekur sinn tíma að draga tross- urnar. Þegar maður er búinn að leggja þrjár, fjórar trossur í sjó þá líður tími þar til maður er búinn að draga þær allar. Ég tala nú ekki um ef það er mikið af fiski í þeim. Ég nefni sem dæmi hér í síðustu viku þeg- ar við höfðum ekkert róið í nokkra daga. Þá gekk svakalega í netin. Við byrjuðum að draga fyrstu trossuna 45 mínútum eftir að við lögðum hana. Í henni voru tæp fimm tonn. Svo bara jókst það í hinar trossurnar sem höfðu legið lengur. Netin mega ekkert liggja áður en þau eru full af fiski.“ Það eru einmitt þessi miklu afla- brögð sem gera það að verkum að Ólafi Bjarnasyni er beitt á miklu minni afköstum en annars væri. Ne- tatrillurnar Bárður SH og Katrín SH sem báðar leggja upp hjá Valafelli hafa að mestu séð fyrir hráefnisþörf- inni í saltfisksvinnslunni. „Þetta eru hvoru tveggja öflugir bátar. Katrín er reyndar búin með sinn kvóta. Í rest- ina réri hún á leigukvóta og er senni- leg hætt á þessari vertíð. Við hér á Ólafi Bjarnasyni eigum eftir rúm- lega 100 tonn af þorskkvótanum. Við verðum bara að taka því rólega og treysta á að það verði líka fiskirí þegar líður á vormánuðina.“ Vel haldnir rígaþorskar Þorskurinn sem veiðst hefur í vet- ur er afar vænn. „Já, þetta er bolta- þorskur. Milli 70 og 80 prósent af honum er yfir átta kíló á þyngd. Hann er að éta loðnuna. Það er langt síðan hún kom í hann. Þorskurinn er vel haldinn. Hann er að stækka frá ári til árs. Við sjáum nú stöðugt meira af þessum stórþorskum sem kannski eru vel á annan tug kílóa. Þeir sem stunda veiðar með dragnót tala um þetta líka. Stórþorskurinn er orðinn til hálfgerðra vandræða í lestum bátanna. Þeir eru svo sverir og miklir um sig að þeir stífla renn- urnar ofan af dekki og niður í lest. Strákarnir hér hjá mér voru að tala um það um daginn að nú yrði bara að fara að stækka opin og rennurn- ar niður. Þetta segir akkúrat hvernig staðan er,“ segir Björn Erlingur. Að sögn þessa reynda skipstjóra þá er þetta er fjórða árið í röð þar sem þorskveiðin er svona mikið á vertíð- inni vestur undir Jökli. „Reglan er orðin sú að maður stendur sjálfan sig að því að horfa hér niður úr brúar- glugganum og sjá netin koma bunk- uð upp. Þetta er auðvitað afar þægi- legt og hagkvæmur veiðiskapur,“ sagði hann kátur í bragði. mþh Ý m i s l e g t verður um að vera í Snæ- fellsbæ um páskahátíð- ina. „Pakk- húsið, þar sem er byggða- safn og hand- v e r k s g a l l - erý Snæfells- bæjar, verð- ur opið alla páskahelgina frá klukkan 12-17. Þar verður selt kaffi, heitt súkkulaði og vöfflur. Einnig verður Handverskhópur Pakkhússins með handverk til sölu. Laugardaginn 4. apríl verður frítt inn á safnið. Þeir sem ljúka ratleik Pakkhússins fá glaðning,“ segir Re- bekka Unnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu Snæfellsbæjar í sam- tali við Skessuhorn. Hún bætir við að Upplýsinga- miðstöðin í Átthagastofunni verði opin alla páskahelgina frá klukk- an 12-17. „Sýning með málverk- um Vigdísar Bjarnadóttur verð- ur opnuð miðvikudaginn 1. apríl. Daginn eftir verður síðan leiksýn- ingin Eldklerkurinn sýnd í Frysti- klefanum í Rifi. Hún fjallar um Jón Steingrímsson eldklerk sem frægð- ur varð í Skaftáreldunum á 18. öld. Þetta er einleikur þar sem Pétur Eggertz leikur eldklerkinn. Það er ekkert miðaverð heldur frjáls fram- lög. Þann 3. og 4. apríl verður svo tónlistarhátíðin Durgur á Langa- holti í Staðarsveit. Þarna verður lif- andi tónlist á föstudags- og laugar- dagskvöld,“ segir Rebekka. mþh Söngleikurinn Þengill verður ástfang- inn er sjálfstætt framhald söngleiksins Þengill lærir á lífið sem fluttur var af nemendum Grunnskóla Snæfellsbæj- ar fyrir sjö árum. Þá var aðal kven- hlutverkið í höndum Öldu Dísar Arn- ardóttur sem er komin í úrslitaþátt Ís- land got talent sem sýndur er á Stöð 2. Það var einmitt Alda Dís sem ýtti boltanum af stað með nýjan söngleik um hann Þengil í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar þegar hún gaf verðlaunafé sem hún hlaut í söngkeppni í Snæ- fellsbæ vorið 2014 til styrktar upp- setningu söngleiks fyrir unglinga . Von hennar var að styrkurinn yrði nemendum hvatning líkt og verk- efnið var á sínum tíma fyrir hana til að leggja stund á söng. Í kjölfarið var sett í gang vinna sem hefur nú skil- að sér í þessari uppsetningu krakk- anna á sögunni um hann Þengil, ung- ling sem verður ástfanginn af Freyju sem er nýja stelpan í bænum. Hann fær frænku sína, nornina Sunnu, til að aðstoða sig við að heilla Freyju enda virðist hún ekki vera alveg með sömu áherslur í lífinu og unglingar al- mennt. Að sýningunni að þessu sinni kom ríflega helmingur nemenda 8. - 10. bekkjar, 45 krakkar sem leika, syngja og spila á hljóðfæri auk þess að koma að leikmynd, sviðsvinnu, ljósum og búningum. Allt undir stjórn nokkurra starfsmanna skólans. Höfundur söngleiksins er skóla- stjórinn Magnús Þór Jónsson og um leikstjórn sá Gunnsteinn Sigurðsson sem kennt hefur leiklist við skólann um nokkurt skeið. Tónlistarstjórn var í höndum Sigursteins Þórs Einars- sonar sem hefur í vetur kennt tónlist í valgrein á unglingastigi. Alls hafa um 600 manns séð þessar fjórar sýning- ar og hafa viðtökur verið mjög góðar hjá áhorfendum. Meðfylgjandi mynd- ir eru frá lokasýningunni. af Þengill verður ástfanginn í Röst Ólafur Bjarnason SH 137 í Ólafsvíkurhöfn. Mokafli í þorskanetin undir Jökli Björn Erlingur Jónasson skipstjóri og útgerðarmaður á Ólafi Bjarnasyni SH segir frá mokveiði á boltaþorski sem verði stöðugt vænni með hverju árinu sem líður. Á Átthagastofunni má nú skoða ýmis dýr úr pappa sem grunnskólabörn í Sæfellsbæ hafa gert. Hér er sýnishorn af þeim. Viðburðir í Snæfellsbæ um páskana Rebekka Unnarsdóttir verkefnastjóri Átt- hagastofu Snæfells- bæjar. Eldklerkurinn á gestaleiksýningu í Frystiklefanum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.