Skessuhorn - 12.08.2015, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 19
Júlía Guðjónsdóttir tók nýver-
ið við starfi skólastjóra Grunn-
skólans í Borgarnesi. Hún út-
skrifaðist sem grunnskólakenn-
ari árið 2002 og er að ljúka meist-
aranámi í stjórnun og stefnumót-
um við viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands. Hún býr eins og er
í Hafnarfirði en mun flytja ásamt
tveimur yngri börnum sínum í
Borgarnes síðar í þessum mán-
uði. „17 ára dóttir mín er að byrja
sinn annan vetur í Verslunarskól-
anum og mun því ekki flytja með
mér hingað. Hún er líka með bíl-
próf svo ætli hún verði ekki með
annan fótinn hér líka,“ segir Júlía
og brosir. „Strákurinn minn er
að fara í þriðja bekk og hann er
mjög spenntur að flytja í Borg-
arnes. Það eina sem hann er ekki
sáttur með er að þurfa að færa sig
úr FH yfir í Skallagrím, það get-
ur verið erfitt að þurfa að skipta
um lið á þessum aldri,“ bætir hún
við og hlær. „Litla stelpan mín er
svo lítil að þetta hefur lítil áhrif
á hana. Hún fer bara í nýja leik-
skólann sinn hér og verður eflaust
bara alsæl, ég hef engar áhyggjur
af öðru.“
Með rætur af
landsbyggðinni
Þrátt fyrir að vera búsett í Hafn-
arfirði þekkir Júlía landsbyggðar-
lífið vel, enda alin upp í Hvera-
gerði og Dölum. „Við bjuggum
á Laugum í Sælingsdal þar til ég
var 9 ára. Pabbi minn var skóla-
stjóri þar. Þaðan fluttum við í
Hveragerði og ég ólst að mestu
upp þar. Ég fór þó aftur í Dalina
í níunda bekk og bjó hjá þáver-
andi skólastjóra á Laugum, Krist-
jáni Gíslasyni og hans fjölskyldu,
en það vill einmitt þannig til að
hann var skólastjóri hér í Borg-
arnesi á undan Signýju sem er að
láta af störfum núna,“ segir Júlía.
Skólastjórastarfið er ekki heldur
nýtt fyrir Júlíu en hún var skóla-
stjóri Grunnskólans á Reykhól-
um í fjögur ár. „Ég var nú eigin-
lega plötuð í það starf af vinkonu
minni sem er ættuð frá Reyk-
hólum í báðar ættir. Hún var að
taka við starfi forstjóra hjúkrun-
arheimilisins á Reykhólum og
benti mér á að það vantaði einnig
skólastjóra. Hún hvatti mig til að
sækja um, eða plataði mig kannski
til þess,“ segir Júlía og hlær. „Ég
fékk starfið og flutti vestur, sem
var alveg yndislegt. Það var svo
gott að kúpla sig úr Reykja-
vík og fara í algjörlega allt ann-
að umhverfi. Mér líður mjög vel á
landsbyggðinni og á Reykhólum
er líka einstaklega fallegt og mik-
ið fuglalíf, bara dásamlegt,“ bæt-
ir hún við.
Tilhlökkun að flytja
í Borgarnes
Aðspurð hvers vegna Borgarnes
hafi orðið fyrir valinu segir Júlía
það í raun ekkert hafa verið plan-
að. „Fyrst þegar auglýst var eft-
ir skólastjóra hér fór auglýsingin
alveg fram hjá mér, ég var á kafi
í ritgerðinni minni og var með
vinnu og önnur plön fyrir haust-
ið. Mér var svo bent á þessa aug-
lýsingu og hvött til að sækja um.
Ég ákvað að skoða hvernig sveita-
félag þetta væri og varð mjög hrif-
in. Hér er mjög fallegt og margt
jákvætt í gangi, t.d. í íþróttastarfi.
Það er líka ekki alveg sami lands-
byggðar „fílingurinn“ hér eins
og á Reykhólum og það hefur
sína kosti. Hér er öll þjónusta og
allt til alls, hvort sem það er hér
í Borgarnesi eða á Akranesi, það
er ekki langt að fara þangað. Eins
er líka stutt að keyra til Reykja-
víkur,“ segir Júlía glöð og bætir
við að hún sé full tilhlökkunar að
flytja í Borgarnes.
Júlía er að ljúka við skrif mast-
ersritgerðar um þessar mundir og
er hún búin að vera í fullu námi
frá haustinu 2013. Um áramót-
in tók hún að sér starf umsjón-
arkennara 7. bekkjar í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði. „Ég byrjaði
á ritgerðinni minni um áramót-
in og ákvað að vinna samhliða
skrifunum. Ég tók því að mér af-
leysingakennslu í Öldutúnsskóla.
Það er búið að vera mikið álag að
skrifa 30 eininga ritgerð, sem telst
sem full önn í háskólanum, sam-
hliða 100% vinnu. Ég náði ekki
að klára ritgerðina í vor en stefni
á að klára hana í september og út-
skrifast í desember,“ segir Júlía
og bætir við að nú sé ritgerðin þó
sett til hliðar á meðan hún kemur
sér inn í nýja starfið, enda sé rit-
gerðin komin á lokastig.
Nýjr hugmyndir
fylgja nýju fólki
Aðspurð segist Júlía ekki hafa
hugsað sér að mæta til starfa með
stórar hugmyndir um breytingar.
„Ég kem inn í starf sem hefur ver-
ið unnið vel hingað til svo það er
ekki þörf á neinum stórum breyt-
ingum eins og er. Það er þó allt-
af þannig að með nýju fólki koma
nýjar hugmyndir, svo það má al-
veg búast við einhverjum breyt-
ingum. Ég mun þreifa fyrir því
hvað kennarar og annað sam-
starfsfólk hefur í huga, ég ætla
að reyna að vera opin fyrir öll-
um hugmyndum. Það stendur
þó ekki til að ráðast í neitt nema
í samvinnu við kennara og annað
samstarfsfólk, það er mikilvægt
að vinna vel með öðru starfsfólki
Júlía Guðjónsdóttir er nýr skólastjóri
Grunnskólans í Borgarnesi
skólans,“ segir Júlía. „Ég er mjög
þakklát fyrir að fá að taka við því
góða starfi sem Signý hefur unnið
hér á undan mér,“ bætir hún við.
Sem nýr skólastjóri í Borgar-
nesi bar það að sjálfsögðu á góma
hvað Júlíu þætti um grunnskóla-
málin í Borgarbyggð og hugsan-
legar lokanir skóla. „Ég hef mjög
lítið sett mig inn í þetta mál en
ég hef þó kynnt mér það örlít-
ið. Ég skil báðar hliðar málsins
mjög vel og get ekki tekið neina
afstöðu eins og er, ég hef ekki sett
mig nægilega vel inn í málin. Ef
svo fer að grunnskóladeildinni á
Hvanneyri verði lokað og börn-
in þaðan koma hingað til okkar
verður að sjálfsögðu tekið mjög
vel á móti þeim hér,“ segir Júlía
að lokum. argJúlía Guðjónsdóttir er nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi.