Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 20156 Stækkun steypustöðvar samþykkt GRUNDARFJ: Friðrik Tryggvason hefur fyrir hönd Almennu Umhverfisþjónust- unnar ehf, sótt um til Grund- arfjarðarbæjar að endurbyggja og stækka steypustöð fyrirtæk- isins í Grundarfirði. Almenna Umhverfisþjónustan á nú í málaferlum við Snæfellsbæ. Krafist er 80 milljóna króna skaðabóta þar sem brotið hafi verið á samkeppnisstöðu fyrir- tækisins með því að meina því aðgang að malarnámu á svo- kallaðri Breið rétt vestan við Ólafsvíkurenni. Á sama tíma fengu samkeppnisaðilar fyr- irtækisins sem staðsettir eru í Snæfellsbæ að nýta námuna samkvæmt samningi. Haustið 2013 úrskurðaði Samkeppn- iseftirlitið að um mismunun væri að ræða. Segja bæri upp samningum um nýtingu nám- unnar sem gerðir voru um mitt ár 2007 og gefa fleirum kost á að nýta hana. Skipulags- og umhverfisnefnd Grund- arfjarðar samþykkti stækkun steypustöðvarinnar á fundi sínum 1. júlí sl. með fyrirvara um að deiliskipulagsbreyting fyrir lóð steypustöðvarinnar verði auglýst. -mþh Vilja banna dróna við lax- veiðiár LANDIÐ: Á aðalfundi Lands- sambands veiðifélaga, sem haldinn var á Breiðdalsvík í júní, var samþykkt að vekja at- hygli veiðifélaga á að svokall- aðir drónar eru nú að verða al- gengir á Íslandi. Engar regl- ur hafa verið settir um notk- un þessara flýgilda. „Fundur- inn beinir því til veiðifélaga að settar verði reglur sem banna notkun dróna við veiðár á veiðitíma til að tryggja frið við árnar.“ –mm Það er ljóst að fegurð Botns- dals og fossins Glyms sem þar er nýtur mikilla vinsælda ferða- manna, bæði innlendra og er- lendra. Meðfylgjandi ljósmynd tók blaðamaður Skessuhorns síð- degis á sunnudaginn. Þá voru um 60 fólksbílar á og við bílastæð- ið sem kennt er við Glym. Sjálft bílastæðið var yfirfullt og bílum því einnig lagt góðan spöl með- fram veginum í átt frá bílastæð- inu. Augljóst er að þessi perla í Hvalfirði laðar til sín þúsundir ef ekki tugþúsundir ferðamanna árlega enda náttúrufegurð mikil og gönguleiðir frábærar. Flestir þessara ferðamanna koma sjálf- sagt af höfuðborgarsvæðinu enda ekki langur vegur að fara það- an og inn í Hvalfjörð. Þrátt fyr- ir þessar miklu vinsældir svæðis- ins þá er vegurinn að bílastæðinu í hörmulegu ásigkomulagi. Eng- in aðstaða er fyrir ferðamenn á bílastæði Glyms nema nokkur upplýsingaskilti. Fátt er þann- ig gert til að laða ferðmenn sem þarna koma til að líta nánar á það sem Vesturland hefur upp á að bjóða. mþh Spölur lét setja upp vegslár á ytri ak- reinum sem ætlaðar eru áskrifend- um veggjalda við gjaldskýli Hval- fjarðarganga fyrr í sumar. Að sögn Marinós Tryggvasonar öryggis- fulltrúa Spalar er slánum fyrst og fremst ætlað að draga úr ökuhraða um gjaldhliðin. „Það hefur sýnt sig að það er full þörf á þessu. Þetta var fyrst og fremst hugsað til að ná nið- ur hraðanum og það hefur gengið eftir.“ Blikkandi ljós eru á slánum, þannig að þær eru vel sýnilegar áður en að þeim er komið. Engu að síður hafa þær verið keyrðar niður nokkr- um sinnum á þeim mánuði sem þær hafa verið í notkun. „Það hefur verið keyrt á þær fjór- um sinnum, tvisvar hvorum meg- in. Slárnar virka hjá öllum sem eru með veglykil nema þegar rauða ljós- ið kemur upp. Þá getur fólk komið í lúguna og hægt er að opna hliðið handvirkt.“ Marinó segir að einnig hafi slárnar stöðvað för ökumanna sem ekki hafa greitt veggjaldið eða verið á rangri akrein. Vegslár af þessu tagi eru við gjaldhlið í vega- kerfinu víða um heim og eru því er- lendum vegfarendum vel kunnug- ar. Marinó segir að algengt hafi ver- ið að vegfarendur hafi ekið í gegn- um hliðið án þess að greiða fyrir, með tilheyrandi kostnaði og óþæg- indum fyrir Spöl. Þetta hafi ekki síst fylgt fjölgun erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins. „Flestir ferða- mennirnir eru vanir því að sams- konar slár séu í gjaldhliðum í vega- kerfinu. Þeir þekkja því ekkert ann- að en hlið og keyrðu bara í gegn í góðri trú án þess að borga.“ Á vefsíðu Spalar er sagt frá því að rétt sé að halda góðu bili milli bíla sem fara um gjaldhliðið, til að slárn- ar lyftist og falli eins og til er ætlast án þess að ökumenn eigi á hættu að aka á þær. Þar er einnig sagt frá því að það liggi fyrir að á mestu álags- tímum ársins í umferð um Hval- fjarðargöng verði starfsmenn Spal- ar utandyra, líkt og verið hefur, að innheimta veggjaldið til að flýta fyr- ir umferð. Á þessum tímum verði slárnar við gjaldskýlið ekki í notk- un. Þetta á við um helgar í júní, júlí, fyrrihluta ágústmánaðar auk hvíta- sunnu- og páskahelganna. grþ Um 60 bílar voru á og við bílastæðið við Glym síðdegis á sunnudag. Botnsdalur og Glymur njóta vinsælda ferðamanna Spölur segir fulla þörf á vegslám við Hvalfjarðargöng Vegslár eru nú á ytri akreinum við gjaldskýli Hvalfjarðarganga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.