Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201530 Hvað verður í kvöldmatinn? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi síðdegis á mánudaginn) Níels Ó. Jónsson „Það verður nautalund með pip- arsósu, bökuðum kartöflum og smjörsteiktu grænmeti.“ Márus Líndal Hjartarson „Kjúklingasúpa.“ Steinunn Gestsdóttir og Christi- an Bjarmi „Það verður snarl.“ Makki van den Berg „Ekki ákveðið, er á leiðinni inn í Bónus.“ Jórunn Friðriksdóttir „Glæný soðin ýsa.“ Einhverjir gesta Akranesvallar hafa ef til vill lagt leið sína upp tröpp- ur íþróttamannvirkjanna á Jaðars- bökkum í sumar og notið dýrindis kaffiveitinga í salnum á Jaðarsbökk- um. Kræsingarnar bera sig ekki sjálfar á borð heldur er það Heima- leikjahópur ÍA, skipaður nokkrum velunnurum knattspyrnufélagsins, sem hefur veg og vanda af og það á hverjum einasta heimaleik meistara- flokks karla og kvenna. „Við sjáum sem sagt um undirbúning og utan- umhald á þessu öllu saman,“ segir Jóhanna Hallsdóttir, en hún mynd- ar það sem kalla mætti kjarna hóps- ins ásamt Dýrfinnu Torfadóttur og Rannveigu Benediktsdóttur. „Svo höfum við fengið mikið af fólki til að aðstoða okkur. Sigríður Valdimars- dóttir og Helena Steinsdóttir hafa til dæmis verið okkur mikið innan handar, einnig hefur Katrín Leifs- dóttir komið sterk inn“ bætir Dýr- finna við. „Hópurinn var stofnaður í fyrra. Magnús formaður bað okkur þrjár að halda utan um heimaleiki meist- araflokks kvenna og við tókum það að okkur. Liðið lék þá í úrvals- deildinni og markmiðið var að gera kvennaboltann sýnilegri,“ segir Jó- hanna. Sem liður í því var bryddað upp á því að færa manni leiksins að mati stuðningsmanna ÍA gjöf. Það voru fyrirtæki og listamenn aðallega hér frá Akranesi sem gáfu verk sín þeim leikmanni sem hlotnaðist sá heiður. Í fyrra vorum við einnig með svokall- að kaffi-happdrætti í hálfleik og þeir sem komu í kaffi til okkar keyptu sér happdrættismiða um leið og þeir greiddu fyrir kaffið. Dýrfinna gaf skartgrip eftir sjálfa sig í öllum heimaleikjunum í happdrættisvinn- ing. „Nú er Dýrfinna orðin vara- maður í stjórn KFÍA og var falið að sjá um heimaleikina. Hún fékk okkur Púslu [Rannveigu, innsk. blm.] til liðs við sig,“ segir Jóhanna. „Af því að við erum svo skemmtilegar,“ seg- ir Rannveig og brosir. Dýrfinna heldur sem fyrr utan um að safna verðlaunum fyrir mann leiksins í öllum heimaleikjum sum- arsins auk aðgangsmiðahappdrætt- isins í hálfleik. „Listaverkin handa manni leiksins eru öll eftir fólk hér af Skaganum. Nú þegar hafa 19 listamenn gefið verk og enn fjöl- margir sem ég á eftir að hafa sam- band við. Við erum ótrúlega rík af listafólki hér á Akranesi,“ segir Dýr- finna. Akraneskaupstaður hefur gefið vinninga í aðgöngumiðahappdrætt- inu í sumar, heimsókn í Akranesvita fyrir 10 manns, með leiðsögn Hilm- ars Sigvaldasonar vitavarðar. Vita- sokkarnir vinsælu fylgja að sjálf- sögðu með heimsókninni. Hafa ánægju af framtakinu Aðspurðar hvort framtakið mælist ekki vel fyrir segjast þær nú minnst vita um það sjálfar, en þær geti ekki séð annað en að fólk sé ánægt. Að minnsta kosti hefur enginn kvartað ennþá. Verður þá ekki framhald á? „Dýrfinna er strax farin að tala um næsta sumar,“ segja þær Jóhanna og Rannveig og hlæja. „Þetta sumar er náttúrulega prófraun. Við sjáum hvað betur má fara og getum skipu- lagt næsta sumar betur,“ segir Dýr- finna. „Við viljum gjarnan fá fleira fólk í lið með okkur, karla og konur sem vilja koma og vinna í skemmtilegum félagsskap. Við höfum að minnsta kosti alveg svakalega gaman af þessu. Þetta er svona gaman-saman,“ segja þær léttar í bragði. „Okkur lang- ar að vekja upp gamla ungmenna- félagsandann sem okkur þykir hafa átt dálítið undir högg að sækja und- anfarið,“ segir Jóhanna að lokum og Rannveig og Dýrfinna taka í sama streng. kgk Sveitakeppni Golfsambands Íslands var spiluð vítt og breitt um landið um liðna helgi. Í fyrstu deild fögn- uðu konur í Golfklúbbi Reykja- víkur sigri en karlar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar báru sigur úr býtum, en karlakeppnin var spiluð á Ham- arsvelli í Borgarnesi. Heimamenn úr Golfklúbbi Borgarness urðu í fimmta sæti í deildinni og verða því áfram í hópi þeirra sterkustu á land- inu. Af Vesturlandsliðunum er það annars að frétta að karlarnir í Golf- klúbbnum Jökli í Ólafsvík gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í annarri deild og leika því í deild þeirra sterkustu ásamt Borgnesingum að ári. Meðal annarra úrslita hjá körlum má nefna að Leynismenn frá Akranesi urðu í þriðja sæti í annarri deild, einung- is hársbreidd frá því að fara upp um deild. Það varð hlutskipti Vest- arr manna úr Grundarfirði að falla í fjórðu deild þrátt fyrir að keppn- in í þriðju deildinni væri spiluð á Bárarvelli, heimavelli þeirra. Að móti loknu á Bárarvelli bauð stjórn GVG öllum til grillveislu í tilefni að Golfklúbburinn fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 27. júlí síðastlið- inn. Mostri í Stykkishólmi varð í 3. sæti í fjórðu deildinni og því nálægt því að hafa sætaskipti við Grund- firðinga, en leika þess í stað með þeim í deild að ári. Í kvennaflokki röðuðu konur úr Golfklúbbnum Leyni, Vestarr í Grundarfirði og Jökli í Ólafsvík sér í 3. til 5. sæti annarrar deildar. mm Þessar fallegu stúlkur héldu ný- verið tombólur og færðu RKÍ á Akranesi afraksturinn til ráðstöf- unar. Rauði krossinn á Akranesi þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag. F.v. Dýrfinna Torfadóttir, Jóhanna Hallsdóttir og Rannveig Benediktsdóttir mynda það sem kalla mætti kjarna Heimaleik- jahóps ÍA. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Heimaleikjahópur ÍA tekur vel á móti öllum Tombólur fyrir RKÍ Kolfinna Eir og Högna Maren héldu tombólu og söfnuðu 1.143 kr. sem þær komu með til Rauða krossins. Sóley Birta og Líf héldu tombólu og söfnuðu 1.663 kr. sem þær komu með til Rauða krossins. Skin og skúrir og hjá vestlenskum golfspilurum Liðsmenn GJÓ gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í 2. deild og spila því í efstu deild að ári. Ljósm. golf.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.