Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Page 23

Skessuhorn - 22.04.2015, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Skorradalshreppur óskar íbúum Skorradals og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Eyja- og Miklaholtshreppur óskar sveitungum sínumog öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars. Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar Dalamönnum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Hvalfjarðarsveit óskar íbúum Hvalfjarðarsveitar og Vestlendingum gleðilegs sumars. Verkefnastjóri óskast til að annast undirbúning og umsjón með Írskum dögum Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að annast undirbúning og umsjón með framkvæmd Írskra daga á Akranesi. Um er að ræða tímabundið starf frá 20. maí til 10. júlí. Starfið felur í sér viðburðastjórnun, þ.m.t. skipulag og samskipti við fyrirtæki og einstaklinga. Gerðar eru kröfur um reynslu af viðburðastjórnun, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí. Nánari upplýsingar veitir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar í síma 433-1000 eða á netfangið sædis.sigurmundsdottir@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Hvanneyringurinn Kristín Jóns- dóttir ætlar að halda barnavöru- markað í Hjálmaklett laugardaginn 2. maí. milli klukkan 12 og 16. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara útí,“ segir Kristín og hlær. „Þetta verð- ur minni útgáfa af Stóra barna- vörumarkaðinum sem hefur verið haldinn í Salaskóla ársfjórðungs- lega undanfarin ár. Það er ánægju- legt hvað það eru margir söluaðilar tilbúnir að koma í Borgarnesið og vera með. Mér datt í hug að halda þennan markað því þetta er gert í Reykjavík en við sem búum úti á landi komumst ekki alltaf þegar eitthvað er planað í bænum. Ég er ánægð með skráninguna, nú þegar eru ellefu aðilar sem eru með vef- verslanir og smærri framleiðslu að koma. En ef það er fólk í Borg- arfirði eða á Vesturlandi að gera barnavörur og vill vera með, þá er alveg nóg pláss í Hjálmakletti og hægt að bæta fleirum við.“ Meðal aðila sem verða á mark- aðnum er vefverslunin Hönd í hönd sem verður meðal ann- ars með Bumgenius taubleyjur og burðarpoka og JóGu búð kem- ur með mikið úrval af taubleyj- um. „Einnig verður hún Álfheiður Sverrisdóttir, sem var að byrja að sauma Hnoðra taubleyjurnar, með á markaðinum. Halldóra Kristjáns- dóttir Larsen frá Hvanneyri hef- ur verið að sauma ungbarnahreið- ur og er búin að bæta við buxum sem henta vel fyrir taubleyjubossa. Það er mikil aukning í að foreldr- ar velji að vera með börnin sín á taubleyjum og endurspeglast það í auknum fjölda söluaðila og fram- leiðenda. Ég verð líka með notað- ar taubleyjur til sölu og get boðið upp á fræðslu um notkun og um- hirðu taubleyja ef einhver vill for- vitnast. Eins eru söluaðilar hafsjór fróðleiks og hægt að leita til þeirra allra til að fá upplýsingar.“ Það verða þó ekki einungis tau- bleyjur til sölu á Barnavörumark- aðinum í Hjálmakletti. Verslunin Hans og Gréta frá Akranesi verð- ur á staðnum og öryggisvörur frá Bílstólar.is. Vefverslunin „I am happy“ sem flytur inn barnaföt og barnaleikföng verður með sölubás og Bergdal verður með slefsmekki, svo einhverjir séu nefndir. „Hægt er að sjá lista yfir alla söluaðilana á Facebook síðu viðburðarins. Gam- an væri ef Barnavörumarkaðurinn í Borgarnesi getur orðið að árleg- um viðburði en auðvitað snýst allt um það að fólk mæti og nýti sér að þessir söluaðilar safnist saman á Vesturlandi. Þannig að ég hvet alla áhugasama um að mæta,“ segir Kristín glaðlega að endingu. eha Heldur barnavörumarkað í Hjálmakletti í Borgarnesi Kristín Jónsdóttir skipuleggjandi Barnavörumarkaðarins í Hjálmakletti. Ljósm. eha. Taubleyjur njóta vaxandi vinsælda og eru sérstaklega vinsælar í barnamyndatökum. Hér er Ástrós Helga Guðjóns- dóttir með Tots Bots bleyju. Ljósm. Jóhanna Ösp Guðmundsdóttir. Sonur Kristínar, Þorsteinn Sölvi Guðjónsson, er með litríka JóGu taubleyju með „splatter“ mynstri. Ljósm. Arna Rúnarsdóttir. Söngfélagið Sálubót úr Suður-Þingeyjarsýslu verður með tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 24. apríl nk. kl 20:30 Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum Söngstjóri: Jaan Alavere Einsöngvari: Jónas Reynir Helgason Aðgangseyrir kr. 2.000.- (ekki posi) Allir velkomnir Tónleikar í Reykholti SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.