Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Á föstudaginn langa verður lestur
Passíusálma í Borgarneskirkju. All-
ir 50 sálmar Séra Hallgríms verða
fluttir. Lesturinn
verður í hönd-
um fimm hjóna
og þau eru: Guð-
rún Jónsdótt-
ir og Einar Páls-
son, Inga Dóra
Halldórsdóttir
og Páll S Brynj-
arsson, Stein-
unn Jóhannes-
dóttir og Ein-
ar Karl Haraldsson, Sigríður Mar-
grét Guðmundsdóttir og Kjartan
Ragnarsson og Anna Guðmunds-
dóttir og Þorbjörn Hlynur Árna-
son. Tónlist milli sálma flytja þær
Steinunn Árnadóttir og Jónína
Erna Arnardóttir. Lesturinn hefst
klukkan 13:30 og er áætlað að hann
standi í um fimm klukkustundir.
Fólki er heimilt að koma og fara
að vild. Þetta er í
fyrsta skipti sem
allir Passíusálm-
arnir eru fluttir í
Borgarneskirkju.
„Þetta er spenn-
andi nýbreytni í
menningarlífi í
héraðinu,“ seg-
ir séra Þorbjörn
Hlynur Árnason
prófastur á Borg.
Páskahátíðinni verður fagn-
að í Borgarneskirkju með hátíð-
arguðsþjónustu á páskadagsmorgni
klukkan 8. Að lokinni guðsþjónustu
verður boðið til morgunverðar í
safnaðarheimili kirkjunnar.
mm
Marta Magnúsdóttir ung ævin-
týrakona frá Grundarfirði verður í
hópi rússneska ungmenna í Barneo
vísindabúðum Rússa skammt frá
Norðurpólnum um páskana. Um
er að ræða einstakt verkefni á veg-
um skrifstofu um málefni ungs fólks
og rússnesku landfræðistofnunar-
innar. „Þetta er mjög spennandi en
líka mjög fyndið, því ég veit ekkert
í rauninni hvað við gerum þessa tvo
sólarhringa sem við verðum í vís-
indabúðunum. Dagskráin hefur ekki
legið fyrir og það var ekki fyrr en í
gær sem ég vissi að ég flygi til Ósló-
ar á laugardaginn og svo seinna um
daginn til Longyearbyen á Svalbarða
þar sem ég sameinast rússneska
hópnum. Þar gistum við eina nótt
og síðan seinustu nóttina í þessum
fimm daga leiðangri,“ sagði Marta í
samtali við blaðamann Skessuhorns
á mánudagsmorgun.
Mikill fjölmiðlavið-
burður
Hópi ungs fólks á aldrinum 18 til
29 ára frá löndum á norðurslóðum
bauðst að taka þátt í leiðangrinum,
þar á meðal nokkrum frá Íslandi.
Marta er sú eina frá Íslandi sem
komst í gegnum forval í þessa verð-
launaferð en hún endaði í topp fimm
þegar ferðin var undirbúin á Seliger-
búðunum nálægt Moskvu í febrúar
síðastliðnum. Þar voru haldnir fyr-
irlestrar um norðurslóðaumhverfi
og þátttakendur tóku þátt í ýmsum
þrautum varðandi útivist og hóp-
vinnu. Fimm nemendur af 150 voru
valdir til að taka þátt í leiðangrinum
á Norðurpólinn. Bæði ráðstefnan í
febrúar og þessi ferð á Norðurpól-
inn virðast eiga að vera miklir fjöl-
miðlaviðburðir í Rússlandi. Meðal
annars var í ljósi þess metið hversu
góðir nemendurnir voru í færslum í
samskiptamiðlum þegar þeir voru á
ráðstefnunni og í undirbúningnum í
febrúarmánuði.
Vísindastöðin byggð úr
lúxustjöldum
Marta segir að í raun hafi hún ekki
beint skynjað mikinn undirbún-
ing fyrir ferðinni á búðunum við
Moskvu í febrúar en þetta verði
væntanlega spennandi ferðalag.
Barneo vísindabúðirnar eru um
50 kílómetrar frá Norðurpólnum.
Þær eru byggðar úr lúxustjöldum
og settar upp í mars á hverju ári
og eru uppi út aprílmánuð. „Við
munum gista tvær nætur í stöð-
inni og það eina sem ég veit er að
meðal þeirra sem kemur að skipu-
lagningu ferðarinnar er Rússinn
sem flaggaði rússneska fánanum á
hafdjúpinu við norðurpólinn árið
2007 og varð þjóðhetja fyrir,“ segir
Marta. Allur kostnaður við ferðina
er greiddur af skipuleggjendum.
Nemendum af öllum fræðasviðum
háskóla var velkomið að sækja um
en sérstaklega var sóst eftir nem-
endum á sviði alþjóðasamskipta og
stjórnmálafræða. þá
Marta er þriðja fremsta í röðinni í hópi ungs fólks við Seligervatnið skammt frá
Moskvu í febrúar síðastliðnum.
Verður á Norðurpólnum um páskana Lesa Passíusálmana
í Borgarneskirkju
Marta Magnúsdóttir.
Hvalfjarðargöng
verða lokuð vegna malbikunar
frá því kl. 20 að kvöldi föstudags
10. apríl til kl. 6 að morgni
mánudags 13. apríl 2015
Göngunum
lokað!
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
• Olíur
• Glussi
• Smurefni
• Hreinsiefni
• Öryggisvörur
• Dælur, smurtæki og fleira
REKSTRAR VÖRUR
FYRIR LANDBÚNAÐINN
– Þekking og þjónusta í 20 ár
Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík
www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30.
Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5Með umsókninni skal fylgja greinargóð verklýsing/teikningar af
fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt kostnaðaráætlun.
Fyrirspurnir skulu berast til skipulags- og umhverfissviðs í síma
433 1000 eða í tölvupósti á akranes@akranes.is.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
www.akranes.is
Styrkir vegna viðhalds fasteigna
á Akranesi
Umsóknarfrestur framlengdur til 23. apríl