Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Side 14

Skessuhorn - 22.04.2015, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 „Ég er búinn að heyra af nýju veiði- leyfagjaldi sjávarútvegsráðherra og mér sýnist að í farvatninu sé einhver 50% hækkun á útgerð eins og okkar. Ég hef verið að heyra í mönnum sem hafa verið að reikna þetta og þeir tala um þessa tölu. Það verður að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur. Mað- ur hefur haldið sjó í kreppunni og ætli það stefni ekki þrengingar aftur núna. Kannski vilja menn bara fá það ástand eins og var í gamla daga þegar önnur hver útgerð var að fara á haus- inn,“ segir Jóhann Rúnar Kristins- son. Hann gerir úr línutrilluna Sæ- rif frá Rifi. Telur gjöldin ganga nærri rekstrinum Nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jó- hannssonar sjávarútvegsráðherra liggur nú í meðferð Alþingis. Jóhann er ekki sáttur við það né auðlinda- gjöld yfir höfuð. „Þessi gjöld eru bara tilræði við sjávarútveginn. Ég skil ekki af hverju það þarf að leggja sértækan skatt á þessa atvinnugrein. Aðrir sem nýta náttúruauðlindir hér á landi þurfa ekki að borga svona skatta. Nú er staðan sú að einhverjir þingmenn geta eyðilagt greinina þó þeir viti ekki einu sinni hvað sjávar- útvegur er. Ég neita því svo sem ekk- ert að það er búið að ganga ágætlega síðustu árin en það hefur gerst með mikilli vinnu, útsjónarsemi og stöð- ugu aðhaldi. Við höfum ekkert þorað að gera. Ekki farið í neinar fjárfest- ingar í kvótum eða öðru fyrr en þá kannski núna. Maður hefur ekki þor- að að taka þá áhættu. Núna erum við að reyna þetta en væntanleg hækkun á veiðigjöldum dregur úr manni. Svo er nýjasta útfærslan á sjálfri gjaldtök- unni út úr öllu korti,“ segir Jóhann. Gagnrýnir staðgreiðslu veiðigjalda Með því síðastnefnda á Jóhann við að nú standi til að láta menn staðgreiða auðlindagjaldið þegar komið er með fiskaflann að landi. „Eftir nýju lög- unum skilst mér að það eigi að rukka menn um auðlindagjöld á bryggj- unni. Sá sem veiðir á að borga. Þetta þýðir að þeir sem leigja til sín kvóta þurfa að borga auðlindagjöld af afl- anum þó þeir eigi ekkert í kvótanum. Sá sem á kvótann sleppur við veiði- gjöldin. Hingað til hafa kvótaeigend- urnir greitt veiðigjöldin, ekki sá sem leigir til sín kvótann. Hvar er rétt- lætið í því að leiguliðar borgi veiði- gjaldið? Hér er enn og aftur verið að hlaða púðum undir þá sem leigja frá sér kvóta. Byrðunum er aflétt af þeim en meiri klyfjum hlaðið á okkur sem þurfum að leigja til okkar aflaheim- ildir. Verð á leigukvótum mun samt örugglega ekki lækka með þessu. Við sem leigjum til okkar sitjum bara eft- ir með enn minna en áður.“ Vonast helst eftir auknum ýsukvóta Talið berst að stöðu aflaheimilda í ljósi þess að mjög jákvæðar fréttir hafa borist af stofnstærðarmæling- um Hafrannsóknastofnunar. „Sjálf- sagt verður eitthvað bætti við þorsk- kvótann í haust. Ég vona þó helst að það verði aukning á ýsukvótanum. Í haust var staðan þannig að balabát- arnir á línu urðu að forðast ýsuna. Þeir gátu ekki verið á slóðum þar sem stærri þorskurinn var vegna þess að ýsan var þar líka og enginn átti kvóta og ómögulegt að finna hann. Þá fóru þeir í smáþorsk bara til að fá eitthvað að gera án þess að draga ýsur með. Það var ávísun á að við vor- um með veiðieftirlitið á hælunum. Þeir voru að passa upp á að við vær- um ekki með of mikið af undirmáls- fiski. Ýsan hefur hins vegar ekki ver- ið vandamál núna seinni hluta vetr- ar. Ástandið batnaði líka mikið þeg- ar opnað var á að litlu krókabátarn- ir gætu skipt frá sér ufsakvóta upp til stóru skipanna og fengið ýsukvóta frá þeim í staðinn. Þetta var gert í vet- ur, var alveg bylting fyrir okkur og bjargaði vetrinum. Það hefur alltaf brunnið inni ufsakvóti í öll ár í smá- bátakerfinu en ýsukvótinn þar er allt- of lítill. Það hentar miklu betur að veiða ufsann á togurunum enda hef- ur þá frekar vantað ufsakvóta heldur en hitt.“ mþh Horfir áhyggjufullur fram á mikla hækkun veiðigjalda Línutrillan Særif SH kemur hér fullhlaðin af fiski að bryggju á Arnarstapa í fyrravetur. Jóhann Rúnar Kristinsson í atvinnuhúsnæði útgerðar sinnar í Rifi þar sem við hittum hann í vikunni sem leið. Framkvæmdir ganga vel við nýtt gistiheimili kaþólsku kirkjunn- ar á Íslandi sem stofnsett verður í Stykkishólmi í sumar. Það mun fá heitið „Fransiskus. Ráðstefnu- og gistiheimili kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.“ Þegar verkinu verður að fullu lokið í lok ársins 2015 verða alls 25 herbergi og rúm fyrir 50 manns. Auk þess verður veitinga- aðstaða og tveir fundasalir. Þess verður sérlega gætt að öll aðstaða fyrir fatlaða verði sem best, bæði í aðgengi að gistiheimilinu og að flestum herbergjum. Tvö eldhús verða á Fransiskus-gistiheimilinu. Eitt þeirra verður fyrir matreiðslu- fólkið sem mun starfa þar og ann- að sem gestir geta notað vilji þeir matbúa sjálfir. Nafn með skírskotun í sögu Herra Pétur Bürcher, kaþólski biskupinn á Íslandi, heimsótti Stykkishólm síðastliðinn föstudag. Erindið var að skoða þær endur- bætur sem staðið hafa yfir á húsa- kosti kaþólsku kirkjunnar þar. Eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í vetur þá er búið að endur- nýja íbúðir presta og nú er verið að breyta húsnæði gamla barnaheim- ilisins í gistiheimili. Systur Verbo Incarnato-reglunnar munu flytja úr sínum vistarverum í lítið hús sem þær hafa fest kaup á í næsta nágrenni. Húsnæðið þar sem þær búa í dag verður síðan nýtt sem gistiheimili. Blaðamaður Skessu- horns hitti herra Pétur Bürcher að máli í Stykkishólmi. „Það er vel við hæfi að þessu nýja gisti- heimili verði gefið nafnið Fransis- kus. Með því skapast góð tenging milli sögunnar og nútímans. Það var regla St. Franciskusystra sem reisti hér sjúkrahús, klaustur, leik- skóla og kapellu. Í dag ber páfinn nafnið Frans á íslensku eða Franc- iscus á latínu. Með nafninu skapast góð tenging milli sögunnar og nú- tímans,“ segir biskup. Gistihús opið öllum Bürcher biskup útskýrir að kaþ- ólska kirkjan á Íslandi hafi feng- ið hluta húsnæðisins frá reglu St. Franciskussystra. Síðan hafi sú bygging sem áður hýsti leik- skóla verið keypt af íslenska rík- inu. Hið opinbera á Íslandi hafði áður yfirtekið þann húsakost frá systrunum. Þegar þetta allt lá fyrir var ráðist í að endurbyggja húsið. „Gamlar innréttingar og þess hátt- ar var fjarlægt og byggingin verður nú endurnýjuð. Hugmyndin er sú að skapa gistiheimili hér í Stykk- ishólmi fyrir ferðafólk hvaðan- æva úr heiminum þar sem einnig verður aðstaða fyrir ráðstefnur og fundi og þráðlaus nettenging í öllu húsinu. Húsið verður öllum opið. Sú regla fellur vel að grunngildum kaþólsku kirkjunnar. Fólk þarf alls ekki að vera kaþólskrar trúar til að gista hér. Það eina sem við förum fram á er að fólk virði andann í húsinu,“ segir Pétur Bürcher bisk- up og brosir við. Rekstur hefst í júní Aðgengi verður frá gistiheimilinu í kapelluna sem hefur um árabil tilheyrt St. Francisku-reglunni. „Hér verður að minnsta kosti einn kaþólskur prestur auk systranna sem búa áfram í Stykkishólmi. Það verður messað daglega í kap- ellunni. Hún mun að sjálfsögðu standa öllum opin eins og alltaf.“ Biskup segir að gistiheimilið verði rekið af kaþólsku kirkjunni á Íslandi. „Samvinnan bæði við sveitarstjórnaryfirvöld hér í Stykk- ishólmi, verktaka og aðra hefur verið afar góð. Allt hefur geng- ið samkvæmt áætlun. Gistiheimil- ið verður sennilega tilbúið að taka á móti gestum í byrjun júnímán- aðar,“ segir herra Pétur Bürcher biskup kaþólsku kirkjunnar á Ís- landi. mþh Nýtt gistiheimili í Stykkishólmi fær nafnið Fransiskus Á fundi skipulags- og umhverfis- nefndar Grundarfjarðar 9. apríl síðastliðinn var tekin fyrir um- sókn um lóðir við Grundargötu 33 og Hamrahlíð 6. Þessar lóð- ir eru í miðjum bænum og eru gegnt Samkaup Úrval versluninni og Sögumiðstöðinni, sem er bóka- safn og upplýsingamiðstöð bæjar- ins. Það er Mikligarður ehf. sem sækir um lóðirnar í þeim tilgangi að byggja húsnæði fyrir lágvöru- verðsverslun. Mikligarður ehf. er fyrirtæki í eigu Ragnars Ragnars- sonar byggingafræðings í Stykk- ishólmi. Skipulags- og umhverf- isnefnd Grundarfjarðar samþykkti að taka lóðirnar frá í þrjá mánuði en óskaði jafnframt eftir viðræðum um byggingaráform Miklagarðs á svæðinu, áður en ákvörðun verður tekin um úthlutun. Á lóðinni við Hamrahlíð 6 er eingöngu gras- flöt en á lóðinni við Grundargötu 33 stendur nýlegt víkingaþorp og þá hefur pylsuvagn verið þar yfir sumartímann. tfk Mikligarður sækir um lóð fyrir lágvöruverslun í Grundarfirði Horft yfir svæðið sem Mikligarður sækir um að fá að byggja lágvöruverðsverslun á. Það er trésmiðjan Þ.B. Borg í Stykkishólmi sem er aðalverktaki við endurbætur á húsakostinum í Stykkishólmi. Hér fara þeir Þorbergur Bæringsson húsasmíða- meistari og herra Pétur Bürcher biskup yfir stöðu framkvæmda. Herra Pétur Bürcher biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.