Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Þessar vikurnar er fjórtánda Ár- bók Akurnesinga að verða til og áætlað að hún komi um miðj- an júnímánuð glóðvolg úr prent- smiðju í hendur áskrifenda. Sem fyrr eru það Kristján Kristjáns- son og Margrét Þorvaldsdóttir sem standa að útgáfu bókarinn- ar og nú er Kristján einnig sest- ur á ný í ritstjórastólinn. Síð- ustu fjögur árin sáu aðrir um það í umboði Kristjáns, fyrst Harald- ur Bjarnason sem ritstýrði tveim- ur árbókum og við tvær þær síð- ustu var svo Sigurður Sverrisson ritstjóri, en báðir eru þeir gamlir fréttahaukar af Skaganum. Krist- ján sagði þegar hann var að afla myndefnis á ritstjórn Skessuhorns á dögunum að þegar hann byrjaði útgáfu árbókarinnar á sínum tíma hafi hann ekkert vitað hvað hann var að fara út í. „Það var mik- il vinna að koma þessu á koppinn en kom mér skemmtilega á óvart hvað góður áskrifendahópur varð fljótt til. Ég sagði í einhverju brí- aríi þegar ég byrjaði að ég ætlaði að ritstýra árbókinni í hundrað ár, þar af yrðu fjörutíu í þessari jarð- Styttist í fjórtándu Árbók Akurnesinga Bætast í hóp kennara á Bifröst Tvær konur hafa bæst í hóp kennara við viðskiptasvið Háskólans á Bif- röst. Þetta eru þær Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir og Geirlaug Jóhanns- dóttir. Sigrún Lilja lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Ex- eter í september 2012. Helstu rann- sóknarsvið Sigrúnar Lilju eru á sviði tónlistar og stjórnunar, sem og inn- an menningarstjórnunar. Sigrún Lilja er einnig með BA próf í al- mennri bókmenntafræði frá Há- skóla Íslands. Hún hefur einnig lok- ið kennsluréttindanámi frá Háskól- anum á Akureyri árið 2001 og MA í menningarstjórnun frá Háskólan- um á Bifröst árið 2009. Sigrún Lilja kom til starfa við Háskólann á Bif- röst árið 2008 og réði sig í akadem- ískt starf í janúar 2012, en hafði meðal annars starfað sem stunda- kennari og sérfræðingur við Rann- sóknamiðstöð Háskólans á Bifröst um tveggja ára skeið. Sigrún hef- ur kennt námskeið á sviði menn- ingarfélagsfræði á meistarastigi og sinnt aðferðafræðikennslu í grunn- og meistaranámi ásamt því að leið- beina og aðstoða nemendur við skrif meistararitgerða. Sigrún Lilja hefur undanfarin ár verið lektor á félags- vísindasviði skólans og verður þar áfram samhliða lektorsstöðu á við- skiptasviði. Geirlaug útskrifaðist með BS í rekstrarfræðum frá Samvinnuhá- skólanum á Bifröst árið 1999 og MBA gráðu með áherslu á mann- auðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006. Geirlaug kenn- ir mannauðsstjórnun og vinnusál- fræði í grunnnámi ásamt aðkomu að fleiri námskeiðum, m.a. í viðskipta- fræði með áherslu á ferðaþjónustu og við símenntun Háskólans á Bif- röst. Geirlaug hefur undanfarin ár starfað við Háskólann á Bifröst og lengst af gegnt stöðu forstöðumanns símenntunar. Síðustu misseri starf- aði hún sem verkefnastjóri tilrauna- verkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi og um tíma sem sviðsstjóri þjónustu og starfs- mannamála við skólann. Á árunum 1999-2005 starfaði Geirlaug sem fræðslustjóri Alcan á Íslandi. Geir- laug hefur reynslu af sveitarstjórnar- störfum og hefur setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2010 ásamt setu í ýmsum stjórnum og nefndum. Sam- hliða stöðu aðjúnkts starfar Geir- laug sem ráðgjafi hjá Hagvangi við ráðningar og mannauðsráðgjöf. -fréttatilkynning vist en síðan myndi ég ganga aft- ur til að fylla öldina. Sannleikur- inn er samt sá að ég hafði ákveðn- ar efasemdir um að ég myndi fylla þennan fyrsta áratug með árbók- inni. Þetta varð svo byrjunin á minni bókaútgáfu en það er önn- ur saga,“ segir Kristján. Hann segir að í væntanlegri ár- bók verði aðalviðtalið við séra Eðvarð Ingólfsson, enda kominn tími til að bóka það viðtal. Rifjuð sé upp saga kútters Sigurfara sem nú er um 130 ára gamall og stend- ur á tímamótum. Þá verður kafli í árbókinni úr væntanlegri bók eft- ir Önnu Láru Steindal, sem hún er að skrifa um hælisleitanda frá Lý- bíu og tengist Akranesi. Í árbók- inni eru einnig eins og vanalega frétta- og íþróttaannáll, sem og að genginna Akurnesinga er minnst. Árbók Akurnesinga verður eins og jafnan á þriðja hundrað blað- síður. „Við höfum alltaf lagt miklu árherslu á myndefni og gerum það líka að þessu sinni. Við öflun myndefnis sem og ýmissa upplýs- inga við skrifin höfum við notið góð af samstarfi við Skessuhorn. Án þess væri í raun ógerlegt að gefa árbókina út,“ segir Kristján Kristjánsson. þá Kristján að afla myndefnis fyrir Árbókina í myndasafni Skessuhorns. Opinn kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga Á fundinum verða kynntar niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir iðnaðar- svæðið á Grundartanga árið 2014. Fulltrúar Kratus, GMR, Norðuráls og Elkem flytja erindi um starfsemi og mengunarvarnir fyrirtækjanna. Höfundar sérfræðiskýrslna verða einnig til svara á fundinum. Fundurinn verður haldinn hjá Norðuráli fimmtudaginn 30. apríl 2015 klukkan 14:30 og er opinn öllu áhugafólki um umhverfið í nágrenni Grundartanga.  UMHVERFI OG IÐNAÐUR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.