Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn í Hót- el Hamri í Borgarnesi síðastlið- inn miðvikudag. Fyrr um daginn voru aðalfundir Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands, Heilbrigðis- nefndar Vesturlands, Sorpurðunar Vesturlands og Vesturlandsstofu. Í umræðum um skýrslu stjórnar og reikninga SSV sem og í almennum umræðum á fundinum var mest rætt um almenningssamgöngur, sem skilað hefur hagnaði síðustu tvö árin. Í umræðunni kom með- al annars fram í máli Páls S. Brynj- arssonar framkvæmdastjóra SSV að skoðað yrði að stofna sérstakt félag um almenningssamgöngurn- ar, enda talið nauðsynlegt í ljósi stærðar verkefnisins. Engar kosn- ingar fóru fram á aðalfundinum enda er á haustfundi samtakanna kosið til tveggja ára. Fyrir fundin- um lá þó ein breyting á stjórn þar sem Björgvin Helgason kemur inn í stjórnina sem fulltrúi Hvalfjarð- arsveitar í stað Hjördísar Stefáns- dóttur. Í lok fundarins kom fram tillaga frá fimm bæjarfulltrúum á Akra- nesi. Í henni fólst að stjórn SSV skoðaði allar mögulegar leiðir til að leiðrétta þann lýðræðishalla sem er í stjórninni. Í stjórninni núna eins og ákvarðað var á síðasta ári er einn fulltrúi frá hverju sveitarfélag- anna sem eru með færri en 3000 íbúa og tveir fulltrúa frá stærstu sveitarfélögunum; Akraneskaup- stað og Borgarbyggð. Á Akranesi og í Borgarbyggð eru 65% íbúar Vesturlands, en þessi sveitarfélög hafa 33% vægi í stjórninni og jafn- vel minna ef til kemur að formað- ur, sem er nú frá hvorugu sveitar- félaginu, þurfi að nýta sitt tvöfalda atkvæðavægi. Þessi tillaga bæjar- fulltrúa Akraneskaupstaðar var felld með tólf atkvæðum gegn sex. Gengur vel á leiðum og farþegum að fjölga Fram kom í máli Páls S Brynj- arssonar framkvæmdastjóra SSV vegna almenningssamgagna að hagnaður hafi orðið á verkefninu um 3,5 milljónir á árinu 2013 og tæpar þrjár milljónir á síðasta ári. Enn ætti þó eftir að leysa fortíð- arvanda verkefnisins en af ýmsum ástæðum varð 19 milljóna króna tap á því árið 2012. Sveitarfélögin tóku við verkefninu á haustdög- um það ár. Páll sagði að leið 57 gengi vel, sem er leiðin Reykjavík- Akranes-Borgarnes-Akureyri. Al- menningssamgangnaverkefnið er sem kunnugt er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna frá Hval- fjarðargöngum að Akureyri. Upp kom ágreiningur við Eyþing sem taldi vegna útreikninga sem sam- bandið lét gera að því bæri meiri arður úr verkefninu og voru ekki sammála fulltrúum Norðurlands vestra, Vestfirðinga og Vesturlands sem vildu að allur rekstur yrði í einum sameiginlegum potti. Páll sagði að samkomulag hafi náðst við Eyþing síðasta haust um lausn. Ef ekki hefði komið til samkomu- lags við Eyþing, hefði í raun orð- ið 15 milljóna króna hagnaður á verkefninu á síðasta ári. Fram kom einnig í máli Páls að farþegum væri að fjölga á leið 58 á Snæfellsnesið og sú leið í sókn sem og leið 82 frá Hellissandi að Stykkishólmi. Í vor yrði sú breyting að sumaráætlun taki gildi rúmum mánuði seinna en síðustu ár, það er 15. júní í stað 7. maí áður. þá Fjölmargir gestir leggja leið sína að brugghúsinu Steðja í Borgarfirði til að kynnast bruggferlinu og smakka á framleiðslunni. „Við fáum í heim- sókn 200-300 manns á mánuði að meðaltali yfir árið. Þetta er fólk sem vill skoða minni bruggsmiðju og fá að smakka hjá okkur,“ segir Dag- bjartur Ingvar Arilíusson aðspurður út í stækkunaráformin. „Við erum að stækka um 150 fermetra og hug- myndin að vera með lageraðstöðu og betri aðstöðu til að taka á móti ferðafólki. Því verður bætt við mót- tökusal og salernisaðstaðan bætt til að taka á móti hópum ferðamanna. Eftir breytingar á húsnæðinu eru áform um að gera meira úr því að taka á móti hópum. Heimsóknir í minni brugghús eru gríðarlega vin- sælar í Evrópu.“ Skóflustunga að stækkuðu húsi verður þegar snjóa leysir og veð- ur verður gott. Að framkvæmdum loknum verður brugghúsið orðið um 400 fermetrar. „Við erum fjög- ur sem störfum hér á ársgrundvelli og allt stefnir í fjölgun starfsmanna. Núna er unnið af kappi við kynn- ingu á fyrirtækinu, höfum farið ytra og kynnt íslenska bjórgerð og það sem við erum að gera. Svo er nóg að gera að undurbúa sumarbjór- inn,“ segir Dagbjartur. eha Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) hefur varið vetrinum til að gera nokkrar endurbætur á Hernáms- setrinu sem hann rekur að Hlöð- um á Hvalfjarðarströnd. „Við höf- um lokið við að mála leikmyndina sem stendur hér á sviðinu þannig að hún lítur út fyrir að vera lúin og gömul. Ég fékk leikmyndamál- ara til þess verks. Það hefur heppn- ast vel. Svo eru alltaf að bætast við nýir hlutir og safnið stækkar. Nú höfum við sett upp nýja sýningu í gamla skrifstofuherberginu sem kallað er hér á Hlöðum. Þar er á einum vegg eins konar verkstæð- is- eða skemmuveggur með ýms- um hlutum. Mest af því fékk ég hjá Olíudreifingu úr skemmu og litlum bragga sem verið var að rífa á Litlasandi við olíustöðina hér inni í Hvalfirði.“ Safnið stækkar stöðugt Gaui segir að stórir og þung- ir hlutir hafi einnig verið færðir til og settir í skrifstofuherbergið. „Þar má nefna fjarskiptabúnað úr seinni heimsstyrjöld og risalíkanið af orrustubeitiskipinu Hood. Það er ákveðið hagræði í þessu. Þetta opnar betri möguleika til að halda viðburði í sjálfum samkomusaln- um hér á Hlöðum,“ segir hann. Safnið á Hernámssetrinu heldur stöðugt áfram að stækka. „Ég var að vona að safnið yrði nú til friðs þannig að ég þyrfti ekki að breyta og bæta meira um stund allavega. En þá hringdi maður til mín í gær sem ætlar að koma til mín sendibíl með gömlu dóti frá stríðsárunum sem hann var að losa úr geymslu hjá sér. Hann vildi koma því á góð- an og öruggan stað og valdi Hlað- ir. Núna um páskana mun gólfið hér því fyllast af þessum nýju ger- semum sem þarf að koma fyrir.“ Aðsókn eykst stöðugt Draumurinn er að stækka Her- námssetrið enn frekar. Aðsókn að því er góð og eykst ár frá ári. Fjöldi fólks sem fer um Hvalfjörð heim- sækir Hernámssetrið á sumrin. Í vetur hafa margir hópar komið og sótt það heim. „Ég er búinn að láta teikna stækkun að safninu. Ég hef fengið íslenskan arkitekt sem er búsettur í Danmörku til að teikna þrjá bragga sem yrðu þá reistir hér hjá. Þetta eru þó bara draumar enn sem komið er. Það er ekkert ákveð- ið í þessum efnum.“ Gaui segir að sumarið líti vel út. „Það er ágætlega bókað. Um helgar verður mikið um brúð- kaup og ættarmót. Annars verð- ur Hernámssetrið opið frá klukk- an 11 til 17 alla daga nema laug- ardaga. Þá eru ættarmótin. Kaffi- húsið Hvíti fálkinn sem hefur ver- ið rekið hér undanfarin ár verður líka opið. Svo er það stórviðburður ársins. Sunnudaginn 10. maí verða 70 ár liðin síðan seinni heimsstyrj- öldinni lauk. Þá verður haldinn sérstök friðarhátíð hér á Hlöðum. Núna yfir páskana verður opið frá kl. 13 til 17 nema á skírdag. Þá er húsið bókað fyrir fermingarveislu.“ mþh Síðastliðinn föstudag var skrif- að undir samninga vegna Lands- móts hestamanna sem fara á fram á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Hólar voru þennan dag kynnt- ir formlega sem mótstaður og far- ið með gesti um svæðið og þeim m.a. sagt frá hvaða framkvæmd- ir ráðist verður í vegna mótsins. Að lokinni leiðsögninni var samn- ingurinn undirritaður milli Lands- móts hestamanna ehf. og Gullhyls sem er félag hestamannafélaganna þriggja í Skagafirði. Fjölmenni var við athöfnina sem stýrt var af Lár- usi Ástmari Hannessyni formanni LH. Hestamannafélögin í Skaga- firði stóðu fyrir fánareið og Karla- kórinn Heimir söng nokkur lög. Ásamt Lárusi ávörpuðu samkom- una Erla Björk Örnólfsdóttir rekt- or Háskólans á Hólum, Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ingi- mar Ingimarsson og Jónína Stef- ánsdóttir formaður hestamanna- félagsins Stíganda. mm Fulltrúar sunnan Skarðsheiðar, úr Hvalfjarðarsveit og Akranesi eru hér fremstir á mynd. Almenningssamgöngur og stjórnar- skipan mest ræddar á aðalfundi SSV Svipmynd af fundinum í síðustu viku. Fulltrúar frá Stykkishólmi á fundinum fremst í mynd. Þorvaldur Böðvar Jónsson er einn af færustu sviðsmyndamál- urum Íslands og hefur starfað fyrir leikhúsin um árabil. Hann hjálpaði til við breytingarnar á Hernámssetrinu í vetur. Búið er að stilla upp gömlum búnaði úr Olíustöðinni í Hvalfirði. Gamla bárujárnið á myndinni fékkst hins vegar úti á Akranesi. Endurbætur á Hernámssetrinu á Hlöðum Guðjón Sigmundsson á Hernámssetrinu á Hlöðum er tilbúinn fyrir sumarið eftir endurbætur og breytingar í vetur. Flöskur bíða áfyllingar í Steðja. Brugghúsið Steðji verður stækkað í vor Dagbjartur Ingvar í Brugghúsinu Steðja. Lárus Á. Hannesson formaður LH í ræðupúlti. Við hlið hans eru forsvarsmenn hestamannafélaganna í Skagafirði og á bakvið Karlakórinn Heimir. Ljósm. Feykir/kse. Skrifað undir samninga um landsmót á Hólum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.