Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Síða 32

Skessuhorn - 22.04.2015, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Ég, undirritaður, skrifaði grein í 15. tölublað Skessuhorns 2015 um mína upplifun af vinnubrögðum Granda- manna á Akranesi frá því að þeir yf- irtóku HB. Síðan þá hefur fjöldi fólks haft samband við mig og lýst sömu skoðun og þakkað mér fyrir að skrifa um þessi mál. Í næsta blaði Skessuhorns segist Guðmundur Sigurbjörnsson (sem hér eftir verður nefndur GS) vera að svara grein minni. Ég var ekk- ert að óska eftir svari frá honum, þó hann telji sig einhvern málsvara íbúa á Neðri Skaga. Miðað við allan þann fjölda íbúa á Neðri Skaga sem hafa talað við mig og lýst öndverðri skoð- un getur hann varla talist það. Fyrirhuguð nýbygging Granda fyr- ir hausaþurrkunina getur varla talist í miðri íbúðabyggð þar sem yfir 300 metrar eru í næsta íbúðarhús. Mér og ansi mörgum öðrum finnst að útgerð og fiskvinnsla eigi best heima sem næst höfn en ekki uppi í sveit. Og miðað við trú GS á að ekki sé hægt koma í veg fyrir lyktarmengun frá hausaþurrkuninni þá átta ég mig ekki á af hverju henni er betur kom- ið nálægt Efri Skaganum en á núver- andi stað? Ég get líka alveg ímynd- að mér að hann láti ekki staðar num- ið í baráttunni gegn hausaþurrkun Granda. Hann hefur barist gegn því að skip séu máluð í slippnum þann- ig að maður spyr sig hvað kemur svo næst? Starfsemi Norðanfisks, Vignis, Akraborgar, lífræn áburðardreifing bænda eða hvað? Svo eru nokkrar sögulegar stað- reyndir. • Laugafiskur kem- ur á Akranes 1987 eða 1988 og verður hluti af Haferninum sem HB kaupir líklega árið 1999. • HB verður síðar hluti af út- gerðarsamsteypu Eimskips og svo Brims. • Grandi kaupir síðan HB hlutan út úr Eimskipum án Laugafisks. • Grandi kaupir svo Laugafisk árið 2013. • Benedikt Jónmundsson situr í bæjarstjórn Akranes frá 1986-1994 og jafnvel ég kaus hann til góðra verka, en ég skil ekki martrað- ir hans yfir að hafa verið í bæjar- stjórn Akraness. • GS byggir hús við Bakkatún 4 í kringum 2000. Nú ætla ég láta mínum skrifum lokið um þetta málefni því ég vil ekki taka þátt í áframhaldandi of- stækisrausi. Ég vil þó að lokum biðja menn að blanda mér ekki í deilur vinnuveitanda míns við Orkuveitu Reykjavíkur en ég skil vel að hann vilji ekki skítinn frá hverjum sem er, nefni engin nöfn. Valgeir Valgeirsson, sem er ennþá fylgjandi atvinnuuppbyggingu á Akranesi. PS: Bæjarfulltrúar á Akranesi sem geta ekki stutt atvinnuuppbygg- ingu í bæjarfélaginu ættu að segja af sér strax svo dugmeira fólk geti tekið við. Enn af atvinnuuppbyggingu Ég er þessi bráðláta týpa Fyrir nokkrum árum bjó ég í litlu þorpi úti á landi. Kaupstaðurinn var skammt undan og blómleg- ir sveitabæir í augsýn til allra átta. Sjarmerandi byggð þar sem litróf mannlífsins spannaði allt frá venju- legu fólki til Lunddælinga. Ég starf- aði í litlum sveitaskóla, fjársjóðskistu þekkingar og reynslu, þar sem verð- mætasti fjársjóðurinn var lífsglöð börn sem fengu að njóta sín og rækta hæfileika sína í sínu umhverfi. Yfir kaffibolla einhvern morgun- inn fékk ég þá grillu í höfuðið að ég þyrfti að upplifa fleiri ævintýri í líf- inu. Prófa eitthvað nýtt. Fara út fyrir þægindaramman eins og var svo mik- ið inn á þeim tíma. Það skipti engum togum að fáeinum vikum síðar var ég á leið til Noregs með fjölskylduna mína og einn fólksbíl af farangri. Nú bý ég í lítilli byggð úti á landi í Noregi. Kaupstaðurinn er skammt undan og blómlegir sveitabæir í aug- sýn til allra átta. Sjarmerandi byggð þar sem litróf mannlífsins spann- ar allt frá venjulegu fólki til Skarsey- inga. Ég starfa í litlum sveitaskóla með 14 nemendum. Ekki er allt í minni norsku sveit eins og í þeirri íslensku. Til dæmis jókst fjöldi bráðlátra í mínu sveitar- félagi úr núll í einn við komu mína. Bráðlátir Norðmenn eru vandfundn- ir. Jafnvel ekki til. Góður nágranni ýjaði einhvern tímann að því með norskum semingi að það væri kannski engin tilviljun. Fyrir allmörgum ár- hundruðum fundust víst bráðlátir Norðmenn líka. Í bráðlæti sínu ruku þeir flestir í víking að vanhugsuðu máli og þeir sem komust lífs af end- uðu margir hverjir á eyju norðvest- ur í hafi. Þeir sem ekki sigldu gerðu gjarnan eitthvað af sér í bráðlæti sínu og voru sendir í útlegð á sömu eyju. Ég kann því ákaflega vel að kynn- ast nýju landi með nýjum venjum. Ég kann því líka ákaflega vel að rekast af og til á eitthvað sem minnir á heima- byggð. Ekki öllu jafn vel samt. Ég var ekki búin að starfa lengi í mínum 14 barna skóla þegar ný stjórn tók við sveitafélaginu. Vin- gjarnleg grúppa sem hafði skömmu áður farið brosandi um vinnustaði og kynnt sig með óvenju syngjandi röddum. Á upphafsdögum stjórn- artíðar þeirra lögðust yfir vesalings fólkið þrúgandi áhyggjuhrukkur fjár- mála sveitafélagana. Á þeim hrukk- um vinna engin krem. Eina ráðið við þeim er að loka skólum. Nú kunna einhverjir að spyrja sig hvort Norðmenn séu ekki meðal rík- ustu þjóða heims? Það er vissulega rétt en skólarnir eru reknir af sveitar- félögum og lítil sveitarfélög á Norð- ur-Mæri mala víst ekki gull. Ég kann því ákaflega vel þegar ég upplifi það af og til hér í órafjarlægð að heiman hvað heimurinn er í raun lítill. Ekki alltaf jafn vel samt. Í upphafi sparnaðarferlisins; „Út- tekt á skólastrúktúr“ rakst ég á þá merkilegu staðreynd að sveitastjórn- armenn hér í sveit höfðu sennilega setið sama námskeið og íslenskir kollegar þeirra undir yfirskriftinni; Verkferlar í „úttektum á skólastrúkt- úr“. Yfirvofandi breytingar voru því kynntar almenningi seint og á tíma- punkti þar sem flestir voru upptekn- ir af öðrum samfélagsmálum. Í upp- hafi var tveimur skólum, og þar með tveimur byggðarhlutum, att sam- an og látið að því liggja að ekki væri búið að ákveða hvorum skólanum bæri að loka. Þetta gerði það að verk- um að umræðurnar snerust meira um hvor þessara skóla væri betri, minni, eldri og faglegri. Minna um hvern- ig í ósköpunum þeim hrukkóttu datt í hug þessi vitleysa að fara að leggja niður skóla. Síðast en ekki síst var boðað til íbúafundar með hógværum hætti og stuttum fyrirvara. Nágrannakona mín ein og stjórn- málakona kannaðist vel við nám- skeiðið en mundi ekki í svipinn eftir Íslendingum þar. Bráðláta ég, reynsl- unni ríkari, fékk fyrirvaraverki um leið og fyrsta fjármálahrukkan blasti við. Ég fór að huga mér til hreyf- ings. Það ku víst vera mjög huggu- legt að búa í Lúxemburg. Heldur hlýrra loftslag og frábærir skólar víst. Já, það er nefnilega þannig, á skjön við það sem kennt er á áðurnefndum sveitastjórnarnámskeiðum, að fólk flytur gjarnan búferlum eftir lands- lagi skólamála. Ungt fólk (já og mið- aldra). Grunnstoðir samfélagsins. Fundurinn var haldinn áður en ég náði að hlaða búslóðinni í fólksbílinn svo ég sat hann bara svona af forvitni. Prúðbúnir Norðmenn flykktust inn í vinalegt félagsheimilið. Þarna voru foreldrar núverandi nemendanna fjórtán. Þarna voru foreldrar barna sem áður höfðu stundað skólann. Þarna voru ungir foreldrar unga- barna og leikskólabarna sem höfðu ætlað sér að nýta skólann fyrir sín börn seinna meir. Þarna voru ömmur og afar barna sem þau vildu gjarnan hafa áfram í sinni heimabyggð. Þarna voru líka íbúar þéttbýlisins í sveitar- félaginu, notendur nágrannaskól- ans sem ekki var lengur undir hnífn- um og íbúar nágrannasveitarfélag- anna. Sveitarstjórnarmenn sátu fyrir svörum í smekkfullu félagsheimili og vöffluilmurinn lá í loftinu. Vinalegur eldri maður kvað sér fyrstur hljóðs. „Hvað í „all verden“ eruð þið nú að hugsa? Ætlið þið „virkelig“ að slíta hjartað úr samfélaginu okkar?“ Í kjölfarið kom svo spurningaflóð. „Haldið þið að það sé hægt að henda bara í ruslið heilum skóla, með allri reynslunni og sögunni sem í honum býr? Hafið þið skoðað hversu vandað starf er unnið hér? Hafið þið velt því fyrir ykkur hvers vegna fagfólk sæk- ist eftir því að vinna hér? Eruð þið búin að gleyma því hvað gerðist síð- ast þegar lagður var niður skóli hér? Hvaða neikvæðu áhrif það hafði á byggðina okkar?“ Einn úr þéttbýlinu tók undir þetta. „Já, og ef þið hald- ið að þessi neikvæðu áhrif einskorð- ist við hverfið kringum skólann eruð þið eitthvað að misskilja. Sveitarfélag þar sem deilur um svona viðkvæmt mál hafa átt sér stað verður allt fyrir áhrifum. Neikvæður andi svífur yfir vötnum lengi á eftir og fælir fólk frá. Já og hvar er sparnaðurinn sem átti verða við síðustu skólalokun? Hef- ur einhver séð hann eða varð hann kannski enginn?“ Spurningarnar dundu áfram. „Hvers vegna er verið að skera niður hér þegar fjölskyldu- fólk velur að setjast hér að, meðal annars af því hér er góður skóli? Er ætlunin að börnin okkar eigi frá 6 ára aldri að sitja í rútu langar leiðir undir takmörkuðu eftirliti í alls konar veðr- um?“ Alls konar veðrum, hugsaði ég og kímdi, en hélt því bara fyrir mig þar sem nágrönnum mínum líkar ekki þegar ég hæðist að því sem þeir kalla vont veður. Fundurinn dróst fram eftir kvöldi, vöfflujárnin kólnuðu en svörin létu á sér standa. Síðasta innlegg kvölds- ins var í lauslegri þýðingu eitthvað á þessa leið: „Snáfiði nú heim og finnið sparnað í einhverju sem kemur ekki niður á börnunum okkar.“ Næstu daga færðust hlutirnir smám saman í fyrra horf. Fátt spurð- ist til þeirra hrukkóttu og umræðan á kaffistofunni fór aftur að snúast um fjallgöngur næstu helgar. Bráðláta ég fór fljótlega að inna fólk eftir nið- urstöðu í málinu. Hvernig var þetta með skólamálin? Ullarpeysuklæddur samkennari minn varð fyrir svörum og sagði með norskum semingi: „Du Astridur,“ eins og ég kann nú annars ágætlega við íslenska mátan að gera hlutina, þá er lokun skóla ekki eitt- hvað sem maður veður í að vanhugs- uðu máli með skammtímahagsmuni að leiðarljósi.“ Yfirvegaða ég dólaði mér heim og týndi búslóðina aftur inn úr bílnum. Alveg í rólegheitunum. Ástríður Einarsdóttir Pennagrein Pennagrein Í síðustu viku hækkaði hitastig- ið um margar gráður frá því sem við eigum að venjast. Starfsmenn Olís í Borgarnesi drifu þá kúst- ana út á þvottaplan. Sama gerðu reyndar starfsmenn bensínstöðva í öðrum byggðarlögum á Vestur- landi. Þetta er hins vegar fyrsta vorið í mörg herrans ár sem Borg- nesingar geta nýtt sér þvottaplan í heimabyggð. Er það vel enda veitir ekki af vorhreingerningu á bílaflotanum. eha Vorið er komið og þvottaplönin hafa verið opnuð

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.