Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Qupperneq 23

Skessuhorn - 12.08.2015, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 23 Upphaf haustannar 2015 Fjölbrautaskóli Vesturlands verður settur þriðjudaginn 18. ágúst. Móttaka fyrir nýnema verður á sal skólans kl. 10. Eftir skólasetningu hitta nýnemar umsjónarkennara sína. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 14 þennan dag. Kennsla samkvæmt stundatöflu hefst miðvikudaginn 19. ágúst. Föstudaginn 21. ágúst verður kynningarfundur á sal skólans um nám með vinnu kl. 17. Skólameistari Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 5 Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar Nýnemar mæta 18. ágúst kl. 09:00 og fá þá stundatöflur afhentar og fleiri upplýsingar varðandi skólastarfið. Dagurinn hefst með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema inn á Innu sama dag. Kennsla hefst miðvikudaginn 19. ágúst samkvæmt stundatöflu. SK ES SU H O R N 2 01 5 CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Undanfarna daga hefur verið unn- ið að því að endurhlaða gömlu rétt- ina í Ólafsvík. Að verkefninu kem- ur áhugahópur um réttina og svæð- ið í kring um hana en þarna eru gamlar og merkar minjar sem mik- ilvægt þykir að varðveita. Fengn- ir voru vanir hleðslumenn í verk- ið með hópnum og ætlunin að nota aftur grjót af staðnum. Verkið er þó rétt hafið og lýkur ekki í sumar. Ein- göngu var unnið fyrir þá upphæð sem búið var að safna. Það ríkti mik- il vinnugleði og ánægja hjá hópnum við hleðsluna. Undirbúningur hef- ur staðið yfir í dálítinn tíma en að- standendur verkefnisins eru mjög ánægðir með það sem gerst hefur í sumar og hlakka til framhaldsins. Framundan hjá hópnum er að safna fyrir næsta hluta verkefnisins og geta áhugasamir lagt verkefninu lið með því að leggja inn á reikning í Landsbankanum 190-26-600 kt: 040140-4769 og er Marínó Mor- tensen hjá Deloitte vörslumaður reikningsins. þa Endurhlaða gömlu réttina í Ólafsvík Nokkrir hressir smalar mættu mánu- daginn 10. ágúst til að smala kind- um í Slögu í Akrafjalli og koma þeim út fyrir skógræktarsvæðið. Að sögn Jens B Baldurssonar gekk smala- mennskan vel og kindurnar hlupu flestar út um gat á girðingunni neðst í Slögunni. Nokkrar röltu þó yfir rimlahliðið sem mannskepnan trúði fram að þessu að héldi aftur af þess- um skepnum, en veit nú betur. Að sögn skógræktarfólks hefur gengið hægt að fá girðinguna og hliðið lag- fært þannig að trjáræktin verði laus við ágang sauðkindarinnar. mm Smalað í Slögu við Akrafjall Hér má sjá glaðlega smala að verki loknu. Hlið sem þessi verða að hafa djúpa holu undir til að gera tilsett gagn. Þessar kindur röltu bara í rólegheitunum yfir. Freisting vikunnar Íslendingar draga margir fram grillin yfir sumartímann og grilla allt sem hugsast getur. Nú er ör- lítið farið að líða á ágúst og marg- ir eflaust farnir að verða þreyttir á grillmat eftir grilltörn sumarsins. Þá er upplagt að elda eitthvað allt annað og jafnvel að prófa eitthvað alveg nýtt. Freistingin á þessu sinni er af indverskum uppruna og rífur smá í bragðlaukana. Tikka Masala kjúklingur Innihald: 4-5 kjúklingabringur 6 hvítlauksgeirar 1 tsk chili paste 1 tsk engifer paste 4 tsk turmeric 2 tsk garam masala 1 tsk cumin 1 tsk kóriander 1 dós hreint jógúrt (180 gr) 2 laukar ½ tsk ground mustard 1 dós tómatar 1 dós tómatmauk 3 dl rjómi búnt ferskur kóríander salt olía eða smjör Aðferð: Skerið kjúklinginn í bita og steikið létt á pönnu, best er að nota djúpa pönnu. Blandið saman kryddinu, paste-anu og jógúrtinu og setjið kjúklinginn saman við og blandið vel. Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr smá olíu eða smjöri þar til mjúkt. Bætið tómötunum og tóm- atmaukinu við á pönnuna og látið malla, merjið tómatana á meðan með sleif. Bætið að lokum rjóman- um og kjúklingablöndunni saman við og látið malla þar til kjúkling- urinn er full eldaður. Berið fram með naan brauði og hrísgrjónum. Tikka Masala kjúklingur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.