Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Page 10

Skessuhorn - 22.04.2015, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Í síðustu viku kom flutningaskipið Wilson Brake, sem skráð er í Va- letta á Möltu í Miðjarðarhafi, með áburð til Akraness. Eins og á síðustu árum er öllum áburði sem notaður er á Vesturlandi skipað upp á Skag- anum. Alls voru það 2.900 tonn sem Wilson Brake kom með til Akraness. Skipið kom frá Eistlandi. Uppskipun á áburði færist í vöxt á Akranesi. Þannig er Wilson Brake fjórða skipið sem kemur þangað með áburð það sem af er árinu. Alls er búið að skipa upp 5.100 tonn- um af áburði á Akranesi það sem af er árinu og skapa þessi umsvif nokkra vinnu við höfnina. Akranes mun vera orðin næst stærsta upp- skipunarhöfn fyrir áburð á Íslandi, næst á eftir Þorlákshöfn. Það voru Áburðarverksmiðjan og Sláturfélag Suðurlands sem fluttu inn áburðinn að þessu sinni. Eitthvað af girðing- arefni kom sömuleiðis með Wil- son Brake í þessari verið. Bændur á Vesturlandi ættu því að hafa í nægu að snúast á næstunni við bera á tún sín og girða þau af. mþh Þorskstofninn við Ísland hefur aldrei mælst sterkari frá því Haf- rannsóknastofnun hóf stofnmæl- ingar sínar með hinu svokallaða togararalli árið 1985. Mikið er af stórum þorski, margir árgangar mælast sterkir og nýjasti árgang- ur 2014 mælist sterkur. Útbreiðsla þorsksins er mikil og meðalþyngd fimm ára og eldri þorsks er yfir meðaltali áranna 1985 - 2015. Ýsustofninn gefur einnig fyrir- heit um að vera í mikilli sókn. Ýsan er vel haldin og ákveðnar vísbend- ingar um að 2014 árgangurinn sé sterkur. Mikið virðist af fullorðnum gullkarfa. Í heildina er ekki annað að sjá en að ástand helstu botnfisk- stofna hafi lagast mikið og hljóti nú að teljast allgott. Allt er þetta meðal niðurstaðna úr stofnmælingum Hafrannsókna- stofnunar í vetur sem skoða má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöf vísindamanna um leyfileg- an heildarafla í einstökum tegund- um mun liggja fyrir í byrjun júní- mánaðar. mþh Eigendur útgerðarfyrirtækis- ins Runólfs Hallfreðssonar ehf. á Akranesi hafa ráðist í að endurnýja Bjarna Ólafsson AK 70. Það gera þeir með því að selja gamla skip- ið til Rússlands og kaupa í stað- inn nýlegra skip, norska uppsjáv- arveiðiskipið Fiskeskjer frá út- gerðarfyrirtækinu Strand-Rederi í Álasundi. Fiskeskjer er nú á kol- munnaveiðum sunnan við Færeyj- ar og hluti áhafnar Bjarna Ólafs- sonar er þar um borð. Áætlað er að nýr Bjarni Ólafsson AK verði kom- inn til heimahafnar á Akranesi fyr- ir sjómannadag. „Skipið er eins og nýtt og fullkomið veiðiskip og kemur frá einni bestu útgerðinni í Noregi. Það er með 7500 hestafla vél og er mjög gott sjóskip,“ segir Runólfur Runólfsson annar skip- stjóra á Bjarna Ólafssyni í samtali við Skessuhorn. Fiskeskjer var smíðaður í Noregi 1999 eins og Bjarni Ólafsson, sem er 21 ári eldra skip, en var keypt- ur 20 ára gamall til Akraness árið 1998. Gamli Bjarni Ólafsson er því kominn hátt á fertugsaldurinn. Nýja skipið er tæpum sex metrum styttra en það eldra eða 67,40 metra að lengd en um einum og hálfum metra breiðara, 13 metra breitt. Í áhöfn nýja skipsins verða aðeins færri í hverri veiðiferð, einum eða tveimur færri, en engar manna- breytingar verða þó í mannahaldi að sögn forsvarsmanna útgerðar skipsins, Runólfs Hallfreðssonar ehf. Bræðurnir Gísli og Runólfur Runólfsson eru skipstjórar en móð- ir þeirra Ragnheiður Gísladóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Útgerð Bjarna Ólafssonar og skip- ið hefur reynst traust um tíðina og flestir skipverjarnir verið um borð í 15-35 ár. Fjölskylda Runólfs Hall- freðssonar á 62% í fyrirtækinu og Síldarvinnslan á Neskaupstað 38%. þá Gjald á strandveiðar smábáta sem rennur til hafna nam 176,4 millj- ónum króna frá því það var fyrst sett á árið 2010 til og með síðasta árs 2014. Þar af runnu 30 millj- ónir króna til hafna á Vesturlandi. Mest fékk Ólafsvíkurhöfn, eða alls rétt tæpar sjö milljónir króna. Með gjaldinu var hverri útgerð gert að greiða 50 þúsund krónur sem renna skyldu til hafna landsins í hlutfalli við landaðan afla af strandveiðum á hverri vertíð. Upphæð gjaldanna kemur fram í svari sjávarútvegsráð- herra við fyrirspurn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Skoða má fyrirspurnina í heild á vef Al- þingis. mþh Smábátasjómenn eru víða komnir í veiðihug fyrir sumarið. Það á ekki síst við um strandveiðisjómennina sem veiða með handfærum. Í síð- ustu viku sendu stjórnvöld frá sér reglugerð um strandveiðar þessa árs sem mega hefjast mánudaginn 4. maí. Eins og fyrr skiptast veiðarn- ar á fjögur svæði. Fyrir Vesturlandi er svæðið tvískipt sem fyrr, annars vegar í strandlengjuna frá Horna- firði vestur um til Borgarbyggð- ar (svæði D) og síðan frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur- hrepps (svæði A). Í strandveiðar ársins er alls úthlutað 8.600 tonn- um af óslægðum botnfiski. Skipting á strandveiðisvæðin sem Vesturland fellur undir skiptast þannig að í maí má á svæði A veiða 715 tonn, í júní 858 tonn, í júlí 858 tonn og í ágúst 429 tonn. Á svæði D má í maí veiða 600 tonn, í júní 525 tonn, í júlí 225 tonn og í ágúst 150 tonn. Gert klárt fyrir sumarið í Rifi Ingvi Hrafn Aðalsteinsson er einn þeirra sem stunda strandveiðar frá Vesturlandi í sumar. Hann var að undirbúa strandveiðibát sinn Smyr- il SH 703 í Rifi á föstudaginn. Ingvi er fæddur og uppalinn á Hellissandi og býr þar. „Ég hef stundað strand- veiðarnar á sumrin. Ég keypti mér þennan bát og var með hann fyrsta árið í fyrra. Það gekk ágætlega að fiska síðasta sumar. Þetta er ágætur bátur. Það voru þónokkrir strand- veiðibátar sem réru héðan frá Rifi síðasta sumar. Nú eru vænt- ingar um að aflabrögð geti orðið góð á vertíðinni sem er framund- an,“ sagði hann. Ingvi Hrafn starf- ar annars sem beitningamaður yfir vetrartímann. „Ég vinn hjá Nesveri hér í Rifi sem gerir út Tryggva Eð- varðs SH. Það er fínt að vera þar.“ mþh Þjótur, dráttarbátur Faxaflóahafna, fylgir Wilson Brake úr Akraneshöfn og út á Faxaflóa eftir að flutningaskipið hafði skilað af sér tæplega þrjú þúsund tonnum af áburði á Skaganum. Fjær sést í áburðarstæðuna. Akranes er næststærsta áburðarhöfn Íslands Aron Karl Bergþórsson á strandveiðum. Ljósm. af. Strandveiðar hafa skilað 30 milljónum króna til hafna á Vesturlandi Höfn: Strandveiðigjald 2010 - 2014 Akranes 3.149.187 Arnarstapi 3.293.840 Rif 5.191.741 Ólafsvík 6.924.658 Grundarfjörður 6.796.403 Stykkishólmur 3.870.254 Reykhólar 11.537 Brjánslækur 507.676 Davíð Óli Axelsson, sjómaður í Snæfellsbæ, réri í fyrrasumar á Krístínu Hálfdánar ÍS. Myndin var tekin við lok strandveiðitímabilsins á A svæði í júlí 2014. Ljósm. af. Strandveiðarnar mega hefjast 4. maí Ingvi Hrafn Aðalsteinsson við bát sinn Smyril SH í Rifi. Norska uppsjávarveiðiskipið Fiskeskjer verður nýr Bjarni Ólafsson AK. Nýr Bjarni Ólafsson AK keyptur til landsins Þorskurinn er í sókn og jákvæð tíðindi berast einnig af öðrum bolfiskstofnum við landið. Hér hampar Eiður Ólafsson skipstjóri á Akranesi vænum þorski úr Faxaflóa. Aldrei meiri þorskur frá upphafi netaralls

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.