Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Síða 12

Skessuhorn - 08.07.2015, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201512 Stykkishólmsbær hefur frá sumr- inu 2010 látið slá lúpínu í landi sínu og var fyrsta sveitarfélag landsins til að hefja aðgerðir gegn ágeng- um plöntum. Verkefnið er unn- ið í samvinnu við og með ráðgjöf Náttúrustofu Vesturlands. Und- anfari verkefnisins var að haustið 2007 fékk Stykkishólmsbær Nátt- úrustofu Vesturlands til að gera út- tekt á ágengum plöntutegundum í landi sveitarfélagsins. Í ljós kom að alaskalúpína var allútbreidd á svæð- inu en skógarkerfill og spánarkerf- ill mynduðu hér og þar litlar breið- ur. „Frumkvæðið að þessu verkefni kemur upprunalega frá íbúunum sjálfum, sem báðu um að eitthvað yrði gert í því að eiga við lúpínuna sem meðal annars var farin að kaf- færa berjalyng. Bjarnarkló fannst einnig á þremur stöðum upphaf- lega en síðar á fleirum. Nú eru fundarstaðirnir orðnir fimmtán og hefur plöntunni næstum því verið útrýmt í sveitarfélaginu. Við sett- um í framhaldinu fram tillögur um hvernig mætti eyða þessum ágengu plöntum úr sveitarfélaginu,“ seg- ir Róbert A. Stefánsson líffræðing- ur og forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Árangurinn góður Fljótlega eftir að skýrsla Nátt- úrustofu Vesturlands kom út var ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn útbreiðslu lúpínunnar í Stykkis- hólmi. Lítil reynsla var af slíkum aðgerðum en nú hefur komið í ljós að árangur aðgerðanna er mikill og graslendi smám saman að taka við af lúpínubreiðum. „Lúpínan er ágeng planta og breytir gróðursamfélög- um mjög mikið. Hún getur verið heppileg til að nota á stórum gróð- urlausum svæðum og hefur þann góða eiginleika að mynda jarðveg og gróðurlag, þannig að hún lokar jarðveginum. En gallinn við hana er að hún stoppar ekki þar og held- ur áfram yfir annað gróðurlendi,“ segir Róbert. Hann segir að í raun sé engin ástæða til að nota lúpínu til uppgræðslu þar sem annar gróð- ur er í kring. „Það er hætta á að fá það í bakið. Það getur virst ódýr lausn að sá henni en svo verður það dýrt ef berjast þarf á móti henni aft- ur. Þegar upp er staðið getur verið hagkvæmara að nota aðrar aðferðir við að græða landið. Sumir bændur hafa til að mynda notað afgangs hey og dreift yfir mela með góðum ár- angri.“ Róbert er þeirrar skoðunar að átak þurfi að gera í landgræðslu hér á landi en telur lúpínuna ekki réttu leiðina til þess. „Það er líka áhyggjuefni að skógarkerfillinn kemur á eftir henni. Hann tekur yfir lúpínubreiður og gerir svo bara ógagn. Hann sækir í næringarríkan jarðveg þannig að lúpínujarðvegur hentar honum mjög vel. Þetta sést til dæmis í Esjuhlíðum. Fólk þarf að hugsa þetta í samhengi.“ Slegið einu sinni á ári Lúpínan er slegin einu sinni á ári, á seinni hluta blómgunartím- ans - áður en lífvænleg fræ ná að myndast. Búið er að slá fimm sinn- um og er sjötti sláttur nýlega haf- inn. Að sögn Róberts er nauðsyn- legt að halda aðgerðunum áfram vegna mikils fræforða í jarðvegin- um. „Annars er hætt við því að hún nái sér á strik á nýjan leik. Slátt- urinn á þessum viðkvæma tíma drepur stóran hluta af fullorðn- um plöntum en alls ekki allar. Fræ- in geta lifað lengi, þannig að þetta er langtíma verkefni,“ útskýrir Ró- bert. Hann segir árangur aðgerð- anna vera mjög góðan. „Við sjáum mjög mikinn mun. Lúpínan er far- in að veikjast mikið, þéttleikinn hefur minnkað og graslendi mynd- ast í staðinn. Við erum einnig með tilraunareiti þar sem framvindan er mæld á magnbundinn og vísinda- legan hátt í samvinnu við Land- búnaðarháskólann og Landgræðsl- una. Gróðurþekjan, þéttleiki, ný- liðun og hvað er af öðrum gróðri í þessum reitum er mælt mjög ná- kvæmlega. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því en mun- urinn er vel sjáanlegur með berum augum.“ Hann segir að þó að um- fang lúpínunnar hafi minnkað mik- ið sé baráttan ekki búin. „Það þarf að fara á alla þessa staði, ár eftir ár. Við vitum í sjálfu sér ekki hversu lengi. Það gengur smám saman á fræforðann og lúpínan minnkar. Við sjáum í það minnsta mikinn mun núna eftir fimm ár.“ grþ Það hefur færst mikið í vöxt að fólk gangi á topp Hafnarfjalls, en hæð þess er frá 600 til 844 metrar yfir sjó, eftir því hvert gengið er. Gönguleið á fjallið er sögð prýðileg og útsýnið af toppnum engu líkt. Hjónin Erla Björk Ólafsdóttir og Guðsteinn Einarsson úr Borgarnesi eru miklir göngugarpar. Þau voru að ganga á fjallið kvöld eitt í liðinni viku þegar þau mættu mönnum á niðurleið. Einn þeirra var á reiðhjóli sem verður að segjast að sé fremur fátíður ferðamáti á fjöll. mm Umsjónarmenn í Ólafsdal við Gils- fjörð í sumar verða hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tæknifræð- ingur. Á gamla skólastaðnum verð- ur opið alla daga frá 1. júlí klukkan 12 til 17 fram til 16. ágúst. Sýning- ar eru þar um sögu Ólafsdalsskól- ans, konurnar í Ólafsdal og fleira en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar boðið upp á kaffi, rjómavöfflur og ís frá rjómabúinu á Erpsstöðum í Miðdölum. Einnig geta gestir fræðst um lífræna rækun grænmetis í Ólafsdal og keypt það á staðnum. Fræðslustígur er í Ólafs- dal og góðar gönguleiðir í falleg- um umhverfi. Staðurinn er því ein af þessum perlum á Íslandi sem allir þurfa að heimsækja. Ólafsdalshátíð verður að þessu sinni haldin laug- ardaginn 8. ágúst. „Verður dag- skráin fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda; tónlistaratriði, skemmt- un fyrir börnin, áhugaverð er- indi, vandaður handverksmarkað- ur og veitingar. Þá verður lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu og glæsilegt Ólafsdalshappdrætti,“ segir í tilkynningu frá Ólafsdals- félaginu. Eins og lesendur þekkja er Ólafs- dalur merkur sögu- og minjastað- ur við sunnanverðan Gilsfjörð, um 6 km frá veginum yfir Gilsfjarðar- brúna. Þar var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af frumkvöðlin- um Torfa Bjarnasyni árið 1880, fyr- ir 135 árum. Auk þess er nú 100 ára ártíð Torfa en hann lést 1915. mm/ Ljósm. rg. Mæðgurnar Margrét Lára Rögnvaldsdóttir og Helga Björg Stefánsdóttir í grænmetisgarðinum í Ólafsdal. Þar er hægt að fá keypt lífrænt ræktað grænmeti. Opið verður í Ólafsdal til 16. ágúst Hér er hress hópur lífeindafræðinga á ferð í Ólafsdal. Horft út Ólafdal í átt til Gilsfjarðar. Aðgerðir gegn lúpínu í Stykkishólmi bera árangur Hér sést að vel hefur tekist til í baráttunni við lúpínu í Stykkishólmi. Myndin fyrir ofan er tekin á Ytri - Höfða í júní 2010 en sú neðri fimm árum síðar. Ljósm. Nátt- úrustofa Vesturlands. Hjólaði á topp Hafnarfjalls

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.