Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Aðalstyrktaraðili leiksins er OLÍS. Af því tilefni verður “Olís dagur” í Olís Nesti á Akranesi en þá munu 5 kr. af hverjum seldum lítra af eldsneyti renna til Knattspyrnufélags ÍA. Við hvetjum stuðningsmenn og velunnara að fylla tankinn á sunnudag. Norðurálsvöllur ÍA – KR Sunnudaginn 13. september kl: 17:00 SK ES SU H O R N 2 01 5 Mætum öll gul og glöð Makrílveiðar smábáta hafa geng- ið vel þó enn vanti mikið uppá að veiðin sé jafn mikil og á sama tíma í fyrra. Nú fyrir miðja vikuna voru engir bátar á sjó við Snæfellsnes- ið vegna brælu og var veðurspá- in þessleg að lítið yrði róið næstu daga. Af snæfellsku bátunum er það að frétta að Brynja ll SH er bú- inn að afla mest eða 99,5 tonn en þar á eftir kemur Særif SH með 79,1 tonn. Tryggvi Eðvarðs er ekki langt undan með 72,8 tonn og fast á eftir honum er Álfur SH með 72,3 tonn. Þá koma Júlli Páls SH með 68,7 tonn, Sæhamar SH með 67,9 tonn, Mangi á Búðum SH 57,7 tonn, Sunna Rós 52 tonn, Ingibjörg SH 46,3 tonn, Víxill SH 31 tonn, Andri SH 25 tonn og Hanna Ell- erts 15,4 tonn. þa Miðvikudaginn 16. september er dag- ur íslenskrar nátt- úru, en hann var valinn fyrir nokkr- um árum og er jafn- framt afmælisdag- ur Ómars Ragnars- sonar sem heiðrað- ur var með þessum hætti. Á Akranesi hafa Akraneskaup- staður og Land- mælingar Íslands tekið höndum saman og bjóða bæj- arbúum og gestum þeirra að koma með í fræðslu- og örnefnagöngu. „Þetta verður fræðsluganga sem gengin verður frá Jaðarsbökkum og í Garðalund í fylgd leiðsögumanna. Frá Jaðarsbökkum verður gengið af stað klukkan 16:30 og verða leið- sögumenn þeir Guðni Hannesson og Rannveig Benediktsdótt- ir. Farið verður á Sólmundar- höfða og þaðan gengið í Garða- lund. Þeg- ar í Garðalund verður komið taka Jón Guð- mundsson og Sindri Birgisson við leiðsögninni og fræða fólki um sitthvað sem snertir lundinn okkar fallega, sem tvímælalaust er ein af perlum okkar Skagamanna,“ segir Íris Reynisdóttir garðyrkju- fræðingur í samtali við Skessuhorn. „Við hvetjum alla til að mæta og eiga skemmtilega stund saman,“ segir Íris. mm Makrílveiðar liggja niðri í brælunni Gengið verður sem leið liggur frá Jaðarsbökkum, um Sólmundarhöfða og í Garðalund. Örnefnaganga á Akranesi á degi íslenskrar náttúru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.