Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Undanfarnar vikur hefur samstarfs- hópur um forvarnir í Borgarbyggð boðið unglingum og foreldrum á fyrirlestra um hin ýmsu málefni er varða unglinga. Forvarnarhóp- ur Borgarbyggðar samanstendur af fulltrúum frá lögreglu, heilsugæslu, Grunnskóla Borgarness, Grunn- skóla Borgarfjarðar, Menntaskóla Borgarfjarðar, UMSB og Borgar- byggð. „Að slefa upp í aðra manneskju er skrýtið“ Einn þessara fyrirlestra var haldinn síðastliðinn miðvikudag í Hjálm- akletti í Borgarnesi. Þá kom Sigríð- ur Dögg Arnardóttir, Sigga Dögg kynfræðingur, og fræddi nemend- ur elstu bekkja grunnskólans og for- eldra þeirra um kynlíf. Yfirskriftin var „Kjaftað um kynlíf“ eftir sam- nefndri bók Siggu Daggar sem er ætlað að auðvelda foreldrum að tala um kynlíf við börnin sín. Sigga Dögg, sem er með BA í sálfræði og MA í kynfræði, byrjaði að tala um vandræðalegheitin í tengslum við samtöl foreldra og barna um kyn- líf. „Valdamismunur er á milli barna og foreldra og þar af leiðandi er oft erfitt að opna á þessi málefni. For- eldrar þurfa að stinga á kýlið, grípa tækifærin sem gefast og fræða börn- in sín,“ útskýrir Sigga Dögg. „Það er þó mjög mikilvægt að foreldr- ar fari varlega í að segja sögur af sjálfum sér.“ Létt var yfir salnum í Hjálmaklett og mikið hlegið af hin- um ýmsu upprifjunum af kynfræðslu unglingsáranna. „Að slefa upp í aðra manneskju er skrýtið,“ heldur Sigga Dögg áfram. „Það er enginn sem segir: „fyrsti sleikurinn var al- veg frábær!“ Þú munt opna munn- inn og nudda saman tungum við aðra manneskju og skiptast á slefi. Þetta muntu jafnvel gera í 20 mín- útur. Þetta verður mjög ánægju- legt,“ sagði hún og uppskar mikinn hlátur. Stóísk ró æskileg Sigga Dögg hafði farið í skólana í Borgarnesi, á Varmalandi og Klepp- járnsreykjum fyrr um daginn og þar sem hún hitti unglingana í ní- unda og tíunda bekk. Einnig hafði hún verið á ferðalagi um Vestur- land í síðustu viku. „Ég er búin að heimsækja Grundarfjörð, Stykkis- hólm, Ólafsvík og Borgarfjörðinn og þið eigið alveg frábæra unglinga á Vesturlandi,“ segir Sigga Dögg. Fræðsluerindin eru á vegum félags- miðstöðva eða forvarnarfulltrúa á hverjum stað og hafa verið vel sótt. Sigga Dögg talaði um hve ungling- unum þætti mikilvægt að geta leitað til foreldra með fræðslu um kynlíf og annað. Hún ráðlagði foreldrum að gott væri að anda með nefinu, búa yfir stóískri ró og búa sig und- ir spurningar barnsins. Sömuleið- is ráðlagði hún foreldrum unglinga að kaupa smokka og hafa aðgengi- lega fyrir þá. Ekki einn pakka, held- ur marga og segja unglingunum að nota þá. Sömuleiðis fræða börnin sín um hvað ber að gera ef getnað- arvörnin rofnar. Það hjálpaði ung- lingum að koma til foreldranna með spurningar og opnaði á samtalið. Sigga Dögg segist vita að unglingar hafi margar spurningar því hún fær mikið af spurningum frá unglingun- um, bæði í fræðsluerindum sem og í gegnum samskiptasíður. Hún hitti álíka mikið af foreldrum en fái ekki margar spurningar frá þeim. Ung- lingarnir hafi líka oft áhyggjur að foreldrarnir ráði ekki við fyrirlest- urinn, að hann sé of dónalegur fyrir fullorðna fólkið því það sé svo langt síðan foreldrarnir hafi stundað kyn- líf. eha Kjaftaði um kynlíf við unglinga og foreldra Bókin svarar fjölmörgum spurningum. Sigga Dögg Arnardóttir áritaði bók sína „Kjaftað um kynlíf“ fyrir foreldra sem vildu vera betur búin undir kynfræðslu barna sinna. Fyrirlesturinn var á léttu nótunum og það var mikið hlegið. Mæla með auknum veiðum á grásleppu Sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar leggja til að heildarafli grá- sleppu á vertíðinni 2015 verði 6.200 tonn. Það er tveggja þúsunda tonna aukning frá því í fyrra. Ástæða aukn- ingarinnar er sú að stofnmælingar benda til að mun meira sé en áður af grásleppu við landið í ár samanborið við í fyrra. Hefur ekki sést jafn mik- ið af grásleppu við rannsóknir í níu ár. Þetta þykir í samræmi við góð aflabrögð það sem af er vertíð nú á þessu ári. Grásleppuvertíð má hefj- ast við Vestfirði, utanverðan Breiða- fjörð og í Faxaflóa 1. apríl. Vertíð hefst hins vegar ekki fyrr en 20. maí við innanverðan Breiðafjörð. Mokveiði norðaustan- lands Veiðum er stjórnað með því að út- deila ákveðnum fjölda veiðidaga á hvern bát sem þeir mega síðan nota til veiðanna. „Við eigum von á ákvörðun um fjölda veiðidaga á vertíðinni seinna nú í dag,“ sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda við Skessuhorn í gær. Hann sagð- ist þó ekki eiga von á mikilli fjölgun daga. „Það er meiri áhugi á veiðun- um í ár heldur en í fyrra. Því má bú- ast við að fleiri bátar fari á þær núna. Í fyrra voru gefin út 223 leyfi. Þau voru reyndar óvenju fá þar sem verð voru lág. En nú hafa verðin hækk- að og leyfin verða fleiri núna, senni- lega uppundir 300 talsins þegar upp verður staðið. Mér hefur ekki heyrst að menn séu almennt spenntir fyrir mikilli fjölgun veiðidaga.“ Bátar hafa þegar hafið veiðar norðanlands. „Menn eru byrjað- ir frá Ströndum og austur úr. Það hefur veiðst svakalega vel það sem af er vertíð. Það búið að vera mok á þessum gömlu góðu stöðum frá Húsavík austur á Vopnafjörð. Afla- brögð hafa líka verið ágæt á Eyja- fjarðarsvæðinu og við Siglufjörð.“ Væntingar um hærra verð Að sögn Arnar voru greidd 171 króna fyrir kílóið af óskorinni grá- sleppu til sjómanna í fyrra. „Verð- ið núna á mörkuðum byrjaði í 225 krónum. HB Grandi sem er einn stærsti kaupandi hefur hins vegar ekki viljað borga meira en 200 krón- ur. Við hjá Landssambandinu höf- um lagt til 252 króna lágmarksverð. Margt mælir með verðhækkun. Nú er skortur á hrognum á mörkuð- um, það er ekkert óselt. Það hefur líka gengið vel að selja grásleppu- búkana og gott verð á þeim. Íslend- ingar fengu í vetur einir þjóða svo- kallaða MSC-vottun sem staðfest- ir að nýting grásleppunnar við Ís- land er með sjálfbærum hætti. Það sem af er vertíð hefur verðið verið um 210 krónur. Við teljum það allt- of lágt og það sendi beinlínis slæm skipaboð út á markaðinn að verð skuli vera svona lágt. Það skapar þá ímynd að þetta sé ekki nein úrval- svara. En það er aldrei að vita að nema hækki nokkuð,“ segir Örn Pálsson. mþh Miklu betur horfir nú með grásleppuveiðar samanborið við í fyrra þegar afla- brögðin höfðu yfir sér doða og þunglyndisblæ eftir verðhrun í kjölfar offramboðs á mörkuðum. Aðalfundur hátíðarfélags Grund- arfjarðar var haldinn síðastliðinn sunnudag. Mál málanna á fundin- um var að sjálfsögðu bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði en fé- lagið sér um utanumhald um hátíð- ina eins og fyrri ár. Ákveðið var að halda hátíðina með svipuðu sniði og áður enda var mikil ánægja með gleðina í fyrra sem þótti heppnast vel. Næst á dagskrá er að auglýsa eft- ir framkvæmdastjóra fyrir hátíðina en áhugasamir geta haft samband á net- fangið grundargata86@bref.is fyrir frekari upplýsingar. Það er því ljóst að gleðin verður við völd í Grund- arfirði síðustu helgina í júlí eins og undanfarin ár. tfk Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt árlegt páskabingó félagsins miðviku- daginn 25. mars síðastliðinn. Þá gátu gestir freistað þess að vinna sér inn páskaegg með réttu bingóspjöldun- um. Vel var mætt en bingóið fór fram í Fjölbrautaskóla Snæfellinga líkt og síðustu ár. tfk Páskabingó í Grundarfirði Halda bæjarhátíðina í lok júlí

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.