Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Eva Hlín Albertsdóttir evahlin@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vinstra bandalag Nú styttist í að kjörtímabil til Alþingis verði hálfnað. Ekki er laust við að nú þegar sé verulegs skjálfta farið að gæta í herbúðum stjórnmálaflokkanna. Það rifjast eiginlega upp ástand sem ríkti þegar síðasta ríkisstjórn var hálfn- uð með kjörtímabil sitt. Þá þegar var ástand þeirrar ríkisstjórnar orðið með þeim hætti að hún var varla stjórnhæf. Sífellt þurfti að leita málamiðlana til að meirahlutasamstarfið héldi. Samt þraukaði hún út tímabilið. Ástandið núna er litlu skárra. Eini munurinn er að aðrir flokkar sitja við völd, hinn hluti fjórflokksins. Traust á Alþingi mælist nú 18% sem er náttúrlega stórhættulegt ástand út af fyrir sig. Svona algjört vantraust á löggjafarsamkomuna býður heim hættunni að fólk fari ekki að lögum sem þar eru búin til. Nýjustu kannan- ir segja okkur að almenningur sendir skilaboð þess efnis að það vilji frekar kjósa Pírata, yrði gengið til kosninga nú. Að nærri þriðjungur þjóðarinnar kjósi flokk sem hiklaust má kenna við anarkisma, er staða sem í hæsta máta er umhugsunarverð. Stjórnleysisstefnu aðhyllast þeir sem vilja efnahags- lags- og félagslegt samfélag sem miðar að frelsi einstaklingsins og allt að því óreiðu miðað við allt sem við eigum að venjast. Píratar virða til dæmis ekki höfundarétt sem að mínu viti er óskynsamlegt. Hins vegar er engum vafa undirorpið að um þennan flokk blása ferskustu vindarnir enda sækir hann fylgi sitt einkum í raðir yngra fólks. Píratar tala einfaldlega máli ungu kynslóðarinnar og því er í hæsta máta eðlilegt að þeir nái þar fylgi. Sumir gömlu flokkanna eru einfaldlega of uppteknir af hagsmunagæslu ákveðinna afla í þjóðfélaginu sem hafa ekkert með ungt fólk að gera. Óhætt er að segja að helgina sem landsfundur Samfylkingarinnar fór fram hafi Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata átt sviðið. Hún nýtti sér lask- aða stöðu sósíaldemókratanna og bauð stjórnarandstöðuflokkunum upp í dans í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Viðraði hún skoðun sína um að mynda kosningabandalag stjórnarandstöðunnar. Setti hún fram skilyrði um að breyta þurfi stjórnarskrá og boða síðan til kosninga að því loknu, komist bandalag allra vinstri flokka til valda. Forsvarsmenn hinna flokkanna gátu ekki annað en tekið vel í hugmynd hennar. Þeir urðu að sýna að með þeim væri lífsmark. Meðal annars sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir að setja eigi stjórnarskrármálið og aðildarviðræður við ESB í öndvegi í slíku samstarfi og myndi það ríma við áherslur VG. Hún kvaðst fylgjandi þeirri stefnu að flokkar gefi upp mögulega samstarfsflokka fyrir kosning- ar en kosningabandalag gangi einmitt út á það. Árni Páll Árnason formað- ur Samfylkingarinnar sagði siðferðislega skyldu stjórnarandstöðu að reyna stjórnarmyndun falli ríkisstjórn í kosningum. Hann kvaðst hlynntur frek- ara samstarfi, í hvaða formi sem það yrði. Þá kvaðst Guðmundur Stein- grímsson formaður Bjartrar framtíðar hafa heyrt margt vitlausara. Það væri ekki mikil hefð fyrir pólitískum blokkum á Íslandi og ef það myndaðist stemning fyrir því væri það flott og hann væri bjartsýnn á að það gerðist í tilfelli þessara flokka. Ríkisstjórnin væri líka að hjálpa til. Það er kjarni málsins. Ríkisstjórnin er fyrst og fremst sjálf að skafa af sér fylgið. Hún treystir sér t.d. ekki til að setja berum orðum í lög að þjóð- in eigi óveiddan fisk. Hún gengur undan með fordæmi um að hækka laun lækna, kennara og stjórnarmanna í opinberum fyrirtækjum jafnvel um tugi prósenta, en tekur svo undir grátkór samtaka atvinnulífsins um að ekki sé nokkurt svigrúm til að hækka laun á almennum markaði meira en um 2,5%. Þá fari allt á hliðina. Af þessum sökum velur fólk að senda skilaboð um að það ætli frekar að kjósa anarkista til valda. Ef stjórnvöld tala ekki röddu umbjóðenda sinna er það hinn eðlilegasti hlutur. Píratar munu því áfram eiga sviðið og að óbreyttu leiða bandalag vinstri afla til valda. Magnús Magnússon. Samkvæmt fréttum í síðustu viku varðandi samning um kaup á vél- búnaði fyrir Silicor, væntanlega sól- arkísilverksmiðju á Grundartanga, má telja fullvíst að stór og öflugur vinnustaður verði brátt til á Grund- artanga. Verksmiðja sem veiti allt að 450 bein störf. Það er því ljóst að sveitarfélögin á sunnanverðu Vest- urlandi verða að vera í stakk búin að taka við allmiklum fjölda fólks inn á svæðið. Í því sambandi má geta þess að um tveir þriðju þeirra sem starfa á Grunartanga í dag eru búsettir á Vesturlandi. Skessuhorn hafði samband við bæjar- og sveit- arstjóra á Akranesi, í Hvalfjarðar- sveit og í Borgarbyggð til að kanna hvernig sveitarfélögin undirbúa sig fyrir komu Silicor. Í svörunum kom fram að hugað er að ýmsu í því sambandi og forsvarsmenn sveitar- félaganna telja sig að mörgu leyti hafa góða stöðu til að taka við veru- legri fjölgun íbúa. Unnið að spá um íbúa- fjölgun fyrir Akranes Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi sagði að um þessar mund- ir væri Vífill Karlsson sérfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi að greina fyrir kaupstað- inn hugsanlega fjölgun á Akranesi. „Munum við kynna nýja mann- fjöldaspá í viðeigandi nefndum á vegum bæjarins strax eftir páska. Við erum að óska eftir þessari spá til að geta betur greint stöðuna, meðal annars með tilliti til skóla og leikskóla. Við vitum að við þurf- um að fjölga leikskólum og skól- um eða stækka þá en við gerum það á grundvelli gagna. Við munum vera í stakk búin til að taka á móti fleiri nemendum ef fjölgun verður. Í öðru lagi þá erum við með fjölda lóða til úthlutunar í Skógarhverfi 2, bæði fjölbýli, einbýli og raðhús. Við erum að undirbúa skipulagsvinnu á Sementsreitnum og erum að hefja endurskipulagningu á deiliskipu- lagi á Dalbraut þar sem ÞÞÞ er í dag. Við höfum líka verið að und- irbúa stofnun þróunarfélags með Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum og Borgarbyggð. Er því félagi meðal annars ætlað að standa fyrir ýmissi gagnaöflun og tölfræðigreiningu sem snertir þró- unar og vaxtamöguleika á Grund- artangasvæðinu, sem og að skoða áhrif fjölgunar starfa á búsetu í þeim sveitarfélögum sem tengjast svæðinu,“ segir Regína. Líka brugðist við upp- sveiflu í ferðaþjónustu Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri í Borgarbyggð segir að í sveit- arfélaginu sé mikið og gott fram- boð af íbúðarhúsalóðum sem og iðnaðar- og athafnalóðum. „Flest- ar lausar lóðir eru í Borgarnesi og á Hvanneyri en einnig eru laus- ar lóðir á Varmalandi, í Reykholti og Bæjarsveit. Nýhafin er bygging fjölbýlishúss í Arnarkletti í Borgar- nesi og nýbúið að úthluta lóð fyr- ir fjölbýlishús í Bjargslandi sem og lóðunum í nýja miðbænum númer 57 og 59 við Borgarbraut. Sveitar- stjórn ákvað í vetur að lækka gjald- skrá gatnagerðargjalda að meðaltali um tæp 30% meðal annars í þeim tilgangi að greiða fyrir bygginga- framkvæmdum í sveitarfélaginu. Hvað þetta varðar þá er sveitar- félagið afar vel undirbúið fyr- ir það að taka á móti fjölgun íbúa í tengslum við uppbyggingu Sili- cor á Grundartanga. Grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins eru sterk- ar og sveitarfélagið veitir mjög fjöl- breytta og góða þjónustu,“ seg- ir Kolfinna. Hún segir að marg- ir sem búi í Borgarbyggð starfi á Grundartanga og búast megi við uppbyggingu og fjölgun íbúa vegna Silicor. „Við gerum að auki ráð fyr- ir fjölgun íbúa í uppsveitum Borg- arbyggðar m.a. vegna uppbygging- ar í tengslum við ferðaþjónustu. Þarna er ég að tala um ísgöngin í Langjökli, nýtt hótel í Húsafelli og náttúrulaugar við Deildartungu og fleiri verkefni sem styðja hvert ann- að og hvetja aðra til dáða. Við eig- um von á mikilli aukningu í umferð inn á svæðið í tengslum við þessa þróun. Þá gerum við jafnframt ráð fyrir fjölgun starfa í byggingaiðnaði og störfum tengdum landbúnaði,“ segir Kolfinna. Tekið mið að umtals- verði fjölgun „Já, sveitarfélagið er reiðubúið að taka við umtalsverðri fjölgun íbúa,“ segir Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Hann segir að í skipulagsvinnu Hvalfjarðarsveit- ar á síðustu árum hafi verið tekið mið af því að íbúum sveitarfélags- ins geti fjölgað umtalsvert. Þannig hefur verið ráðist í skipulagningu íbúðabyggðar í Melahverfi þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir 66 lóð- um með 98 íbúðum og í Krosslandi þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir 24 einbýlishúsum og 102 íbúðum í fjölbýli. Þess utan hafa fleiri íbúða- svæði verið skipulögð af einkaaðil- um sem hafa lóðir til sölu. Á þessu ári hyggst Hvalfjarðarsveit ráðast í gatnagerð í Melahverfi þar sem gert er ráð fyrir byggingu fjölbýlis, par- húsa og einbýlishúsa. „Þannig að nægt lóðarframboð er fyrir hendi í sveitarfélaginu. Nokkuð framboð er af húsnæði til sölu í Hvalfjarð- arsveit og telja verður fasteigna- verð mjög hagstætt. Leiguhúsnæði er hins vegar af skornum skammti en sveitarfélagið mun vera væntan- legum íbúum innan handar um út- vegun húsnæðis eins og frekast er k o s t u r , “ segir Skúli s v e i t a r - s t j ó r i . Hann seg- ir nægt rými til staðar í H e i ð a r - skóla til að taka á móti fjölg- un nema á grunn- skólaaldri. Húsnæðismál leikskólans Skýja- borgar séu nú til skoðunar hjá sveitarfélaginu en þar er rými tak- markað og grípa þurfi til ráðstaf- ana ef börnum á leikskólaaldri mun fjölgi verulega. Óþrjótandi möguleikar Aðspurður segir Skúli að Hval- fjarðarsveit hafi ekki ráðist í gerð sérstakrar skoðunar á því hve íbú- um kunni að fjölga mikið vegna Silicor Materials en Hvalfjarðar- sveit hafi hins vegar alla burði til að taka við umtalsverðri fjölgun íbúa á skömmum tíma. Í dag eru íbúar Hvalfjarðarsveitar 635. „Náttúru- fegurð í Hvalfjarðarsveit er víða mikil og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru. Hval- fjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfé- lag með litlum íbúakjörnum, at- vinnutækifæri eru fjölbreytt m.a. við iðnað, landbúnað og vaxandi ferðaþjónustu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Grundartanga síðustu ár þar sem fjölmörg fyrir- tæki hafa starfsemi sína með fjöl- breyttum atvinnutækifærum. Þjón- usta sveitarfélagsins er víðtæk, vel skipulögð og fjölbreytt. Hvalfjarð- arsveit er í nálægð við þéttbýli og gott samstarf er við nágrannasveit- arfélög um fjölmörg samstarfsverk- efni. Vegna alls þessa er Hvalfjarð- arsveit spennandi búsetukostur fyr- ir þá sem hafa áhuga á að stunda at- vinnu og njóta um leið fjölbreyttra lífsgæða og afþreyingar í fögru um- hverfi vaxandi sveitarfélags sem hefur upp á flest að bjóða,“ segir Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hval- fjarðarsveitar. þá Sveitarfélögin undirbúa að nýr fjölmennur vinnustaður verði til á Grundartanga Hér er horft úr einu sveitarfélagi yfir í annað. Frá Akranesi yfir að Krosslandi í Hvalfjarðarsveit þar sem um árabil hafa verið tilbúnar lóðir til bygginga. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri í Borgarbyggð. Skúli Þórðarson sveitar- stjóri Hvalfjarðar- sveitar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.