Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Vinnumálastofnun, Öryrkjabanda- lag Íslands og Þroskahjálp hafa ákveðið að fara af stað með sam- starfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur fengið nafnið „Virkjum hæfi- leikana – alla hæfileikana.“ Með þátttöku í verkefninu geta opin- berar stofnanir og sveitarfélög ráð- ið til sín einstaklinga með skerta starfsgetu með stuðningi frá ráð- gjöfum Vinnumálastofnunar og vinnusamningi öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af launum og launatengdum gjöldum. Verið er að kynna verkefnið þessa dagana fyrir forstöðumönn- um opinberra stofnana, bæjarstjór- um og framkvæmdastjórum sveit- arfélaga á Vesturlandi. Kynning- in byrjaði á Akranesi síðastliðinn fimmtudag með heimsókn í Stjórn- sýsluhúsið á Akranesi, á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands og í Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Þar var verkefnið kynnt fyrir Regínu Ásvaldsdótt- ur bæjarstjóra, Guðjóni Brjánssyni framkvæmdastjóra HVE og Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara FVA. Guðrún Sigríður Gísladótt- ur forstöðumaður Vinnumálastofn- unar á Vesturlandi kynnti verkefnið ásamt Thelmu Hrund Sigurbjörns- dóttir forstöðumanni Starfsend- urhæfingar Vesturlands og Þórdísi Ingibjartsdóttur atvinnumálafulltrúa frá Fjöliðjunni. Með þeim í för voru Böðvar Guðmundsson sem starf- ar í leikskólanum Akraseli og Borg- hildur Ósk Bjarnadóttir sem starfar í Fjöliðjunni en þau hafa bæði tekið þátt í verkefninu. Regínu, Guðjóni og Ágústu var færður gripur sem er til þess gerður að minna á verkefnið „Virkjum hæfileikana – alla hæfi- leikana.“ Akkur fyrir samfélagið að hæfileikar nýtist Guðrún Sigríður Gísladóttir hjá Vinnumálastofnun lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að fyrir- tæki og stofnanir skoðuðu vel hvort rými væri til að bæta við störfum á grundvelli þessa verkefnis. „Það yrði mikill akkur fyrir samfélagið allt. Mikilvægt er að nýta styrkleika hvers og eins og skapa fólki þann- ig mikilvægt hlutverk á vinnumark- aðinum.“ Guðrún benti á að hæfi- leikar margra atvinnuleitenda með skerta starfsgetu ný tist oft betur í hlutastarfi. Það gæti því hentað stofnunum og fyrirtækjum að bæta við slíkum starfskrafti á álagstíma. Guðjón Brjánsson hjá HVE sagði rétt að alltof mikið væri horft til þess fólks sem tilbúið væri að vinna frá átta til fjögur. Sjálfsagt væri að skoða vel möguleika að taka þátt í þessu samstarfsverkefni og stjórn- endur stofnunarinnar væru jákvæð- ir gagnvart því. Samningurinn um verkefnið „Virkjum hæfileikana – alla hæfi- leikana“ er þríhliða á milli atvinnu- rekanda, starfsmanns og Trygg- ingastofnunar ríkisins. Hámarks- endurgreiðsla af launum og launa- tengdum gjöldum er 75% í tvö ár og lækkar síðan um 10% á ári þar til 25% endurgreiðslu er náð. Þá er endurgreiðsluhlutfallið ótíma- bundið. Ráðningarfyrirkomulag er eins og almennt gerist og er vinnu- samningur öryrkja ótengdur ráðn- ingarsamningi. þá Gæðaráð íslenskra háskóla fram- kvæmdi í síðustu viku úttekt á Há- skólanum á Bifröst, en áður hafa samsvarandi úttektir verið gerð- ar á öðrum háskólum hér á landi, síðast á Háskóla Íslands í janúar síðastliðnum. Úttektarnefndin er skipuð tveimur fulltrúum gæða- ráðsins, tveimur erlendum sérfræð- ingum og nemanda við Listahá- skóla Íslands. Þeim til fulltingis eru tveir fulltrúar frá Rannís sem ann- ast skrifstofuhald og framkvæmda- stjórn fyrir gæðaráðið. Gæðaráð ís- lenskra háskóla var sett á laggirn- ar 2011 og er skipað sex erlendum sérfræðingum í gæðamálum á há- skólastigi. Úttektin er fer fram með fundum með yfirstjórn skólans, öll- um helstu nefndum og ráðum skól- ans, nemendum og kennurum. „Úttektarnefndin hefur kynnt sér háskólaþorpið á Bifröst og útibú skólans við Hverfisgötu í Reykjavík. Til grundvallar úttektinni liggja ít- arlegar sjálfsmatsskýrslur skólans sjálfs og og fagsviðanna þriggja, viðskiptasviðs, lagasviðs og félags- vísindasviðs. Mikið undirbúnings- starf hefur verið unnið í Háskól- anum á Bifröst í aðdraganda heim- sóknar úttektarnefndarinnar og hafa fjölmargir í skólanum lagt þar hönd á plóg,“ segir í tilkynningu Háskólanum á Bifröst. mm Gæðaráð tekur út starf- semi Háskólans á Bifröst Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst ræðir við fulltrúa úr gæðaráði. Nýtt samstarfsverkefni fyrir atvinnu- leitendur með skerta starfsgetu Þeir sem viðstaddir voru kynninguna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands síðast- liðinn fimmtudag. F.v. Guðjón, Böðvar, Borghildur Ósk, Þórdís, Thelma Hrund og Guðrún Sigríður. Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Opið um páskana: Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn langi, 12-13, vakt lyfjafræðings. Laugardagur 4. apríl, 10-14. Páskadagur, 12-13, vakt lyfjafræðings. Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræðings.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.