Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Page 11

Skessuhorn - 12.08.2015, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 11 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Valgerður Jónsdóttir tónmennta- kennari er að fara af stað með tón- listarnámskeiðið „Tónlist og hreyf- ing“ fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Tónlist hefur verið stór partur af lífi Valgerðar, bæði hljóðfæraspil og söngur. Hún útskrifaðist sem tón- menntakennari árið 2000 og hef- ur síðan unnið mikið við tónlist- arkennslu. Fyrstu fjögur árin eftir útskrift kenndi hún tónlist á leik- skólanum Grænuborg í Reykjavík. „Ég hef líka unnið með tónlist fyrir ungabörn og hélt ég t.d. námskeið í ungbarnatónlist hér á Akranesi fyrst eftir að ég flutti hingað árið 2011. Ég kynntist þess háttar námskeið- um þegar ég bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum og fyrstu námskeið- in sem ég hélt voru haldin í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn. Ég hef líka starfað mikið við kórstjórn, stjórn- aði t.d. tveimur kórum úti í Dan- mörku og er nú kórstjóri Karla- kórsins Svana hér á Akranesi, sem og Skólakórs Grundaskóla þar sem ég er starfandi tónmenntakenn- ari,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn. Þegar hún er spurð hvernig tón- listarnámskeið fyrir þennan ald- urshóp, 3-5 ára, séu segir hún þau mjög skemmtileg og frábæra sam- verustund foreldra og barna. „Ég set þetta þannig upp að það er mik- ið sungið, farið í hreyfileiki tengda tónlist og einnig æfum við okkur að spila á einföld hljóðfæri. Foreldrar eru að hluta til virkir þátttakend- ur og áhersla er lögð á að tímarn- ir séu skemmtileg upplifun og sam- vera fyrir barn og foreldra.“ Valgerður heldur úti síðu á Face- book sem heitir Tónar á ferð - tón- listarnámskeið á Akranesi. „Við- brögðin hafa verið mjög góð og er ég næstum búin að fylla í einn hóp. Fólk má þó endilega hafa samband því ég mun mögulega bæta við öðr- um hópi eða halda annað svona námskeið þegar líður á haustið. Það er greinilega mikill áhugi á tónlistarstarfi fyrir þennan aldurs- hóp hérna á Akranesi. Tónlist hef- ur enda mikinn áhrifamátt og börn bregðast oft mjög sterkt við tónlist, strax á fyrstu mánuðum lífs síns.“ Ásamt því að halda námskeið fyrir börn mun Valgerður, ásamt Þórði Sævarssyni eiginmanni sín- um, halda gítarnámskeið fyrir full- orðna byrjendur og eins gítarsam- spil fyrir þá sem kunna að spila á gítar. „Það eru svo margir sem kunna eitthvað smávegis að spila á gítar og langar að spila meira og æfa sig að spila með söng. Það er líka aðeins meiri stemning að spila og syngja í hópi heldur en einn í stofunni heima hjá sér,“ segir Val- gerður að lokum. Áhugasamir eru hvattir til að finna síðuna Tónar á ferð á Facebook eða hafa samband við Valgerði í síma 841-7688. arg Tónlistarnámskeið á Akranesi fyrir börn á aldrinum 3-5 ára Valgerður Jónsdóttir tónmenntakennari á Akranesi. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.