Skessuhorn - 12.08.2015, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201518
Ævintýraleg heimferð
Heimferðin gekk þó ekki jafn áfalla-
laust fyrir sig eins og ferðin út hafði
gert. Áætlað var að Mummi myndi
verða á Grænlandi í fjórar vikur og
snúa heim aftur 22. júlí. „Mér var
sagt að ég myndi fara heim með
„Maybe airline.“ Það var ekki raun-
verulegt nafn á flugfélaginu en sagt
var að flugvélin kæmi alltaf bara
„maybe“ eða kannski og kannski
ekki. Það var raunin. Vélin kom
ekkert þennan dag sem ég átti að
fara heim með henni og heimferð-
in frestaðist því. Hún frestaðist svo
alltaf aftur og aftur. Loks kom vélin
29. júlí, ekki nema viku á eftir áætl-
un. Vélin bilaði svo þannið að flug-
inu var frestað aftur. Það frestað-
ist svo enn aftur vegna hugsanlegr-
ar þoku á svæðinu. Við fréttum að
einkaþota dönsku drottningarinn-
ar væri að koma til okkar og ætlaði
að fljúga þaðan til Akureyrar. Við
vorum tveir sem vorum að bíða eft-
ir að komast til Íslands og náðist að
toga í einhverja spotta fyrir okkur og
við fengum að fara með þotunni til
Akureyrar. Við fórum því eiginlega
bara á puttanum heim til Íslands,“
segir Mummi og hlær við. Það geta
eflaust ekki margir sagst hafa flog-
ið með einkaþotu Margrétar Þór-
hildar Danadrottningar. Aðspurð-
ur segir Mummi að vélin hafi ver-
ið ósköp venjuleg að innan. „Það
eru allar innréttingar teknar út þeg-
ar drottningin er ekki með svo við
sátum nú bara í venjulegum flugsæt-
um. Þegar drottningin ferðast eru
þarna mun betri sæti og öskubakkar
um alla vél.“
Hafði setið fastur í
ellefu mánuði
Ævintýrinu var ekki lokið þrátt fyr-
ir að Mummi hafi náð að húkka sér
far með þotu til Íslands. „Á leið-
inni heim þurfti áhöfn vélarinnar að
„kíkja við“ á einum stað, eða fljúga
lágflug og aðeins hægar yfir eitt til-
tekið svæði. Ástæðan var maður á
skipi sem setið hafði fast í ís úti á
miðjum sjó dálítið fyrir utan Græn-
land. Maðurinn er búinn að vera
þarna í ellefu mánuði fastur og það
kemst engin til hans og hann þarf því
bara að bíða. Ég geri ráð fyrir að við
höfum verið að kíkja á hann því það
hafði enginn heyrt í honum í ein-
hvern tíma eða eitthvað slíkt, þó veit
ég það ekki. Maðurinn stökk út úr
skipinu og sýndi okkur að hann væri
nú á lífi,“ segir Mummi og brosir.
„Þarna sáum við haug af vistum úti á
ísnum en þeim hafði bara verið hent
úr flugvélum og maðurinn svo safn-
að þeim þarna saman á ísnum.“
Á Öxnadalsheiði
en ekki Álaborg
Bjargey Steinarsdóttir, eiginkona
Mumma, frétti síðast af Mumma
þegar hann átti að fljúga með
„Maybe airline“ til Danmerkur þar
sem hann átti pantaði gistingu í Ála-
borg yfir nótt. Hann átti svo að fara
þaðan til Kaupmannahafnar dag-
inn eftir og loks til Íslands. „Hún
hafði enga hugmynd um að ég væri
að koma á puttanum með einkaþotu
drottningarinnar og ég ætlaði bara
að mæta hingað heim, læðast inn og
koma öllum á óvart. Það heppnaðist
ekki alveg því þegar Bjargey hélt að
ég væri komin til Álaborgar hringdi
hún í mig til að spyrja hvar ég væri
og svona. „Ég er bara á Öxnadals-
heiðinni,“ svaraði ég,“ segir Mummi
og hlær. Eftir ævintýralegt ferðalag
með einkaþotu drottningarinnar til
Akureyrar og bílaleigubíl í Borg-
arnes komst Mummi á leiðarenda,
ekki nema rétt rúmri viku á eftir
áætlun. „Nú er ég bara byrjaður að
vinna aftur,“ segir Mummi að lokum
en hann starfar hjá Loftorku í Borg-
arnesi. arg/ Ljósm. ggs.
Á tímum samskiptamiðla á borð við
Facebook, Twitter og Snapchat vit-
um við hvað sumir vinir okkar og
kunningjar eru að gera öllum stund-
um. Á þessum árstíma fer flest vinn-
andi fólk í sumarfrí og myndum af
fólki í sólbaði á pallinum heima hjá
sér eða á ströndinni á Spáni rign-
ir inn á samfélagsmiðlana. Íslend-
ingar eru duglegir að nýta hvern
sólargeisla og elta þá með því að
fara úr landi eða á milli landshluta.
Hér á Vesturlandi hefur veðrið ver-
ið prýðilegt í sumar og Íslendingar
streymt hingað með tjaldvagnana,
fellihýsin og annan lúxus útilegu-
búnað, í þeim tilgangi að elta sólar-
geislana að sjálfsögðu og svo er því
deilt með öllum á samfélagsmiðlun-
um. Guðmundur G. Símonarson,
oftast kallaður Mummi, var þó ekki
einn af þeim sem nýtti sumarfríið í
eltingarleik við geisla sólar. Hann fór
ekki til Spánar eða Grikklands eins
og hluti þjóðarinnar, heldur varði
hann sumarfríinu fjarri öllu netsam-
bandi, og þar af leiðandi samfélags-
miðlum, á Grænlandi. „Ég var kom-
inn í sumarfrí og fór á Olís í Borgar-
nesi að fá mér kaffi. Það er gott að fá
sér kaffi á Olís. Þar hitti ég Jón múr-
ara. Hann sagði mér að hann væri
að fara að vinna á Grænlandi og það
hafi einn starfsmaður hans forfallast
svo það vantaði mann. Mig vantaði
eitthvað að gera í fríinu og svo hef-
ur mig alltaf langað að fara til Græn-
lands,“ segir Mummi þegar blaða-
maður kíkti til hans og fékk að heyra
ferðasöguna.
Bjart allan
sólarhringinn á sumrin
Mummi var staðsettur á Norður -
Grænlandi í herstöð sem er einung-
is 933 kílómetra frá Norðurpólnum.
Ferðalagið til Grænlands gekk áfalla-
laust fyrir sig og flaug hann frá Nor-
egi með Herkúles herflugvél. „Ég
hélt að ég væri bara að fara að smíða
eða eitthvað slíkt en það var ekki
raunin. Þegar ég kom út var mér bent
á vél sem ég átti að vinna á við lag-
færingar á tönkum,“ segir Mummi.
Aðspurður um aðstæður á svæðinu
segir hann þær hafa verið mjög góð-
ar og veðrið gott. Loftið hafi þó ver-
ið mjög þurrt, en hiti náði alveg 22
gráðum. „Það sást þó aldrei í neinn
sjó því hann var ísilagður, þrátt fyr-
ir hita á þessum tíma. Þá voru eng-
ar pípulagnir því það þurfti ekki að
fara nema svona 70 sentímetra ofan í
jörðu til að komast í frost. Við gátum
þvegið þvottinn í þvottavél, vatnið
var bara í bíl fyrir utan en það var þó
ekki vatn í klósettunum heldur pok-
ar,“ segir Mummi og brosir. „Þarna
var sólin hátt á lofti á þessum árstíma
allan sólarhringinn svo það var bara
eins og það væri alltaf dagur. Sólin
var mun hærra á lofti en hér á Íslandi
á sumrin. Þó að hér sé bjart á næt-
urnar yfir sumartímann þá var þetta
allt öðruvísi og miklu bjartara á næt-
urnar. Sólin kemur líka ekkert upp
þarna í langan tíma á veturna svo þá
er dimmt allan sólarhringinn. Þó býr
fólk þarna allt árið svo aðbúnaður er
mjög góður.“
Héldu jólahátíð
óvænt í júlí
Mummi segir að þarna hafi verið
fataverslun, matvöruverslun og bar
og þar hafi verið opið allan sólar-
hringinn. Það var þó engin að af-
greiða. „Maður fór bara inn í búð-
ina og tók það sem maður þurfti og
skrifaði það niður og borgaði seinna.
Það sama átti við um barinn. Þarna
voru kokkar á staðnum sem elduðu
fyrir okkur góðan mat og við borð-
uðum saman. Á laugardögum þurftu
allir að mæta með bindi í kvöldmat-
inn en það voru ekki allir með bindi
með sér og bjuggu þau þá bara til.
Það var svo einn veggur þarna með
heimatilbúnum bindum sem voru
búin til úr hinum ýmsu efnum. Það
var líka smá fjölbreytni þarna og
voru t.d. haldin jól einn daginn. Þá
voru bara logandi jólaljós og spiluð
jólalög allan daginn,“ segir Mummi
og kveðst þó ekki geta sagt til um
það hver ástæðan væri fyrir því að
jólaljós væru kveikt og jólalög spil-
uð svona heilan dag í júlí. „Það var
ekkert síma- eða netsamband og
bara einn sími á svæðinu sem mað-
ur gat notað svona til að láta vita að
maður væri á lífi og að fluginu heim
hefði seinkað og slíkt,“ bætir hann
svo við.
Hurðarhúnarnir
sneru öfugt
Aðspurður hvað það væri við Græn-
land sem hafi heillað hann seg-
ir Mummi að hann hafi alltaf lang-
að að fara þangað að veiða, en seg-
ir þó að ekki hafi verið hægt að
veiða neitt í þessari ferð. „Það er
ekki mikið um dýralíf á þessu svæði,
svona fyrir utan máva og einstaka ís-
birni og úlfa. Ef dýr koma þangað
að sumri til drepast þau einfaldlega
því þau komast ekkert til baka, það
kemur svo mikill ís þarna í kring.“
Hann segist þó ekki hafa óttast ís-
birnina eða úlfana. „Ég leit stundum
yfir öxlina á mér þegar maður var á
gangi úti en ég var nú ekkert mikið
að spá í þessum dýrum. Ég tók eftir
því einn daginn að allir voru komn-
ir með riffla á bakið og þá var það
vegna þess að það fundust úlfaspor
skammt frá. Það var líka einu sinni
ísbjörn um tíu kílómetrum frá okk-
ur en hann kom ekkert. Við vorum
samt alveg við því búnir að svona
dýr myndu koma og voru byssur til
taks við dyrnar í hverju húsi og allir
hurðahúnar snéru öfugt svo ísbirnir
gætu ekki opnað,“ segir Mummi.
Með drottningarflugi til Íslands eftir Grænlandsdvöl
Guðmundur G. Símonarson.
Svæðið sem Mummi var að vinna á í Grænlandi.
Þeir sem ekki komu með bindi þurftu að búa til bindi fyrir laugardagskvöldverð-
ina. Heimatilbúnu bindin voru svo látin hanga á þessum vegg.
Bæjarráð Stykkishólms sam-
þykkti nýverið ályktun sem send
var Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga til efnislegrar meðhöndlun-
ar. Fjallað er um þá miklu aukn-
ingu sem er að verða í ferðaþjón-
ustu en jafnfram nauðsyn þess að
smærri sveitarfélögum sé veitt að-
stoð til að byggja upp fjölfarna
viðkomustaði ferðafólks. Álykt-
unin í heild sinni er eftirfarandi:
„Bæjarráð Stykkishólms fagnar
þeim mikla vexti sem er í ferða-
þjónustu í bænum. Fjölgun veit-
ingastaða, aukið gistirými og vax-
andi viðskipti við ferðamenn skapa
ný atvinnutækifæri sem vonandi
verður heilsárs atvinnustarfsemi
en ekki einungis sett upp til þess
að fleyta rjómann af þeim viðskipt-
um sem ferðamenn skapa. Þá er
því fagnað sérstaklega að skemmti-
ferðaskip hafa sett Stykkishólms-
höfn sem viðkomuhöfn á siglinga-
leið sinni við landið. Skemmti-
ferðaskipin setja glæsilegan svip á
hafnarstarfsemina og lífga bæjar-
lífið. Um leið og vakin er athygli
á þessari jákvæðu þróun er skor-
að á þá sem sinna ferðaþjónust-
unni í bænum að taka höndum
saman um öfluga kynningu á bæn-
um sem ákjósanlegum áfangastað
ferðamanna og um leið leggja sitt
að mörkum við að fegra bæinn og
búa sem best um þá þjónustu sem í
boði er. Þá vill bæjarráð hvetja Al-
þingi, ráðherra ferðamála og önn-
ur stjórnvöld ferðamála í land-
inu til þess að leggja aukna fjár-
muni til uppbyggingar fjölfarinna
ferðamannastaða. Auðvelda verð-
ur minni sveitarfélögum að byggja
upp þá innviði sem eru ætlaðir til
þess að taka á móti góðum gest-
um okkar innlendum sem erlend-
um. Þar má einkum nefna sem
mikilvæg verkefni; göngustíga inn-
an byggðar, útsýnisstaði, snyrtiað-
stöðu og tjaldsvæði.
Bæjarráð hvetur Samband ís-
lenskra sveitarfélaga til þess að taka
þessi málefni sérstaklega upp í við-
ræðum við ríkisvaldið og efna til
ráðstefnu þar sem einungis ver-
ið fjallað um uppbyggingu ferða-
þjónustu og aðkomu sveitarfélaga
og ríkisvaldsins í æskilegri þróun
þessa mikilvæga atvinnuvegar sem
ferðaþjónustan er.“ Bókunina sam-
þykkti bæjarráð samhljóða.
mm
Vilja að stuðlað verði að jákvæðri
þróun í ferðaþjónustu