Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Leikfimihúsið á Hvanneyri lagfært Leikfimihúsið á Hvanneyri, líklega eitt sögumerkasta hús í Borgarfirði, og þó víðar væri leitað, fær nú brátt sinn gamla svip. Húsið var byggt árið 1911, bæði til leikfimikennslu og samkomu- halds. Um árabil var það stærsta samkomuhús héraðsins. Þar voru haldnar víðfrægar skemmtanir og gríðarfjölmenn bændanámskeið, auk þess sem Hvanneyringar iðk- uðu þar leikfimi, glímur og dans eft- ir þörfum og hætti. Leikfimihús- ið teiknaði Einar Erlendsson. Hús- ið er enn í notum svo sem ætluð voru í upphafi, líklega það elsta utan Reykjavíkur. Húsið er hluti hinn- ar einstöku húsaþyrpingar á Gamla staðnum á Hvanneyri - sem nánast er safn um verk fyrstu íslensku húsa- meistaranna. Húsafriðunarsjóður (www.minja- stofnun.is ) hefur látið fé af hendi rakna til endurgerðarinnar, sem fylgir ströngustu reglum þar um. Nú er verið að setja glugga samkvæmt upphaflegri gerð á suðurhlið húss- ins. Það verk annast SÓ-bygging- ar, alvanir smiðir og fornhúsamenn. Það er sérstætt við gluggana að þeir ná alveg niður að gólfi. Hugmyndin, fyrir utan það að fá inn góða birtu, var nefnilega að sólin sótthreinsaði gólfið, sem hún svikalaust gerði. Einn daginn mun þetta sögufræga hús standa tilbúið í upphaflegri gerð sinni. Það mun sóma sér vel við hlið Skemmunnar frá 1896, sem þarna stendur ögn austar, og verða engu minni staðarprýði og lyftistöng starfs en Skemman hefur orðið. bg Lentu í krapa og úti í skurði Tveir suður-kóreskir ferðamenn lentu í kröppum dansi á bílaleigu- bíl sínum að morgni síðasta fimmtu- dags á veginum vestur Mýrar. Krapi, hálka og erfið færð var á veginum. Bíll ferðamannanna snarsnérist á veginum og lenti úti í skurði án þess þó að velta. Mennina sakaði ekki en var talsvert brugðið. mþh Georg Breiðfjörð Ólafsson skipa- smiður í Stykkishólmi varð 106 ára fimmtudaginn 26. mars síð- astliðinn. Af því tilefni fór hann ásamt ættmennum og vinum í kaffi í húsið sitt við Silfurgötu 15, en hann býr á Dvalarheim- ili aldraðra í Stykkishólmi. Eng- inn íslenskur karl hefur náð svo háum aldri. Fjórir urðu 105 ára og tíu urðu 104 ára. Nú eru á lífi tíu íslenskir karlar sem eru orðnir hundrað ára. mm/ Heimild: Langlífi. Varð fyrstur karla hér á landi til að ná 106 ára aldri Vertu með! Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Íslensk ferðaþjónusta þarfnast menntaðs fólks sem kann vel til verka Í Háskólanum á Hólum er í boði fjölbreytt og hagnýtt nám á sviði ferðamálafræði og viðburðastjórnunar. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015 w w w .h ol ar .i s n ýp re n t 0 3 /2 0 15 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu- flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar í síma 515 9000, og hjá thora.maria.gudjonsdottir@landsvirkjun.is Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2015.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.