Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 19
Ólafsvíkurvaka í blíðskaparveðri
Fjölskylduhátíðin Ólafsvíkurvaka var haldinn
um helgina í blíðskaparveðri og er óhætt að
segja að hátíðin hafi farið fram úr björtustu
vonum. Gestir voru mjög margir og fjöldi
skemmtiatriða í boði. Þar má til dæmis nefna
dorgveiðikeppni Sjósnæ, hoppukastalar voru
í boði, ljósmyndasýning var opnuð og mjög
vel sóttir tónleikar sönghópsins Sætabrauðs-
drengjanna í Ólafsvíkurkirkju krydduðu til-
veruna á föstudagskvöldinu. Dagskrá föstu-
dags lauk svo með bryggjuballi.
Laugardagurinn var einnig þétt skipaður
skemmtiefni fyrir alla aldurshópa. Fyrst fór fram
Snæfellsjökulshlaupið og síðan voru fjölmörg
skemmtiatriði á Þorgrímspalli. Heldri borgarar
sýndu kántrídans, Huldubörn tóku nokkur lög af
nýrri geislaplötu sinni auk þess sem hljómsveit-
in Astron flutti nokkur lög. Söngvaborg Siggu
Maríu og gesta var með skemmtiatriði og margt
fleira var á boðstólnum.
Götugrill voru haldin áður en gengið var úr
hverfunum í Sjómannagarðinn þar sem um 600
manns voru saman komnir til þess að skemmta sér
og öðrum. Hvert hverfi kom með sitt skemmti-
atriði og Ingó veðurguð stjórnaði brekkusöng.
Hátíðinni lauk svo með stórdansleik Ingós og
Veðurguðanna í Klifi.
af
Rúmlega 600 manns skemmtu sér konunglega í Sjómannagarðinum. Fólk á öllum aldri skemmti sér á Ólafsvíkurvöku.
Þessi börn voru forvitinn að skoða fiskanna.
Einbeittur veiðimaður.
Sætabrauðsdrengir í Ólafsvíkurkirkju.
Topplúgan kom sér vel í hitanum.Ingó veðurguð hélt uppi fjörinu á brekkusöngnum.
Götuskreytingarnar voru glæsilegar.
Hér má sjá eina slíka sem vakti athygli
gesta og gangandi. Gestir voru kátir á hátíðinni. Grillað í blíðunni.
Loftboltarnir voru vinsælir meðal
barnanna.