Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Frá ársbyrjun í fyrra hefur verið unnið að ritun sögu Borgarness sem ráðgert er að gefa út í tilefni þess að í mars 2017 verða 150 ár frá því að staðurinn varð löggiltur verslunar- staður. Egill Ólafsson blaðamaður og sagnfræðingur vann að verkinu en eftir skyndilegt fráfall hans í lok janúar var Heiðar Lind Hansson ráðinn til að ljúka við ritun sögunn- ar. Heiðar, sem er menntaður sagn- fræðingur og frændi Egils, hafði innsýn inn í verkið og hafði ver- ið honum innan handar í því. Rit- nefnd sem hefur yfirumsjón með verkinu ákvað því að fela Heiðari Lind að taka við verkefninu og hóf hann störf nú í byrjun mars. Verkinu miðar vel Heiðar er fæddur og uppalinn í Borgarnesi, menntaður sagnfræð- ingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk mastersnámi í í alþjóðastjórn- málasögu frá The London Scho- ol of Economics and Political Sci- ence (LSE) árið 2011. Eftir heim- komuna kenndi Heiðar í Mennta- skóla Borgarfjarðar og starfaði svo sem blaðamaður á Skessuhorni til síðasta vors. Undanfarna mánuði hefur hann unnið við að taka sam- an gögn fyrir Samskip til undirbún- ings ritunar sögu fyrirtækisins og þeirra fyrirtækja sem mynda Sam- skip í dag. Engin tímamörk voru á því verkefni og því gat Heiðar fyrir- varalítið tekið við ritun sögu Borg- arness. „Egill var búinn að grúska mjög mikið í verkefninu og hafði varið miklum tíma í heimildaleit, m.a. í skjalasöfnum og með sam- tölum við heimildamenn. Hann var því búinn að leggja góðan grunn að verkinu þegar hann féll frá og hafði skrifað mörg kafladrög sem ná al- veg inn í samtímann. Svo var hann einstaklega agaður í vinnubrögðum og skipulag hans þannig að það hef- ur reynst auðveldara en ella að taka við verkinu,“ segir Heiðar í samtali við Skessuhorn. „Egill hafði kynnt mér hvernig hann vann að bók- inni og hafði hugsað sér hana og er ætlunin að halda vinnunni áfram á þeim nótum. Stefnt er að því að upphafleg verklok haldist þrátt fyr- ir fráfall hans og ég geri ráð fyrir að rituninni ljúki um næstu áramót.“ Saga fólksins „Ég mun leitast við að miðla sög- unni á þann hátt að hún verði áhugaverð aflestrar og verður saga fólksins sem búið hefur og lifað í Borgarnesi. Margir þræðir verða dregnir fram í bókinni um upp- haf byggðarinnar og þróun hennar allt til dagsins í dag. Fjallað verð- ur atvinnulífið, menningu, félags- líf, stjórnmál, íþróttir, daglegt líf og fleira,“ útskýrir Heiðar og held- ur áfram: „Efni bókarinnar verð- ur að nokkru leyti byggt á munn- legum heimildum, fjölmargir hafa komið að verkinu og veitt upplýs- ingar. Ljósmyndir munu einnig skipa veglegan sess. Enn er verið að safna myndum og hvet ég alla þá sem eiga gamlar myndir sem ættu erindi í bókina að hafa samband við mig eða Safnahúsið í Borgar- nesi.“ Heiðar segir fjölmarga hafa lagt lið við vinnslu bókarinnar og er sá stuðningur mikilvægur. Þá finni hann fyrir miklum áhuga fyr- ir verkinu, ekki síst hjá Borgnes- ingum sjálfum, bæði núverandi og brottfluttum. ,,Það er von mín að þetta takist vel og að útkoman verði bók sem verði víðlesin og alltaf inn- an seilingar sem góð heimild um sögu Borgarness.” eha Eyrarrósin er viðurkenning fyr- ir framúrskarandi menningarverk- efni á landsbyggðinni. Henni er ætl- að að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, ný- sköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista á landsbyggð- inni. Þrjú verkefni geta hlotið Eyr- arrósina 2015. Frystiklefinn í Rifi er eitt þeirra, ásamt Sköpunarmiðstöð- inni á Stöðvarfirði og Listasafni Ár- nesinga. Úrslit verða kunngjörð á Ísafirði 4. apríl næstkomandi. Í verð- laun verða flugmiðar auk 1.650 þús- unda króna. Kári Viðarsson er leikari, leik- stjóri, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans. Í samtali við Skessu- horn kvaðst hann hæstánægður með tilnefninguna. „Það er frábært að tekið sé eftir því þegar verið er að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég get ekki verið annað en ánægður,“ sagði Kári. „Að baki þessari viður- kenningu liggur þrotlaus vinna, bæði mín og þeirra sem hafa unnið með mér og stutt mig í að gera þennan skrýtna draum að veruleika,“ bætir hann við. Kári telur einnig að hug- myndin sem er í öndvegi við rekstur Frystiklefans sé svolítið spennandi, til dæmis varðandi það greiðslukerfi sem viðhaft er. Fólk borgar að sýn- ingu lokinni og ræður sjálft hve mik- ið. „Menningarviðburðirnir hér hafa verið mjög vel sóttir og ég held að þetta greiðslufyrirkomulag hafi sitt að segja um það,“ segir Kári. „Fast- ur liður allra samninga sem ég geri við listamenn sem vilja koma hingað er að þeir haldi hér sýningu. Þann- ig gefa þeir af sér til samfélagsins í formi menningarviðburða,“ bætir hann við. Kári víkur næst að því orðspori sem honum þykir fara af menning- arstarfi á landsbyggðinni. „Það er stundum eins og það starf sé litið hornauga. Einhvern veginn gert ráð fyrir að menningar- og listviðburð- ir úti á landi séu ekki framkvæmdir af sömu fagmennsku og í Reykjavík. Það er auðvitað bara rugl og því við- horfi þarf að breyta,“ segir hann og bætir því við að hann telji að Frysti- klefanum sé hægt og rólega að takast það. „Leiksýningin okkar MAR, sem hefur verið sýnd yfir 40 sinnum síðan í desember, hlýtur að segja eitthvað um gæði þess efnis sem við framleið- um. Fólk sækir í þetta, Frystiklefinn er orðinn hluti af samfélaginu hérna og það er frábært að fólk hér á Snæ- fellsnesi geti sótt góðar sýningar,“ segir Kári og bætir því að lokum við að hann vonist til að sjá lítil og fag- mannleg leikhús spretta upp á fleiri stöðum á landsbyggðinni. kgk Átthagastofa Snæfellsbæjar fékk Inga Hans Jónsson sagnamann og lífskúnstner í Grundarfirði til að gera drög að nýjum innviðum og hugmyndagrunni fyrir Sjávarsafn- ið í Ólafsvík. Hann hefur nú skil- að hugmyndum sínum. Afrakstur- inn má sjá á líkani sem er til sýn- is í húsakynnum Átthagastofunn- ar í Ólafsvík. Jóhannes Ólafsson og Jenný Guðmundsdóttir hafa rek- ið Sjávarsafnið um árabil. Þar hef- ur mátt skoða lifandi íslenska fiska í búrum um sumartímann. Þessi sýning var þó ekki til staðar í fyrra. Áhugi er fyrir að endurvekja Sjáv- arsafnið og skapa því um leið nýj- ar víddir. Með skírskotun til sögunnar Ingi Hans segir að hann hafi fyrst og fremst verið fenginn af Átthaga- stofunni til að koma með nýja hug- myndafræði inn í rekstrarumhverfi Sjávarsafnsins. Í því felst að leggja fram tillögur um hönnun og til- gang. „Ég hef fengist við svona hönnunarverkefni sem snúa að sýn- ingum og jafnvel hótelum og veit- ingahúsum þar sem maður er svolít- ið að leika sér með þennan íslenska veruleika. Sjálfur er ég mikið í sög- unni. Maður sér nú eftir kreppuna að fólk er svolítið að leita til baka í ræturnar. Nú er að hverfa af sjón- arsviðinu sú kynslóð sem byggði ótrúlega margt upp í þessu landi. Það er sjálfsagt að kallast á við þann tíma þegar þessi kynslóð var upp á sitt besta.“ Út frá þessum hugleiðingum settist Ingi Hans niður til að vinna hugmyndir sem gætu átt rætur í menningu og sögu Ólafsvíkur. „Ég reyni að steypa upplifuninni við sjávarsafnið saman með veitinga- hluta og sal sem allt dregur upp eina mjög áhugaverða mynd. Hún yrði eins konar hjarta verstöðvar- innar sem Ólafsvík vissulega er og hefur verið.“ Líkan til sýnis Hugmynd Inga Hans er þann- ig að gerður verði góður sjávar- réttaveitingastaður í þessu um- hverfi. „Ég bjó til líkan af þessu. Það liggur frammi í Átthagastof- unni til skoðunar. Nú vantar okkur bara fólk sem vill ýta þessum hug- myndum úr vör og búa til almenni- legan sjávarréttaveitingastað þarna á bryggjunni. Þetta er alveg stór- kostlegt tækifæri. Ólafsvík þarf á þessu að halda. Þarna er geysimik- ill ferðamannastraumur sem er allt- af að aukast. Snæfellsnesþjóðgarð- urinn er kominn í tíunda sæti sem vinsælasti ferðamannastaður lands- ins yfir sumarið og í sjöunda sæti yfir veturinn. Þetta er tækifæri sem væri gaman ef fólk myndi vilja nýta. Þarna kæmi fólk og gæti borð- að fiskrétti og skoðað þetta fiska- safn. Við hönnum þetta svolítið út frá því að draga upp þessa gömlu Ólafsvík. Við myndum byggja upp eins konar eftirgerðir sem minntu á gamla beitningarskúra, hjalla og þess háttar. Þar yrði aðstaða fyr- ir eldun, hreinlæti og þess háttar,“ segir Ingi Hans Jónsson. Hugmyndum tekið vel Dagbjört Agnarsdóttir verkefna- stjóri hjá Átthagastofunni segir að fólki lítist afar vel á hugmyndir Inga Hans. „Fiskarnir hafa verið þarna í þessum búrum á sumrin. Þó ekki í fyrrasumar. Húsnæðið er mikið og flott. Það býður upp á möguleika. Líkanið sem búið er að gera sýn- ir þessa tillögu vel. Eigendur húss- ins ætla að koma þeim aftur í gagn- ið og sjá um þau. Veitingahlutinn sem Ingi Hans leggur til yrði hins vegar nýr. Það er búið á ákveða að opna í sumar. Best væri ef það yrði með þessum veitingahluta. Þetta yrði frábær viðbót hérna hjá okkur. Við urðum vör við það í fyrrasum- ar þegar var lokað að það var mikið spurt um Sjávarsafnið,“ segir Dag- björt. mþh Dagbjört Agnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu Snæfellsbæjar. Ný hönnun Sjávarsafnsins í Ólafsvík liggur fyrir Sjávarsafnið stendur steinsnar frá höfninni í Ólafsvík. Svona lítur líkanið út sem Ingi Hans hefur unnið með hugmyndum sínum um inn- viði og rekstur Sjávarsafnsins. Það er til sýnis á Átthagastofu Snæfellsbæjar. Ingi Hans Jónsson er þekktur fyrir að vera hugmyndaríkur. Kári Viðarsson leikari, leikstjóri, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans. Frystiklefinn tilnefndur til Eyrarrósarinnar 2015 Borgnesingar áhugasamir um söguritun Heiðar í starfsaðstöðu sinni á Pálssafni í Safnahúsi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.