Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201524 „Ég hóf störf sem bæjarstjóri hér í Stykkishólmi þann 16. júní í fyrra. Áður hafði ég gegnt þessu starfi frá 1974 til 1991 en hætti á sínum tíma þegar ég tók sæti á Alþingi. Það var gaman að koma til starfa í þessu húsi sem í dag er ráðhús Stykkis- hólms. Eitt af mínum síðustu verk- um sem bæjarstjóri fyrir 24 árum hafði verið að ganga frá kaup- um bæjarins á því. Þetta var áður hús kaupfélagsins. Ég mætti þann- ig ýmsu sem ég kannaðist við frá fyrri árum. Undanfarnir tólf mán- uðir hafa síðan verið mjög áhuga- verður tími,“ segir Sturla Böðvars- son. Við hittum Sturlu á dögunum í skrifstofu hans í ráðhúsinu til að spjalla við hann um fyrsta ár kjör- tímabilsins sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri. Sneri til baka í stjórnmálin Það vakti athygli í aðdraganda síð- ustu sveitarstjórnarkosninga í fyrra- vor þegar Sturla Böðvarsson fyrr- verandi þingmaður, forseti Alþing- is og ráðherra Sjálfstæðisflokksins gaf kost á sér í fjórða sæti á H-lista framfarasinnaðra Hólmara. Hann var jafnframt kynntur sem bæjar- stjórnarefni listans. H-listinn fékk meirihluta eða 56,65% atkvæða og fjóra menn kjörna. Sturla varð þar með bæjarfulltrúi og jafnframt ráð- inn bæjarstjóri. Fyrrum meirihluti vinstrimanna fór frá. Sturla hafði þar með átt endurkomu í stjórn- málin eftir stutt hlé þar sem flest- ir höfðu gert ráð fyrir að hann væri hættur afskiptum af stjornmálum. Hann vissi þó að við tækju áskor- anir. Hið nýja starf var vissulega ákveðinn sigur en það yrði enginn dans á rósum. „Hér í Stykkishólmi blöstu við feiknalega erfið við- fangsefni. Fjárhagur sveitarfélags- ins var kominn í miklar þrenging- ar,“ rifjar Sturla upp. Hann segir að skuldirnar hafi alveg verið við forboðin mörk samkvæmt lögum. „Reksturinn hafði svo verið þann- ig að hin svokallaða jafnvægisregla í lögum um fjármál sveitarfélaga hafði verið brotin. Hún gengur út á að það þurfi að vera hagnaður samanlagt í rekstri á hverju þriggja ára tímabili. Þannig má hafa halla eitt árið eða tvö en þá verður líka að vera mikill afgangur þriðja árið sem vegur þennan taprekstur upp. Þessi regla á að stuðla að jafnvægi og festu í rekstri sveitarfélaganna. Henni hafði ekki verið fullnægt hér í Stykkishólmi og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerði kröfur um úrbætur sem ekki var vikist undan,“ segir Sturla. Átök að rétta reksturinn af Það varð að fara í miklar til- tektir. „Við gripum strax til að- gerða svo stöðva mætti viðvar- andi halla á rekstri Stykkishólms- bæjar sem hafði leitt til lausafjár- skorts. Í embætti bæjarstjóra er það ekki skemmtilegt viðfangsefni fyr- ir mann sem hefur áhuga á fram- kvæmdum og uppbyggingu. Fresta varð áformum um útgjöld, stokka upp og breyta mjög mörgu hjá stofnunum með kröfu um sparn- að. Allt var þetta óumflýjanlegt. Vífill Karlsson og Ólafur Sveins- son frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands veittu okkur dýrmætt liðsinni. Þeir gerðu úttkekt á fjárhagsstöðu bæj- arins og báru hana saman við álíka sveitarfélög. Út úr þeim saman- burði kom það til dæmis fram að kostnaður á hvern nemanda í skól- unum og íþróttastarfsemi er hærri hér en víðast annars staðar. Ofan á þetta bættist svo að tekjurn- ar höfðu lækkað. Við fórum mjög fast ofan í þessa þætti. Síðan feng- um við ráðgjafafyrirtækið R3 til að skoða betur rekstur stofnana bæj- arins í þeim tilgangi að gera breyt- ingar til sparnaðar og er unnið að uppstokkun í samræmi við tillögur. Þetta vandasama verk var unnið í fyrra haust og í vetur í góðu sam- starfi við forstöðumenn stofnana og við erum enn að.“ Sturla segir að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2013 hafi verið stokkuð upp og áætlun fyrir þetta ár sem var hluti af þriggja ára áætl- un fyrri meirihluta var endurskoð- uð og henni breytt. Nú horfir bet- ur í efnahag Stykkishólms. „Í ár mun fjárhagsáætlun gera ráð fyr- ir að þessum jöfnuði í rekstri verði náð. Tekjur hafa aukist, eignir seld- ar og okkur hefur tekist að lækka rekstrarkostnað. Það skapast því tekjuafgangur til að byrja að síga inn í undirbúning að framkvæmd- um. Við erum komin af stað aftur í uppbyggingu og erum að leitast við að skapa andrúmsloft bjartsýni og framtaks.“ Framkvæmdir að hefjast á ný Sturla segir að þrátt fyrir niðurskurð og mikið aðhald hafi ekki verið hjá því komist að fara í framkvæmdir við höfnina þegar nýr Baldur kom í vetur. Þegar ár er liðið af kjörtíma- bilinu er þetta eina stóra fjárfest- ingin sem hinn nýi meirihluti hef- ur lokið við fyrir utan lagfæring- ar í tónlistarskólanum, vinnu við deiliskipulag og hönnun fráveitu- kerfis sem er kostnaðarsamt. „Við þurftum að lagfæra ferjubryggjuna og endurnýja ökubrúna um borð í skipið. Það var töluverð aðgerð sem er unnin í samstarfi við ríkis- valdið. Bærinn þurfti að fjármagna það í bili.“ Nú eru þó fleiri fram- kvæmdir í undirbúningi. „Í sumar eru það gatnagerðarframkvæmdir, svo sem endurbætur á slitlagi Að- algötu. Svo þegar umferðin fer að minnka síðsumars ætlum við svo að laga gatnamótin við Bónus, áfeng- isverslunina, sýsluskrifstofuna og Skipavíkurverslunina. Það verður gert í samstarfi við Vegagerðina.“ Sturla kemur í framhaldi af þessu inná verkefni sem olli nokkr- um deilum í bæjarfélaginu snemma í vor og er sjálfsagt umdeilt enn. „Þetta er mjög skemmtilegt við- fangsefni. Bæjarstjórnin ákvað strax í fyrrasumar að selja eignir til þess að fjármagna endurbætur á grunn- skólanum með viðbyggingu. Hann þarf fleiri kennslurými. Tónlistar- skólinn er í því húsnæði sem áður var grunnskóli og íþróttahús. Það er óþarflega stór bygging, of dýr í rekstri og viðhaldi. Við hyggj- umst færa tónlistarskólann und- ir sama þak og grunnskólann. Síð- an var ákveðið að færa bókasöfn- in saman. Bæjarfélag sem telur 1.100 manns hefur ekki efni á því að reka tvö bókasöfn eins og er í dag. Skólabókasafnið er mjög viða- mikið hjá okkur sem betur fer og síðan Amtsbókasafnið sem hefur að geyma ljósmyndasafn,“ útskýr- ir bæjarstjórinn. Menningarstofnun með merka sögu Sturla bendir á að Amtsbókasafnið verði 170 ára eftir tvö ár og telur það merkilegt safn með mikla sögu. „Eftir að Vesturamtið var stofnað á sínum tíma þá lagði Bjarni Thor- steinsson amtmaður til að Stykk- ishólmur yrði stjórnsýslumiðja svæðisins þó að hér byggju fáir sem þjónuðu sveitunum og þeim sem bjuggu í eyjunum. Til þess yrði að koma á fót stofnunum í Stykk- ishólmi í þeim tilgangi að þétt- býli myndaðist. Ein þeirra stofn- ana væri bókasafn. Hann sann- færði Kaupmannahafnarvaldið um að hér ætti að verða Amtsbókasafn. Hér urðu svokölluð prentskil sem fólust í því að hingað streymdu all- ar bækur sem gefnar voru út á Ís- landi þannig að safnið stækkaði hratt. Hér í Hólminum var líka ákveðið að hafa lækni, apótekara og sýslumann. Hingað kom kaupskip- ið og því var byggð höfn. Þetta er hluti af fortíð sem við Snæfelling- ar eigum og erum stolt af. Við vilj- um því gera Amtsbókasafninu hátt undir höfði en nýta okkur kosti þess að það verði við hlið grunn- skólans í framtíðinni auk þess sem safnastarfsemi er að breytast með hinni öflugu upplýsingatækni. Því færum við bókasafn grunnskólans inn í Amtsbókasafnið og munum nýta safnaaðstöðuna fyrir skólann jafnframt því að sinna hlutverki al- menningabókasafnsins í samræmi við lög,“ útskýrir hann. Þarna segir Sturla að komin sé veigamikil ástæða fyrir hinum um- deildu ákvörðunum vetrarins þó aðrir þættir spili líka inn sem of langt mál yrði að rekja í viðtali sem þessu. „Af þessum sökum auglýst- um við tvö hús hér í gamla mið- bæjarhlutanum til sölu í vetur og varð umdeilt. Þetta er annars veg- ar gamla grunnskólahúsið sem er tónlistarhúsið í dag og stendur á mögnuðum útsýnisstað. Við feng- um reyndar bara eitt tilboð í það síðarnefnda sem nú er til skoðun- ar. En það var beinlínis rifist um að fá að kaupa Amtsbókasafnshús- ið. Safnið er í gömlu kaupfélags- skemmunni sem kölluð var en þar var fyrrum byggingavöruversl- un og skemma kaupfélagsins. Við seldum þetta hús. Fyrst fengum við tilboð á bilinu 17 til 33 milljónir en það endaði í því að húsið var selt fyrir fimm tugi milljóna. Þessa fjár- muni notum við svo til að byggja nýtt Amtsbókasafn og skólabóka- safn eins og fyrr er getið um.“ Margt að gerast í skipulagsmálum Sturla telur mikilvægt að Amts- bókasafnið fái húsnæði við sitt hæfi. „Safnið á í dag heilmikið af góðum og dýrmætum bókum. Þar er líka ljósmyndasafn. Jóhann Rafnsson sem var kjörinn heiðurs- borgari safnaði ljósmyndum ára- tugum saman og gaf bænum safn- ið. Árni Helgason sem einnig var heiðursborgari Stykkishólms tók fréttamyndir um áratugaskeið og skildi eftir sig mikla myndaflóru sem er hluti af safninu. Þetta mikla myndasafn er ljósmyndasafnið, sumt skráð og annað ekki en er ekki aðgengilegt í dag. Við stefnum að því að bæta úr þessu öllu þann- ig að við fáum gott safn sem hægt verði að njóta og nýta. Það er unn- ið að hönnun safnahúss og stefnt að því að ljúka þeirri byggingu árið 2017. Gamla Amtsbókasafns- húsið verður rifið og reist tvö hús á þeirri lóð sem mun verða mikil lyftistöng þegar þær framkvæmd- ir hefjast. Það á hins vegar eftir að teikna húsin og umhverfi þeirra og skipuleggja það. En skipulag er mannanna verk, það er mjög mik- ilvægt að vanda til verka á þessum viðkvæma stað. Við tókum á sín- um tíma ákvörðun um að varðveita gömlu húsin í Stykkishólmi en við höfum aldrei ákveðið að varðveita kaupfélagsskemmuna svokölluðu þar sem Amtsbókasafnið er í dag. Hún er eins og illa gerður hlutur í þessu umhverfi. Nú þurfum við að vanda okkur í skipulagsvinnunni sem bíður okkar á þessum reit.“ Auk þessa er fleira á döfinni í skipulagsmálum. „Við erum að láta deiliskipuleggja nýtt íbúðar hverfi við innkeyrsluna í bæinn nærri golfvellinum og tjaldstæðinu. Síð- an erum við að deiliskipuleggja hafnarsvæðið við skipasmíðastöð Skipavíkur,“ nefnir Sturla. Tóku við erfiðu búi en nú horfir til betri vegar - rabbað við Sturlu Böðvarsson bæjarstjóra í Stykkishólmi Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Horft yfir Stykkishólm úr Súgandisey.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.